Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. júlí 2011

Bændur hafa hug á að hefja slátt.

Frá heyskap á Melum.Myndasafn.
Frá heyskap á Melum.Myndasafn.
Bændur hér í Árneshreppi hafa orðið hug á að hefja slátt enn um þetta leyti var sláttur langt komin í fyrra.Grasspretta hefur lagast talsvert síðustu daga eftir að hiti var orðinn loks sæmilegur nú fyrr í mánuðinum eða frá 10 til 14 júlí enda nógur raki í jörð.

Nú á föstudaginn kólnaði aftur með norðlægum áttum og þokulofti og súld með köflum og er spáð fremur svölu veðri fram í vikuna og með einhverri úrkomu.

Björn bóndi Torfason á Melum sló tvö tún í liðinni viku og gat rúllað það á fimmtudaginn,áður en norðanáttin og súldin komu daginn eftir,á þessi tún verður borin áburður aftur.

Eftir þessu mun slætti hér í Árneshreppi seinka í um hálfan mánuð miðað við í fyrra.

Enn bændur munu hefja slátt fyrir alvöru um leið og veður leifir.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. júlí 2011

Vorkuldi.

Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.
Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.
Enn er kalt hér á Norður Ströndum algjör vorkuldi þótt júlí sé.

Hitinn á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur aðeins farið uppí síðustu tvo daga átta til níu stig hluta úr degi og niður í 4 stig á nóttinni í þokubrælunni.Nú klukkan níu í morgun var aðeins 5,1 stigs hiti í Litlu-Ávík.

Samkvæmt Gagnabrunni Veðurstofu Íslands var kaldast á láglendi á landinu í nótt á Blönduósi 1,1 stig  og á Hornbjargsvita fór hitinn niðrí 3,4 stig.Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. júlí 2011

Kaldast á Gjögurflugvelli.

Mælaskýlið í Litlu-Ávík.Kaldast var á Gjögurflugvelli 4,3 stig.
Mælaskýlið í Litlu-Ávík.Kaldast var á Gjögurflugvelli 4,3 stig.
Í gær kólnaði heldur betur í veðri hér á Ströndum og víðar á Norðurlandi.

Í gær var komin norðan og eða norðvestan með súld með köflum og þokulofti.

Í morgun var svipað veður og er spáð eitthvað svipuðu veðri,heldur kólnandi ef eitthvað er.

Kaldast eftir síðastliðna nótt á láglendi var á Gjögurflugvelli 4,3 stig og á Hornbjargsvita 4,5 stig og í Litlu-Ávík 4,8 stig,samkvæmt Gagnabrunni Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. júlí 2011

Flóabardagi á Ströndum.

Bærinn í Drangavík.
Bærinn í Drangavík.
Svokallaður Flóabardagi fer fram í fyrsta sinn á Ströndum í ágúst. Um er að ræða 60 kílómetra langa leið sem verður hjóluð, hlaupin og vaðin. Keppnin hefst 13. ágúst kl. 10 við kaupfélagið á Norðurfirði þaðan sem hjólað verður inn að Hvalá í Ófeigsfirði. Þar munu keppendur stíga af hjólinu og vaða yfir ána sem er bæði breið og köld. Þaðan verður hlaupið inn Drangavík og þar munu keppendur einnig þurfa að vaða yfir Drangavíkurá.
Þaðan verður lagt á Drangaháls og hlaupið niður að norðanverðu, að Drangabænum, þar sem keppni lýkur. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Slysavarnafélagið í Árneshreppi verður með gæslu og þjónustu á leiðinni ásamt heimamönnum. Þá verður hraðbátur til taks ef keppendur lenda í vandræðum á leið sinni yfir vöðin.
Þetta kom fram á vef Bæjarins Besta í gær. 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. júlí 2011

Um helmingi færri farþegar.

Sædísin í Reykjarfirði á Ströndum.
Sædísin í Reykjarfirði á Ströndum.
Það hefur gengið vel að komast á Hornstrandir vegna veðurs frá Norðurfirði það sem af er júlí,sæmilegt í sjóinn og hægviðri enn þokuloft langt niðrí hlíðar þar til fyrir nokkrum dögum og nú er mjög hlítt í veðri og hið besta veður.

Enn að sögn Reimars Vilmundarsonar vantar bara ferðafólkið,einn og einn hópur kemur og nokkrir einstaklingar.

Reimar segist vera búin að flytja um helmingi færri norður á Strandir en í fyrra á sama tíma.

Áætlað er að síðasta ferð sumarsins frá Norðurfirði verði 7 ágúst og þann dag sigli Sædísin heim til Bolungarvíkur.
Eins og staðan er í dag er ekki áætlað að vera með siglingar frá Norðurfirði næsta sumar.
www.freydis.is

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. júlí 2011

Stefnir í 16 til 17 stiga hita í dag.

Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Loks er komið sumarveður hér á Ströndum Norður.Hitinn í gær komst yfir þrettán stig seinnipartinn þegar þokuloftinu linnti.

Strax í morgun klukkan níu var hitinn komin í 13,4 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,í suðvestan gjólu,reyndar fór hiti niðrí 5,4 stig í nótt,enda léttskýjað.

Það sem af er júlí hefur verið fremur svalt og þokuloft og súld  með köflum,þó hefur hiti komist yfir tíu stigin fjórum sinnum fyrr í mánuðinum þegar þokuloftinu hefur slotað um tíma yfir daginn.

Tún eru lítið sprottin enn ættu að lagast ef hitinn verður hærri en hefur verið yfirleitt í mánuðinum.

