Kaffihús til leigu – einstakt tækifæri!
Hér til vinstri á vefnum er auglýsingin í heild undir Kaffihús til leigu. Tilvalið er fyrir áhugasama aðila að koma og skoða staðinn.
Kaffi Norðurfjörður er staðsett í húsi sem áður hýsti verbúð. Kaffihúsið hefur verið starfrækt fjögur sumur við góðar undirtektir ferðamanna á svæðinu. Boðið hefur verið uppá kaffi, meðlæti, mat og skemmtun. Öll aðstaða er eins og ný og til fyrirmyndar.
Við mat á umsækjendum verður litið til fyrri reynslu þeirra í álíka starfsemi auk hugmynda viðkomandi um hvernig kaffihúsið geti stutt við ferðaþjónustu í Árneshreppi.
Frekari upplýsingar veitir oddviti Árneshrepps í síma 4514001 (Oddný) arneshreppur@simnet.is.
Sjónvarpslaust var í gærkvöld.
Ástæðan var bilun að Hnjúkum við Blönduós þar sem sendir gaf sig einhvern tímann á milli fimm og sex í gær.Starfsmenn Mílu sem þjónustar stöðina fyrir RÚV fóru á staðinn á milli sex og sjö í gærkvöld og fundu strax út að sendirinn væri bilaður og skiptu um hann og tók það talsverðan tíma, en samt styttri en reiknað var með í upphafi viðgerðar,því sjónvarp komst á aftur um klukkan 22:22 í gærkvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra.Sjónvarpslaust var á þessu svæði í um sex til sjö tíma.
Snjómokstur hefur áhrif á samkeppnisstöðu.
„Við erum með hörmulegar vetrarsamgöngur hér í Djúpavík. Snjómokstur til okkar var skorinn niður um 50% þegar kreppan skall á árið 2008. Það er ömurlegt að lítið samfélag eins og okkar, sem aðeins hafði mokstur tvisvar í viku, skuli vera komið niður í eitt skipti í viku. Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif og ekki síst á samkeppnisstöðu okkar gagnvart öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum í kringum okkur. Það er til dæmis mokað allan veturinn, bæði til Drangsness og til Bjarnarfjarðar," segir Eva Sigurbjörnsdóttir í viðtali við bb.is,sem rekur Hótel Djúpavík í Árneshreppi ásamt eiginmanni sínum Ásbirni Þorgilssyni. Rekstur hótelsins hefur gengið vel í sumar þrátt fyrir að veðrið hafi verið að stríða íbúum í Djúpavík í byrjun sumars.
Nánar hér á BB.ÍS
Fyrsta sérmerkta bílastæðið fyrir fatlaða á Hólmavík.
Hlutabréfakaup í Vesturferðum.
Ferðamálasamtök Vestfjarða eiga nú 70,2% hlut í ferðaskrifstofunni Vesturferðir. Samtökin bjóða nú til sölu hluta af eignaraðild sinni í félaginu þannig að eftir standi eignarhlutdeild upp á um 25%. Þegar andvirði seldra hluta Ferðamálasamtakanna hefur fengist frá væntanlegum kaupendum ganga frekari greiðslur til hlutafjáraukningar í Vesturferðum ehf. Þér eða fyrirtæki þínu stendur til boða að kaupa hlut í félaginu.
Heildarhlutir sem seldir verða nema kr. 7.000.000. Hlutafjáraukning í Vesturferðum verður kr. 2.510.000 og endurseldir hlutir, sem Ferðamálasamtökin keyptu síðastliðið vor af Hótel Ísafirði hf. og Flugfélagi Íslands hf., nema kr. 4.490.000.
Nánar á www.vestfirskferdamal.is
Barnamót HSS sunnudaginn 21. ágúst.
Börn 8 ára og yngri: 60 m. hlaup, boltakast og langstökk.
Börn 9 til 10 ára:60 m. hlaup, boltakast og langstökk.
Börn 11 til 12 ára: 60 m. hlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk og hástökk
Framkvæmdastjóri HSS tekur á móti skráningum á mótið, en einungis verður tekið við skráningum í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 20. ágúst.
Eftir mótið verða veitingar á Drangsnesi með því að fírað verður upp í grillinu - allir fá pylsur, drykk og tilheyrandi meðlæti!
Fjölmennum nú öll á Barnamótið á Drangsnesi og hvetjum krakkana til dáða!
Mikil úrkoma.
Íslandsmeistaramót í hrútadómum.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 8. til 15. ágúst 2011.
Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu, þrjár bílveltur og eitt minniháttar óhapp á Ísafirði.
Tvær bílveltur urðu á Örlygshafnarvegi, á svokölluðu Hafnarfjalli á leið út á Látrabjarg. Mánudaginn 8. ágúst og þriðjudaginn 10. ágúst. Um var að ræða erlenda ökumenn á ferð. Í báðum þessum tilfellum var ekki um slys á fólki að ræða, en báðir bílarnir óökuhæfir og báðir fluttir af vettvangi með krana. Þriðjudaginn 9. ágúst varð bílvelta á Innstrandarvegi í Hrútafirði við Kollsá. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Hvammstanga til skoðunar og reyndust þeir lítið sem ekkert slasaðir. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Væntanlega er ástaða þessara óhappa lausamöl á vegi og ökumenn ekki vanir að aka við þessar aðstæður.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni, einn í nágrenni við Hólmavík og tveir við Ísafjörð, sá sem hraðast ók, var mældur á 128 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Ein líkamsárást var tilkynnt til lögreglu um liðna helgi.