Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. september 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 29. ágúst til 5. september 2011.

Í liðinni viku voru þrír ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru þrír ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Í liðinni viku voru þrír ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók mældist á 111 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þá var einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í vikunni. Sá reyndist heldur ekki vera með gild ökuréttindi. Í vikunni gaf lögreglan ökumönnum sem töluðu í farsíma sérstakan gaum og var einn kærður fyrir að nota ekki handfrjálsan búnað.

Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri sem mun hafa átt sér stað á bifreiðastæði við Brunngötu á Ísafirði. En þá var ekið utan í mannlausa Subaru Legacy bifreið, rauða að lit. Sá er árekstrinum olli gerði ekki vart við sig. Atvikið mun hafa orðið á tímabilinu frá kl.03:00 til 15:00 föstudaginn 26. ágúst sl. Sími lögreglunnar er 450 3730.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. september 2011

Gífurleg úrkoma í nótt.

Það mældist 70,1 mm úrkoma eftir nóttina í Litlu-Ávík.
Það mældist 70,1 mm úrkoma eftir nóttina í Litlu-Ávík.
Það var gífurleg úrkoma í Árneshreppi frá í gærkvöld og fram á morgun.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman frá klukkan 18:00 í gær og til klukkan 09:00 í morgun eða á fimmtán tímum 70,1 mm,og er það langmesta úrkoma sem mælst hefur í Litlu-Ávík eftir 15 tíma eða eina nótt.

Samkvæmt gagnabrunni Veðurstofu Íslands var næstmesta úrkoman á Sauðanesvita 9,7 mm.

Mjög kalt var líka á Ströndum í nótt,kaldast á Hornbjargsvita 3,7 stig og á Gjögurflugvelli 4,1 stig og í Litlu-Ávík 4,4 stig.

Ekki hefur fréttamaður haft spurnir af hvort vegir hafi skemmst í þessum vatnavöxtum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. september 2011

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2011.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Veðrið í Ágúst 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og þurru veðri fyrsta dag mánaðar, aðfaranótt  3 var engu líkara en allar flóðgáttir himins hafi opnast,og síðan var úrkoma fram á áttunda.Þann níunda létti til með breytilegum vindáttum og þurru veðri fram til 13,eftir það var Norðan með mikilli rigningu eða súld fram á 16.Frá 17 voru breytilegar vindáttir og hægviðri,síðan NA stinningsgola.Loks þann 27,snérist til suðlægra vindátta með hlýindum út mánuðinn.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum eða 109,4 mm af heildarúrkomu mánaðarins sem var 138,6 mm.

Fyrrislætti lauk loks hjá bændum í Árneshreppi um 12 eða 13 ágúst.Einhver seinnisláttur var seinna í mánuðinum hjá nokkrum bændum.Heyföng urðu sæmileg fyrir rest.

Berjaspretta er talin mjög léleg.
Sjá nánar hér til vinstri undir Yfirlit yfir veðrið.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2011

Urðartindur með framkvæmdir.

Búið að saga úr fyrir hurðum og gluggum.
Búið að saga úr fyrir hurðum og gluggum.
1 af 3
Arinbjörn Bernharðsson smiður og jarðeigandi sem rekur og er eigandi ferðaþjónustunnar Urðartinds á Norðurfirði heldur áfram framkvæmdum.Nú er hann búin að láta saga úr veggjum á hlöðu fyrir hurðum og gluggum þar sem verða útbúin  fjögur mótelherbergi og hvert herbergi með sér snyrtiaðstöðu,sem ætlunin að séu tilbúin í júní næsta sumar.Á jarðhæð á sama húsi var útbúið í fyrra aðstaða fyrir tjald og hjólhýsagesti,með snyrtingum,þar eru einnig borð og stólar með aðstöðu fyrir 80 manns í sæti.Mjög gott og mikið tjaldstæði er þar fyrir utan.Rafmagn er í öllum húsum Urðartindar.

Í fyrra byggði Urðartindur tvö smáhýsi sem hafa verið full bókuð og meira enn það í sumar,einnig hefur tjald og útiaðstaðan verið vinsæl í sumar.Fjögur ættarmót voru haldin þar sem útiaðstaðan og inniaðstaðan var notuð fyrir veisluföng.Að sögn Arinbjörns er hann mjög ánægur með aðsóknina í sumar.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. ágúst 2011

Vegagerðin ver vegi.

Búið er að sprengja mikið af grjóti.
Búið er að sprengja mikið af grjóti.
1 af 3
Vegagerðin á Hólmavík hefur verið að láta sprengja grjót til varnar sjógangi  í og við vegi,grjótið er tekið fyrir ofan Norðurfjarðarhöfn þar sem efni var tekið í hana á þeim árum.Grjótið er látið neðst í Stórukleifarbrekku við hið þekkta Guðmundar Góða sæti,enn hann mun hafa vígt Urðirnar  á sínum tíma.Talsvert hefur étist úr veginum þar smátt og smátt vegna sjógangs.Einnig var keyrt grjóti austan við svonefndan Hundsháls þar sem sjór var farin að taka úr veginum í sjógangi.Beltagrafa var við að bora í grjótið og moka á bílana tvo sem keyrðu efninu einnig var hjólaskófla hreppsins við að moka efninu af veginum.Þessu verki verður lokið í dag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. ágúst 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22. til 29. ágúst 2011.

