Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. ágúst 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 8. til 15. ágúst 2011.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og þrjár bílveltur.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og þrjár bílveltur.

Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu, þrjár bílveltur og eitt minniháttar óhapp á Ísafirði.

Tvær bílveltur urðu á Örlygshafnarvegi, á svokölluðu Hafnarfjalli á leið út á Látrabjarg. Mánudaginn 8. ágúst og þriðjudaginn 10. ágúst. Um var að ræða erlenda ökumenn á ferð. Í báðum þessum tilfellum var ekki um slys á fólki að ræða, en báðir bílarnir óökuhæfir og báðir fluttir af vettvangi með krana. Þriðjudaginn 9. ágúst varð bílvelta á Innstrandarvegi í Hrútafirði við Kollsá. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Hvammstanga til skoðunar og reyndust þeir lítið sem ekkert slasaðir. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Væntanlega er ástaða þessara óhappa lausamöl á vegi og ökumenn ekki vanir að aka við þessar aðstæður.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni, einn í nágrenni við Hólmavík og tveir við Ísafjörð, sá sem hraðast ók, var mældur á 128 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Ein líkamsárást var tilkynnt til lögreglu um liðna helgi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
Vefumsjón