Ferðafólk hefur verið í lágmarki það sem af er júlí mánuði,enn þó voru tvö ættarmót haldin hér í Árneshreppi um liðna helgi,og var þá nokkur fjöldi ferðamanna.

Nú ætti ferðafólki að fjölga í hreppnum aftur ef hiti verður góður áfram í suðlægum vindáttum,annars er spáð kólnandi veðri aftur í vikulok.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. júlí 2011

Enn hækkar rafmagn á Vestfjörðum.

Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða á Hólmavík.
Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða á Hólmavík.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkusölu hækkaði um 2,8% frá og með 1. júlí 2011.
Þetta gildir um alla liði verðskrárinnar nema ótryggða orku.
Þessi hækkun verðskrár er nauðsynleg til þess að mæta hækkun á heildsölugjaldskrá Landsvirkjunar um 2,8% frá 1. júlí.
Þrátt fyrir þessa hækkun verður Orkubú Vestfjarða áfram með eitt lægsta auglýsta raforkuverð á landinu.
Verðskrá OV fyrir raforkusölu má finna hér.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. júlí 2011

Ferðamannafjöldi misjafn á Ströndum.

Á Hótel Djúpavík hefur gengið vel sem af er sumri.
Á Hótel Djúpavík hefur gengið vel sem af er sumri.
Ívið fleiri ferðamenn eru á Vestfjörðum í ár en í fyrra. Íslendingar eru færri, en erlendir gestir þeim mun fleiri. Tíðafar á Hornströndum hefur verið afleitt. Misjöfnum sögum fer af því hvernig sumarið hefur verið í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum. Á Hótel Djúpavík hefur gengið prýðilega.

Norðar, þar sem Reimar Vilmundarson siglir með gönguhópa frá Norðurfirði á Hornstrandir, hefur sumarið verið afleitt og ekki eins slæmt síðan hann byrjaði árið 2003. Hann ;sagði í viðtali við RÚV í gær,að ekkert ferðaveður hafa verið á sjónum og að margir hafi afbókað auk þess sem ekki sé hægt að sigla suma daga. Fólk sé tímabundið og geti ekki leyft sér svona tafir.

Landvörðurinn á Hornströndum ;segir einnig í viðtali við RÚV,júnímánuð hafi verið erfiðan og kaldan. Sumarið sé þó ekki nema tíu dögum seinna en venjulega, enda séu Hornstrandir yfirleitt ekki að vakna fyrr en um tuttugasta júní. Á ferðaskrifstofunni Vesturferðum á Ísafirði hefur sumarið gengið vel þrátt fyrir kaldan júní. Metfjöldi er í komum skemmtiskipa til Ísafjarðar. Íslendingar hafa verið seinni á ferðinni en erlendir gestir þeim mun fleiri. Heildarfjöldi farþega er því svipaður eða ívið meiri en í fyrra. Og af Galdrasýningunni á Ströndum er afar svipaða sögu að segja.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. júlí 2011

Búnaðarblaðið Freyja.

Síðsumars mun nýtt búnaðarblað hefja göngu sína.
Síðsumars mun nýtt búnaðarblað hefja göngu sína.
Síðsumars mun nýtt búnaðarblað hefja göngu sína. Blaðið hefur hlotið nafnið Freyja til heiðurs Frey sem gefin var út í rúm 100 ár þar til fyrir nokkrum árum síðan. Útgáfufélagið Sjarminn mun gefa blaðið út en að bak því standa Axel Kárason, Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir sem öll hafa numið landbúnaðarfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og er áhugafólk um framþróun innlends landbúnaðar. Jafnframt sjá þau um ritstjórn blaðsins.

Í Freyju verður miðlað hagnýtu fræðsluefni tengdu landbúnaði. Fyrsta árið mun Freyja koma fjórum sinnum út á ári og verður efni hvers blaðs nokkuð tengt árstíðum hverju sinni. Ýmsir fastaliðir verða í blaðinu þar sem sögunni verða gerð skil sem og að skyggnst verður út fyrir landssteinana. Meginuppistaða hvers blaðs verður þó ætíð fræðsluefni þar sem fræðimönnum og ráðgjöfum á sviði landbúnaðar gefst kostur á að miðla fróðleik til lesenda blaðsins.

Að baki ritstjórn er ritnefnd sem í sitja Gunnar Guðmundsson, sviðstjóri hjá Bændasamtökum, Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðarsafni Íslands, Emma Eyþórsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands, Magnús B. Jónsson, nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökunum og Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Leiðbeiningamiðstöðinni í Skagafirði.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2011

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2011.

Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Veðrið í Júní 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu daga mánaðar var vindur vestlægur,síðan Norðan og NA út mánuðinn,nema síðasta dag mánaðar,með úrkomu,slyddu snjóéljum rigningu og súld og þokulofti.Hiti komst í 10 til 11 stig dagana 3 og 4,annars mjög svalt.Snjó og slydduél voru dagana 8 og 15 og snjóaði þá niður undir byggð.Slydda var um tíma þann 10.Mánuðurinn endaði síðan á síðasta degi mánaðarins með austlægri vindátt og léttskýjuðu veðri með ágætis hita loks.Tún hafa síðustu daga mánaðar tekið við sér á ný og aðeins farin að spretta.Einnig er úthagi farin að lagast.Eins og sjá má á meðalhita við jörð var mánuðurinn mjög kaldur.

Það mætti halda að verið væri að lýsa september veðri enn ekki júní veðri.

Dagar eða vikur:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
Vefumsjón