Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli 7 og 8 október.
Dagskráin verður þessi:
Meira
Heimasmalanir byrjaðar.
Nú um helgina byrjuðu bændur í Árneshreppi að smala heimalönd sín.Byrjað var í Trékyllisvík á föstudaginn,Naustvíkurskörð og Finnbogastaðarfjall.Og á laugardaginn Árnes og Bæjardalir.Á sunnu dag var smalað frá Gjögri,Reykjaneshyrnan og til Litlu-Ávíkur.Og síðan halda heimasmalanir áfram á bæjum þar til skildu leitir byrja.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum var leitum frestað um viku og þar afleiðandi byrjuðu heimasmalanir um viku seinna.
Næstkomandi föstudag og laugardag verður norðursvæðið leitað og réttað í Melarétt þann 17.
Vegna óskipulagðra leita á syðsta svæðinu þar sem smalað er til Veiðileysu vantar sjálfboðaliða á fimmtudaginn 22 og föstudaginn 23.
Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum.
Áherslur við seinni úthlutun 2011
Hægt er að sækja um stuðning við hverskyns menningarverkefni, svo framarlega sem umsókn eða verkefni stangast ekki á við úthlutunarreglur sem samþykktar eru við hverja úthlutun. Umsóknir og verkefni hverju sinni eru borin saman á samkeppnisgrundvelli.
Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við seinni úthlutun ársins 2011 verði horft sérstaklega til verkefna sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Verkefni sem efla samstarf á sviði menningarmála á Vestfjörðum.
Verkefni sem stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í menningartengdum verkefnum.
Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum á sviði menningar.
Menningarstarfsemi sem styður við ferðaþjónustu.
Verkefni sem stuðla að þátttöku barna og unglinga í listsköpun og menningarstarfi.
Umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 6. október. Úthlutun fer fram í nóvember.
Meira
Námsvísirinn kominn út.
Vefur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Fyrsti snjór í fjöllum.
Strax í gær um hádegið voru fjöll orðin flekkótt niðrí allt að hundrað metra því á tímabili var flekkótt á svonefndu Reiðholti (þar sem fjarskiptastöð Símans er í Litlu-Ávíkurlandi við Reykjaneshyrnu). Klukkan 12:00 var hitinn komin niðrí 2,6 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og vindur NNV 10 m/s og talsverð slydda.(á Gjögurflugvelli 2,7 stig).Síðan kólnaði áfram talsvert því hiti á Sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli var 1,7 stig kl.14:00.Eftir það fór hitinn að skríða uppávið aðeins aftur og var hitinn komin rétt yfir 3 stig kl 18:00 á stöðinni í Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli litlu minni.Um hálf fimm í gær stytti upp og engin úrkoma var í nótt,en úrkoman í gærdag frá 09:00 til 18:00 var 10,3 mm.
Sjáið fleiri myndir á Yfirlit yfir veðrið.
Sóknaráætlun Vestfjarða.
Niðurstaða þingsins að verkefnunum skuli raðað í eftirfarandi forgangsröð:
Meira
Glæsileg gjöf til Finnbogastaðaskóla.
Vefur Finnbogastaðaskóla.
56. Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Fyrirkomulag þingsins var með nokkuð breyttu sniði í ár, á föstudaginn fór fram hópavinna þar sem dregin var saman framtíðarsýn sveitarstjórnarfulltrúa á stoðkerfi atvinnu og byggðar. En seinni daginn fóru fram umræður og forgangsröðun verkefna vegna Sóknaráætlunar landshluta. Auk þeirrar stefnumótunarvinnu sem fór fram á þinginu voru einnig samþykktar eftirfarandi ályktanir.
Fjórðungsþing Vestfirðinga fagnar þeirri ákvörðun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að Hvalárvirkjun hafi verið sett í nýtingarflokk í þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Um mikið hagsmunamál Vestfirðinga er að ræða og því gleðilegt að nú sé þessi virkjunarkostur loks að verða raunhæfur.
Meira
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 29. ágúst til 5. september 2011.
Í liðinni viku voru þrír ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók mældist á 111 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þá var einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í vikunni. Sá reyndist heldur ekki vera með gild ökuréttindi. Í vikunni gaf lögreglan ökumönnum sem töluðu í farsíma sérstakan gaum og var einn kærður fyrir að nota ekki handfrjálsan búnað.
Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri sem mun hafa átt sér stað á bifreiðastæði við Brunngötu á Ísafirði. En þá var ekið utan í mannlausa Subaru Legacy bifreið, rauða að lit. Sá er árekstrinum olli gerði ekki vart við sig. Atvikið mun hafa orðið á tímabilinu frá kl.03:00 til 15:00 föstudaginn 26. ágúst sl. Sími lögreglunnar er 450 3730.
Meira





