Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. ágúst 2011

Mikil úrkoma eftir nóttina.

Lækir sáust í morgun sem sjást yfirleitt ekki fyrr en í september.
Lækir sáust í morgun sem sjást yfirleitt ekki fyrr en í september.
Það rigndi mikið hér á Ströndum í nótt.Það er engu líkara að veðurguðirnir hafi opnað fyrir flóðgættirnar nú í byrjun ágúst eftir þurran júlí.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík eftir nóttina,eða frá kl.18:00 í gær til 09:00 í morgun mældist 39,0 mm og var það mesta úrkoman á landinu eftir nóttina.Næst mest úrkoma mældist í Bolungarvík  11,7 mm.

Fyrsti dagur ágúst var þurr enn síðan hefur verið rigning eða súld.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. ágúst 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25. júlí til 1. ágúst 2011.

29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.
29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.

Engin stórtíðindi voru hjá lögreglunni á Vestfjörðum, þrátt fyrir mjög mikla umferð og mikinn fjölda fólks alls staðar á svæðinu. Það sem helst má til tína, er að ekið var á tvær kindur og eitt lamb. 29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðast ók mældist á 130 km/klst. og þakkaði lögreglumanni fyrir að stöðva akstur sinn, með þeim orðum að hann hafi verið sofandi og ekki vaknað fyrr en farþegar hans bentu honum á að lögreglan væri að gefa honum merki um að stöðva. 2 ökumenn voru kærðir fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir meintan ölvunarakstur. 6 umferðaróhöpp urðu, þar af tvö þar sem fólk slasaðist minni háttar.

Á dansleik í Íþróttahúsinu á Torfnesi varð það slys að einn gesta fór upp á sviðið, en ekki fór betur en svo að hann datt fram af sviðinu og lenti illa á andlitið. Meiðsli hans voru talin það alvarleg að hann var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað um líðan mannsins á þessari stundu.

Sunnudaginn 31. júlí klukkan 23:52 er tilkynnt til lögreglu um tvo kajakræðara sem farið var að óttast um. Þeir lögðu upp frá Flateyri og ætluðu í Staðardal og til baka aftur. Þegar þeir skiluðu sér ekki aftur á boðuðum tíma var hafin eftirgrennslan, en síðan formleg leit. Þyrla LHG var komin til Ísafjarðar til að aðstoða við leitina. Klukkan 03:48 um nóttina fann Björgunarsveitin í Bolungarvík mennina við Galtarvita í heimsókn þar hjá fólki sem heldur til þar. Ferðaáætlunin því ekki virt á því ferðalagi.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. ágúst 2011

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2011.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Veðrið í Júlí 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var fremur svalur fram til tíundu.Norðlægar vindáttir með þokulofti oftast og súld með köflum,hitinn komst þó yfir tíu stig þegar þokunni létti hluta úr dögum.

Þann 11 snérist vindur í SV með þurru og hlýju veðri,síðan breytilegar vindáttir.Þann 15 snérist vindur aftur til Norðlægrar vindáttar og með þokusúld með köflum og kólnaði þá verulega í 3 daga sem vorkuldi í maí væri,og var norðlæg átt fram til 19.Frá 20 voru hafáttir eða breytilegar með þurru og hlýju veðri fram til 26,en úrkoma var 24-25 og 26.Þá snérist til suðlægra vindátta í 3 daga.Mánuðurinn endaði með Norðvestan og þokulofti.

Mánuðurinn var mjög þurr í heild,þótt oft hafi verið rakt í þokuloftinu og lítill þurrkur.

Fjöll talin auð þann 18 eða mánuði seinna en í fyrra.

Bændur byrjuðu ekki almennt slátt fyrr enn eftir 20, sem er vel hálfum mánuði seinna en í venjulegu árferði.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. júlí 2011

Borgarísjaki.

Borgarísjaki.Úr myndasafni 15-05-2008.
Borgarísjaki.Úr myndasafni 15-05-2008.
Skip tilkynnir í dag 31-07-=kl.08:45 stórann ísjaka á POS: 66°48.6N - 023°03.7W. Staðsetning ca. 22 sml N af Straumnesi. Segir hann ca. 300m², lélegt skyggni á staðnum en vel sjáanlegur á radar.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. júlí 2011

Kökuhlaðborð á Hótel Djúpavík.

Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.
Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.
Á sunnudaginn um verslunarmannahelgi, þann 31. júlí, verður eitt af kökuhlaðborðum sumarsins haldið á Hótel Djúpavík. Slík hlaðborð eru reglulega yfir sumarið og er enginn svikinn af þeim gómsætu kökum og kræsingum sem þar eru í boði. Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júlí 2011

Verslunarmannahelgi í Trékyllisvík!

Hljómsveitin Blek og Byttur sem gerði mikla lukku í fyrra.
Hljómsveitin Blek og Byttur sem gerði mikla lukku í fyrra.

Helgin byrjar á því að á föstudagskvöldið 29. Júlí standa þær Melasystur

að allsherjartónlistarveislu á Kaffi Norðurfirði. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00! Kostar 1000 krónur inn.

