Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. ágúst 2011 Prenta

1 tölublað búnaðarblaðsins Freyju komið út.

Forsíðumynd Freyju í dag.
Forsíðumynd Freyju í dag.
Fréttatilkynning:

Upp er runninn fyrsti útgáfudagur búnaðarblaðsins Freyju. Fyrir rúmum 100 árum kom forveri Freyju, Freyr fram á sjónarsviðið. Á þeim tíma voru ungmennafélög að verða til í hverri sveit og með þeim fóru um vindar samvinnu, bjartsýni og framtakssemi. Það má kannski segja að Freyja sé eins konar ungmennafélag, því þrátt fyrir að hennar aðstandendur séu á öllum aldri, þá hafa viðhorf þeirra allra einkennst af þessum þáttum sem áður voru taldir upp. Þá ber að geta þess að hvergi hafa forsvarsmenn Freyju komið að lokuðum dyrum er leitað hefur verið eftir aðstoð við þessa útgáfu. Það sýnir að í mörgum hornum  íslensk landbúnaðar er dugmikið fólk sem tilbúið er til þess að leggja sitt af mörkum til að vinna sér og samferðarmönnum sínum heil.

 

Í þessu fyrsta tölublaði Freyju kennir ýmissa grasa. Loðdýr, nautgripir og sauðfé eru þær skepnur sem fá hvað mest plássið í þetta skipti, auk þess sem gefin eru góð ráð við garðrækt og farið yfir mikilvægi þess að varðveita þekkingu. Sérstök athygli er vakin á fyrstu pistlunum frá Daða Má Kristóferssyni og Ingvari Björnssyni, og hvetja lesendur til að grípa boltann sem kastað er á loft þar og blanda sér inn í þessa þörfu umræðu á uppbyggilegan hátt.

Veffang útgáfufélagsins er www.sjarminn.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
Vefumsjón