Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. september 2011

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2011.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Veðrið í Ágúst 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og þurru veðri fyrsta dag mánaðar, aðfaranótt  3 var engu líkara en allar flóðgáttir himins hafi opnast,og síðan var úrkoma fram á áttunda.Þann níunda létti til með breytilegum vindáttum og þurru veðri fram til 13,eftir það var Norðan með mikilli rigningu eða súld fram á 16.Frá 17 voru breytilegar vindáttir og hægviðri,síðan NA stinningsgola.Loks þann 27,snérist til suðlægra vindátta með hlýindum út mánuðinn.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum eða 109,4 mm af heildarúrkomu mánaðarins sem var 138,6 mm.

Fyrrislætti lauk loks hjá bændum í Árneshreppi um 12 eða 13 ágúst.Einhver seinnisláttur var seinna í mánuðinum hjá nokkrum bændum.Heyföng urðu sæmileg fyrir rest.

Berjaspretta er talin mjög léleg.
Sjá nánar hér til vinstri undir Yfirlit yfir veðrið.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2011

Urðartindur með framkvæmdir.

Búið að saga úr fyrir hurðum og gluggum.
Búið að saga úr fyrir hurðum og gluggum.
1 af 3
Arinbjörn Bernharðsson smiður og jarðeigandi sem rekur og er eigandi ferðaþjónustunnar Urðartinds á Norðurfirði heldur áfram framkvæmdum.Nú er hann búin að láta saga úr veggjum á hlöðu fyrir hurðum og gluggum þar sem verða útbúin  fjögur mótelherbergi og hvert herbergi með sér snyrtiaðstöðu,sem ætlunin að séu tilbúin í júní næsta sumar.Á jarðhæð á sama húsi var útbúið í fyrra aðstaða fyrir tjald og hjólhýsagesti,með snyrtingum,þar eru einnig borð og stólar með aðstöðu fyrir 80 manns í sæti.Mjög gott og mikið tjaldstæði er þar fyrir utan.Rafmagn er í öllum húsum Urðartindar.

Í fyrra byggði Urðartindur tvö smáhýsi sem hafa verið full bókuð og meira enn það í sumar,einnig hefur tjald og útiaðstaðan verið vinsæl í sumar.Fjögur ættarmót voru haldin þar sem útiaðstaðan og inniaðstaðan var notuð fyrir veisluföng.Að sögn Arinbjörns er hann mjög ánægur með aðsóknina í sumar.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. ágúst 2011

Vegagerðin ver vegi.

Búið er að sprengja mikið af grjóti.
Búið er að sprengja mikið af grjóti.
1 af 3
Vegagerðin á Hólmavík hefur verið að láta sprengja grjót til varnar sjógangi  í og við vegi,grjótið er tekið fyrir ofan Norðurfjarðarhöfn þar sem efni var tekið í hana á þeim árum.Grjótið er látið neðst í Stórukleifarbrekku við hið þekkta Guðmundar Góða sæti,enn hann mun hafa vígt Urðirnar  á sínum tíma.Talsvert hefur étist úr veginum þar smátt og smátt vegna sjógangs.Einnig var keyrt grjóti austan við svonefndan Hundsháls þar sem sjór var farin að taka úr veginum í sjógangi.Beltagrafa var við að bora í grjótið og moka á bílana tvo sem keyrðu efninu einnig var hjólaskófla hreppsins við að moka efninu af veginum.Þessu verki verður lokið í dag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. ágúst 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22. til 29. ágúst 2011.

Ein bílvelta varð í Árneshreppi í liðinni viku.
Ein bílvelta varð í Árneshreppi í liðinni viku.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Mánudaginn 22. ágúst varð bílvelta á Strandavegi norðan við Djúpavík. Þar hafnaði bifreið á hvolfi, eftir að ökumaður missti vald á henni í lausamöl, þar voru erlendir ferðamenn  á ferð. Ekki var um slys á fólki að ræða, en bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Miðvikudaginn 24. ágúst hafnaði bifreið út fyrir veg á þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegi á Trostansfjarðarfjalli.  Þar voru erlendir ferðamenn á ferð og missti ökumaður stjórn á bifreiðinni  í lausamöl.  Ökumaður og farþegi sluppu á meiðsla, en bifreiðin var óökuhæf eftir og flutt af vettvangi með krana.

Tvö önnur minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt, bæði á Ísafirði og var um minniháttar skemmdir að ræða í þeim tilfellum.

Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur  í vikunni, allir í nágreni við Ísafjörð og sá sem hraðast ók, var mældur á 111 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Í vikunni sem var að líða hefur lögreglan verið að fylgjast með lagningu ökutækja og voru nokkrir ökumenn/umráðamenn ökutækja kærðir vegna rangrar lagningar. Fylgst verður með lagningu ökutækja á næstunni og mega menn eiga von á því þeir verði kærðir, ef menn fara ekki eftir   þeim reglum sem í gildi eru um lagningu ökutækja.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. ágúst 2011

Kajakræðararnir farnir yfir Húnaflóa.

Ræðararnir komnir á móts við Hjallsker í Ávíkinni.
Ræðararnir komnir á móts við Hjallsker í Ávíkinni.
1 af 2
Kajakræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad, sem komu að landi í Ávík í Árneshreppi á laugardag héldu ferð sinni áfram um hádegið í dag.Haldið var austur fyrir Reykjaneshyrnu og ætlunin er að róa yfir Húnaflóa og á Skaga í dag.Þeim félögum hefur seinkað talsvert miðað við upphaflega ferðaáætlun,en ætlunin var að vera á Húsavík 27 ágúst,enn ýmsar tafir urðu vegna bilana og veðurs.Félagarnir fá nú ágætis veður yfir flóann,suðlæga golu.