Laugardagskvöldið  30. Júlí verður síðan ekta sveitaball í félagsheimilinu þar sem gleðin mun ríkja frá  23.00 fram á rauða  nótt (03.00). Þar mun stíga á stokk hljómsveitin góðkunna, Blek og Byttur sem trylltu lýðinn svo eftirminnilega í fyrra! Miðaverðið eru litlar 3000 krónur, svo dragðu fram seðlaveskið og blankskóna og skelltu þér á alvöru sveitaball!

Helginni líkur síðan á klassísku Pub-quizi á Kaffi Norðurfirði sunnudagskvöldið 31. júlí. Þar mun reyna á eftirstandandi heilasellur í spurningakeppni þar semspurt er um allt milli himins og jarðar! Keppnin hefst klukkan 21.00.

HÉR Í Árneshreppi verður fjörið  um verslunarmannahelgina.
Góða gleði og skemmtun.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júlí 2011

Hafísinn næst landi 40 sjómílur frá Straumnesi.

Ratsjármynd frá 26-07-2011.kl 22:47.
Ratsjármynd frá 26-07-2011.kl 22:47.
Samkvæmt korti frá Hafísdeild Háskóla Íslands  er ísinn næst landi rúmlega 40 sjómílur NV af Straumnesi en litlu flekkirnir sem sjást sem spurningamerki  er sett við er mjög erfitt að greina hvort þetta er ís eða ekki sem  eru í  35 sjómílna fjarlægð NV frá Deild.Segir Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá HÍ.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júlí 2011

Guðsþjónusta í Árneskirkju.

Guðsþjónusta verður í Árneskirkju sunnudaginn 31 júlí kl:14:00.
Guðsþjónusta verður í Árneskirkju sunnudaginn 31 júlí kl:14:00.

Eins og venjulega undanfarin ár verður guðsþjónusta um verslunarmannahelgina í Árneskirkju

sunnudaginn 31. júlí, kl. 14:00.

Þekkt tónlistarfólk sem statt verður

á svæðinu tekur þátt í messunni.

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. júlí 2011

Fréttatilkynning frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Eldur af gáleysi og af mannavöldum.
Eldur af gáleysi og af mannavöldum.

Að morgni sunnudagsins 24. júlí s.l. kom upp eldur í íbúð í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Eldurinn var minni háttar og skemmdir litlar. Við rannsókn þess máls kom í ljós að um gáleysislega meðferð elds var að ræða og telst málið að fullu upplýst.

Klukkan 04:40 aðfaranótt mánudagsins 25. júlí var tilkynnt um eld í einbýlishúsi á Patreksfirði. Mjög mikla skemmdir urðu þar og má telja húsið ónýtt eftir brunann. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum hefur unnið að rannsókn þess eldsvoða. Upptök eldsins þar eru af mannavöldum og liggja játningar fyrir þar um. Við rannsókn málsins hafa 4 aðilar notið réttarstöðu sakbornings. Málið telst að fullu upplýst.Segir í fréttatilkynningu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. júlí 2011

Vikan hjá Lögreglunnar á Vestfjörðum 18. til 24. júlí 2011.

Bruni - ekið á fé - of hraður akstur og fleira í dagbók lögreglu.
Bruni - ekið á fé - of hraður akstur og fleira í dagbók lögreglu.

Á þriðjudeginum var slökkvilið og lögregla kölluð til að sveitabæ í Önundarfirði. Þar hafði gestkomandi kveikt eld í rusli og var að byrja að brenna sinu. Bannað er að kveikja opinn eld á víðavangi nema með sérstöku leyfi. Slökkviliðið slökkti eldinn, ekkert tjón varð af. Þá var kveikt í ruslatunnu sem er á bryggjunni á innri höfninni á Ísafirði. Tunnan var ónýt, en vegfarendur slökktu eldinn. Þriðja brunaútkallið var svo klukkan 12:59 á laugardeginum. Þar kviknaði í kodda og rúmdýnu í íbúð við Fjarðarstræti á Ísafirði. Minni háttar skemmdir urðu þar. Búið var að slökkva eldinn er slökkvið kom á staðinn, en þeir reykræstu íbúðina. Þá hafði lögreglan afskipti af eldi á víðvangi í Patreksfirði á fimmtudeginum. Þar var bóndi að brenna rusli og rolluhræi, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. S.l nótt kviknaði svo í mannlausu húsi á Patreksfirði. Húsið er gjörónýtt eftir brunann. Eldsupptök eru ókunn. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum.

Í vikunni var ekið á eina rollu og tvö lömb. 7 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. 29 kærur voru sendar umráðamönnum ökutækja fyrir að leggja bifreiðum sínum ranglega. Þá hafa númeraplötur nokkurra bifreiða verið teknar þar sem lögbundnar tryggingar hafa ekki verið i lagi. Lögreglan á Vestfjörðum hefur að undanförnu unnið ötullega að því herða á ýmsum reglum varðandi ökumenn, s.s. hraða ökutækja, bifreiðum ólöglega lagt, ótryggðum og óskoðuðum bifreiðum ,farsímanotkun og notkun öryggisbelta. Þessu átaki verður áfram haldið næstu vikurnar.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Slegið up fyrir grunni.04-09-08.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
Vefumsjón