Ein bílvelta varð í Árneshreppi í liðinni viku.
Ein bílvelta varð í Árneshreppi í liðinni viku.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Mánudaginn 22. ágúst varð bílvelta á Strandavegi norðan við Djúpavík. Þar hafnaði bifreið á hvolfi, eftir að ökumaður missti vald á henni í lausamöl, þar voru erlendir ferðamenn  á ferð. Ekki var um slys á fólki að ræða, en bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Miðvikudaginn 24. ágúst hafnaði bifreið út fyrir veg á þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegi á Trostansfjarðarfjalli.  Þar voru erlendir ferðamenn á ferð og missti ökumaður stjórn á bifreiðinni  í lausamöl.  Ökumaður og farþegi sluppu á meiðsla, en bifreiðin var óökuhæf eftir og flutt af vettvangi með krana.

Tvö önnur minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt, bæði á Ísafirði og var um minniháttar skemmdir að ræða í þeim tilfellum.

Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur  í vikunni, allir í nágreni við Ísafjörð og sá sem hraðast ók, var mældur á 111 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Í vikunni sem var að líða hefur lögreglan verið að fylgjast með lagningu ökutækja og voru nokkrir ökumenn/umráðamenn ökutækja kærðir vegna rangrar lagningar. Fylgst verður með lagningu ökutækja á næstunni og mega menn eiga von á því þeir verði kærðir, ef menn fara ekki eftir   þeim reglum sem í gildi eru um lagningu ökutækja.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. ágúst 2011

Kajakræðararnir farnir yfir Húnaflóa.

Ræðararnir komnir á móts við Hjallsker í Ávíkinni.
Ræðararnir komnir á móts við Hjallsker í Ávíkinni.
1 af 2
Kajakræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad, sem komu að landi í Ávík í Árneshreppi á laugardag héldu ferð sinni áfram um hádegið í dag.Haldið var austur fyrir Reykjaneshyrnu og ætlunin er að róa yfir Húnaflóa og á Skaga í dag.Þeim félögum hefur seinkað talsvert miðað við upphaflega ferðaáætlun,en ætlunin var að vera á Húsavík 27 ágúst,enn ýmsar tafir urðu vegna bilana og veðurs.Félagarnir fá nú ágætis veður yfir flóann,suðlæga golu.

Aðstoðarfólk fylgir ræðurunum á landi á tveim bílum og taka á móti ræðurunum þar sem þeir taka land og aðstoða við að koma bátnum uppá land.Með í þeim hóp er myndatökufólk.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. ágúst 2011

Skipt um járn á skemmu.

Járnið komið á öðru megin.
Járnið komið á öðru megin.
1 af 3
Eitthvað eru bændur að dytta að húsum peningshúsum eða öðru þegar tími gefst til nú fyrir haustleitir. Á föstudag og laugardag  var verið að skipta um járn á 200 fermetra skemmu í Litlu-Ávík eða svonefndu Sögunarhúsi þar sem öll sögun fer fram í Litlu-Ávík. Áður var búið að skipta um járn þar á peningshúsum, í fyrra á hlöðu og fjárhúsunum  í  hitteðfyrra.

Eins voru einhverjir bændur að skipta um og endurbæta hjá sér í fjárhúsum,grindur og milliverk eða skilrúm á milli garða.

Einnig var skipt um klæðningu nú fyrir stuttu,á vélageymslunni á Gjögurflugvelli á vegum Isavia  þar sem heimamenn unnu verkið.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. ágúst 2011

Kajak-ræðarar í Árneshreppi.

Kajak ræðararnir lentir við Ávíkurána í gær.
Kajak ræðararnir lentir við Ávíkurána í gær.
Félagarnir Riaan Manser og Dan Skinstad, sem róið hafa á kajak langleiðina í kringum landið undanfarna mánuði, eru nú komnir í Árneshrepp.Þeyr komu að landi í Ávíkinni sem er vík á milli Litlu og Stóru-Ávíkur og lentu við Ávíkurána um nónleytið í gær.Það bilaði hjá þeim stýri á Hornströndum á dögunum og hefur það tafið ferðalag þeirra talsvert.Fólk sem fylgir þeim eftir frá landi á tveim bílum voru í fjörunni til að taka á móti köppunum.Í dag er SV kaldi og ekki hægt að halda áfram för í dag.Ferðinni verður svo haldið áfram suður með Ströndum og yfir Húnaflóa þegar gefur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. ágúst 2011

Kökuhlaðborð.

Alltaf frábær kaffihlaðborðin á Hótel Djúpavík.
Alltaf frábær kaffihlaðborðin á Hótel Djúpavík.

Síðasta kökuhlaðborð sumarsins á Hótel Djúpavík verður næstkomandi sunnudag 28 ágúst og hefst klukkan tvö eftir hádegi.Gómsætar kökur og gott verð.Starfsfólk Hótels Djúpavíkur biður alla hjartanlega velkomna á þetta síðasta kökuhlaðborð sumarsins.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
Vefumsjón