Aðstoðarfólk fylgir ræðurunum á landi á tveim bílum og taka á móti ræðurunum þar sem þeir taka land og aðstoða við að koma bátnum uppá land.Með í þeim hóp er myndatökufólk.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. ágúst 2011

Skipt um járn á skemmu.

Járnið komið á öðru megin.
Járnið komið á öðru megin.
1 af 3
Eitthvað eru bændur að dytta að húsum peningshúsum eða öðru þegar tími gefst til nú fyrir haustleitir. Á föstudag og laugardag  var verið að skipta um járn á 200 fermetra skemmu í Litlu-Ávík eða svonefndu Sögunarhúsi þar sem öll sögun fer fram í Litlu-Ávík. Áður var búið að skipta um járn þar á peningshúsum, í fyrra á hlöðu og fjárhúsunum  í  hitteðfyrra.

Eins voru einhverjir bændur að skipta um og endurbæta hjá sér í fjárhúsum,grindur og milliverk eða skilrúm á milli garða.

Einnig var skipt um klæðningu nú fyrir stuttu,á vélageymslunni á Gjögurflugvelli á vegum Isavia  þar sem heimamenn unnu verkið.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. ágúst 2011

Kajak-ræðarar í Árneshreppi.

Kajak ræðararnir lentir við Ávíkurána í gær.
Kajak ræðararnir lentir við Ávíkurána í gær.
Félagarnir Riaan Manser og Dan Skinstad, sem róið hafa á kajak langleiðina í kringum landið undanfarna mánuði, eru nú komnir í Árneshrepp.Þeyr komu að landi í Ávíkinni sem er vík á milli Litlu og Stóru-Ávíkur og lentu við Ávíkurána um nónleytið í gær.Það bilaði hjá þeim stýri á Hornströndum á dögunum og hefur það tafið ferðalag þeirra talsvert.Fólk sem fylgir þeim eftir frá landi á tveim bílum voru í fjörunni til að taka á móti köppunum.Í dag er SV kaldi og ekki hægt að halda áfram för í dag.Ferðinni verður svo haldið áfram suður með Ströndum og yfir Húnaflóa þegar gefur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. ágúst 2011

Kökuhlaðborð.

Alltaf frábær kaffihlaðborðin á Hótel Djúpavík.
Alltaf frábær kaffihlaðborðin á Hótel Djúpavík.

Síðasta kökuhlaðborð sumarsins á Hótel Djúpavík verður næstkomandi sunnudag 28 ágúst og hefst klukkan tvö eftir hádegi.Gómsætar kökur og gott verð.Starfsfólk Hótels Djúpavíkur biður alla hjartanlega velkomna á þetta síðasta kökuhlaðborð sumarsins.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. ágúst 2011

Leitum seinkað um viku í Árneshreppi.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.
Nokkrir bændur fóru framá það við Hreppsnefnd Árneshrepps að seinka leitum í um eina viku frá því sem venjulegt er,og varð hreppsnefnd við því.Bændur telja að vegna kuldanna í vor og framá sumar og heyskapur var mjög seint í sumar og enn eiga nokkrir bændur eftir að slá seinnislátt (há),og tún lítið farin að spretta aftur til að hafa fé af fjalli á túnum og vika gæti gert mikið uppá að beit lagist fyrir fé sem kemur af fjalli og haft oft í um hálfan mánuð þar til slátrun hefst.

Þannig að fyrsta leitarsvæðið í Árneshreppi það er norðursvæðið (Ófeigsfarðar svæðið),verður leitað 16 og 17 september,og réttað í Melarétt þann 17 september.Og því verður syðra svæðið smalað viku seinna og réttað í Kjósarrétt 24 september.

Hér á vefnum til vinstri fyrir ofan fleiri fréttir undir Leitir haustið 2011 má sjá fjallskilaseðilinn.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. ágúst 2011

Jón Jónsson fékk Landstólpann.

Aðalsteinn Þorsteinsson Jón Jónsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir.Mynd er af vef Byggðastofnunar.
Aðalsteinn Þorsteinsson Jón Jónsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir.Mynd er af vef Byggðastofnunar.

Á ársfundi Byggðastofnunar á Sauðárkróki í gær var í fyrsta sinn afhent samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar - Landstólpinn, en ætlunin er að sú viðurkenning verði afhent árlega í framtíðinni. Óskað var eftir tilnefningum um einstakling, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag, síðastliðið vor. Sérstök dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar sem bárust og ákvað að veita Jóni Jónssyni á Kirkjubóli, menningarfulltrúa Vestfjarða, viðurkenninguna að þessu sinni.

Í rökstuðningi kom fram að um nokkurs konar bjartsýnisverðlaun væri að ræða og að Jón hafi með störfum sínum vakið jákvæða athygli á sinni heimabyggð og verið ötull talsmaður ferðaþjónustu og menningar á Vestfjörðum. Þá sé hann virkur í félagsstarfi og menningarlífi og að auki frumkvöðull í uppbyggingu ferðaþjónustu, menningarstofnana og fræðastarfs á svæðinu.

Jón Jónsson hefur frá hausti 2007 starfað fyrir Menningarráð Vestfjarða sem menningarfulltrúi. Hann situr jafnframt í sveitarstjórn Strandabyggðar frá 2010 og í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Jón stofnaði héraðsfréttavefinn strandir.is árið 2004 og hefur verið ritstjóri hans síðan.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
Vefumsjón