Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. september 2011 Prenta

Sóknaráætlun Vestfjarða.

Kort vatnasvæði Hvalár.Virkjun í Hvalá er í þriðja sæti hjá FV.
Kort vatnasvæði Hvalár.Virkjun í Hvalá er í þriðja sæti hjá FV.
Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Bolungarvík 2.-3. september 2011 tók fyrir verkefni vegna Sóknaráætlunar landshluta, en áætlunin er hluti af verkefni ríkisstjórnar, Ísland 20/20.  Í aðdraganda fjórðungsþingsins fór fram forval á verkefnum í samvinnu við sveitarfélög og hagsmunaaðila á Vestfjörðum,  verkefnunum var síðan forgangsraðað á þinginu. Verkefnin taka viðmið af forsendum áætlunarinnar Ísland 20/20 og samkvæmt tilmælum fjármálaráðuneytis vegna undirbúnings fjáralagagerðar.  Miðað var við val á allt að sjö verkefnum sem ætlað er að verða hluti af fjárlögum fyrir árið 2012. 

 

Niðurstaða þingsins að verkefnunum skuli raðað í eftirfarandi forgangsröð:1. Sókn í samgöngum Vestfjarða. 2. Auðlindasjóður. 3. Virkjun í Hvalá. 4. Framhaldsskóladeild á Hólmavík. 5. Umhverfisvottun Vestfjarða. 6. Háskóli hafsins.7. Efling heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði

Verður þessum verkefnum skilað inn til fjármálaráðuneytisins sem verkefni vegna Sóknaráætlun landshluta fyrir Vestfirði, föstudaginn 9. september næstkomandi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
Vefumsjón