Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. september 2011 Prenta

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli 7 og 8 október.

Flugbrautin Gjögurflugvelli.Kort Mynd Isavia.
Flugbrautin Gjögurflugvelli.Kort Mynd Isavia.

Helgina 8.-9. október næstkomandi fer fram flugslysaæfing á Gjögurflugvelli  í Árneshreppi. Æfingin stendur yfir í tvö daga og verður fræðslunámskeið fyrri daginn og æfing þann síðari. Allir þeir einstaklingar sem eru á útkallslista Almannavarna vegna flugslysa, verða boðaðir á æfinguna. Einnig verður óskað eftir sjálfboðaliðum til að leika sjúklinga á æfingunni. Fjögur ár eru liðin frá því slík æfing var haldin á Gjögurflugvelli. Tilgangurinn með flugslysaæfingum er að samhæfa viðbrögð allra hluteigandi aðila svæðinu og sannreyna virkni flugslysaáætlunar.
Dagskráin verður þessi:
 Á föstudaginn 7 október:Kl.16:00 Æfingin sett í félagsheimilinu í Trékyllisvík.Kynning á æfingunni.Skyndihjálp,umönnun slasaðra,mat á slösuðum.Kaffihlé.Búið um sjúklinga,frágangur á börur.Verklegar æfingar í fyrstu hjálp.Áætlað er að æfingunni á föstudagskvöld ekki seinna en um klukkan 20:00.

Á laugardag:

KL 09:30.Frekari æfingar í ummönnun og meðferð sjúklinga.Kaffihlé.Förðun sjúklinga.Kynning á hvernig vettvangurinn lítur út.KL.12:00.Æfingin hefst.Æfingu líkur.Þegar æfingu  líkur fara allir í félagsheimilið og fá sér hressingu.Síðan verður farið yfir gang æfingarinnar og rætt um hvað vel fór og miður.Í framhaldi af því verður æfingunni slitið.Það gæti verið í kring um kl.15:00

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón