Bændur hafa hug á að hefja slátt.
Nú á föstudaginn kólnaði aftur með norðlægum áttum og þokulofti og súld með köflum og er spáð fremur svölu veðri fram í vikuna og með einhverri úrkomu.
Björn bóndi Torfason á Melum sló tvö tún í liðinni viku og gat rúllað það á fimmtudaginn,áður en norðanáttin og súldin komu daginn eftir,á þessi tún verður borin áburður aftur.
Eftir þessu mun slætti hér í Árneshreppi seinka í um hálfan mánuð miðað við í fyrra.
Enn bændur munu hefja slátt fyrir alvöru um leið og veður leifir.