Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. ágúst 2011
Prenta
Jeppi brann sunnan Veiðileysu.
Slökkviliðið á Hólmavík og á Drangsnesi var kallað út laust eftir hádegi í dag, þar sem tilkynnt var um að kviknað hefði í bifreið sunnan við Veiðileysu í Árneshreppi.
Að sögn lögreglunnar á Hólmavík, var ökumaður jeppans einn og slapp hann ómeiddur. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en eldsupptök eru ókunn. Bifreiðin brann til kaldra kola eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Halldór Höskuldsson á Drangsnesi tók við slökkvistörf. Málið er nú í rannsókn.