Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. júní 2011

Úrslit frá skákhátíðinni í Árneshreppi.

Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
1 af 3
Skákmótið sem haldið var um síðustu helgi í Árneshreppi gekk vel og var margt um manninn,hér kemur yfirlit um úrslit sem Hrafn Jökulsson sendi vefnum: Skákmótið endaði í Kaffi Norðurfirði, sunnudaginn 19. júní. Þar sigraði Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins með miklum glæsibrag, varð efstur 40 keppenda og skákaði Jóhanni Hjartarsyni, stigahæsta skákmanni Íslandssögunnar, Rúnari Sigurpálssyni nýbökuðum Trékyllisvíkurmeistara og fleiri sterkum skákmönnum á öllum aldri. Gleðin ríkti og sólin lét meira að segja sjá sig á Ströndum.
 
Hátíðin hófst á föstudag, 17. júní, þegar Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Meistarinn tefldi klukkufjöltefli á 9 borðum, og hafði 20 mínútna umhugsunartíma. Róbert hafði því í raun aðeins rúmlega tvær mínútur að meðaltali fyrir hverja skák, og varð viðureignin því æsispennandi. Leikar fóru svo að Róbert sigraði í 8 skákum en gerði jafntefli gegn Kristjáni Albertssyni, Melabónda, sem um langt skeið hefur verið meðal sterkustu skákmanna á Ströndum.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. júní 2011

Mótaþrenna á Ströndum: Teflt í Hótel Djúpavík, samkomuhúsinu Trékyllisvík og Kaffi Norðurfirði.

Frá skákmóti í fyrra.Mynd Hrafn.
Frá skákmóti í fyrra.Mynd Hrafn.

Skákhátíð á Ströndum hefst með tvískákmóti í Hótel Djúpavík, föstudaginn 17. júní klukkan 20. Daginn eftir klukkan 13 verður hið árlega stórmót, sem stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson hafa unnið síðustu árin. Ákveðið hefur verið að færa mótið úr gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík í hið vistlega samkomuhús í Trékyllisvík. Þar verður keppt um 100 þúsund króna verðlaunapott, auk glæsilegra vinninga frá 66 Norður, Eddu, Forlaginu, Senu, Henson, Sögum útgáfu, UMF Leifi heppna o.fl.

Á laugardagskvöld fer fram ,,landsleikur" í fótbolta, þar sem gestir hátíðarinnar keppa við knáa liðsmenn úr Ungmennafélaginu Leifi heppna. Áhugasamir liðsmenn eru því beðnir um að taka með sér viðeigandi skó.

Á sunnudaginn klukkan 13 verður svo glæsilegur lokapunktur settur á skákhátíðina með hraðskákmóti í Kaffi Norðurfirði.

Veðurspá fyrir helgina er ágæt, og ekki mun væsa um keppendur á hlýlegum og skemmtilegum mótsstöðum.

Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. júní 2011

Jón Sigurðsson forseti á frímerki.

Tvennir tímar - Jón yngri og eldri var talin hefðbundin og mjög vel unnin.
Tvennir tímar - Jón yngri og eldri var talin hefðbundin og mjög vel unnin.
Nafn Jóns Sigurðssonar forseta er órjúfanlega tengt stofnun þjóðríkis á Íslandi. Hann hóf friðsama baráttu fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði Íslands um miðja 19. öld og bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína sem foringi Íslendinga.

Í tilefni þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta fól Alþingi forsætisráðherra að skipa nefnd til að undirbúa hvernig minnast mætti afmælisins. Afmælisnefndin fór þess á leit við Íslandspóst að minnast afmælisins með frímerkjaútgáfu. Íslandspóstur varð við þessari beiðni enda hafi frímerki verið gefin út á 100 ára og 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.

Efnt var til samkeppni um frímerkjahönnun í samstarfi við Félag íslenskra teiknara (FÍT). Fyrstu verðlaun hlaut Borgar Hjörleifur Árnason. Tillaga hans „Tvennir tímar - Jón yngri og eldri" var talin hefðbundin og mjög vel unnin.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011

Íslandspóstur hækkar verð undir bréf frá og með deginum í dag.

Verð hækkar í dag undir bréf.
Verð hækkar í dag undir bréf.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um hækkun á verðskrá og munu bréf 50 g. og undir hækka úr 75 kr. í 90 kr. Einnig munu aðrir verðflokkar bréfa hækka, að meðaltali um 20% . Verðhækkun mun taka gildi frá og með 15.júní.

Verðhækkun er nauðsynleg til að mæta magnminnkun og auknum kostnaði við dreifingu á bréfapósti. Þetta hefur einnig verið að gerast hjá póstfyrirtækjum erlendis, til að mynda hækkaði danski pósturinn verð um 45% 1.apríl síðastliðinn. Auk þess hækkaði verð á bréfapósti í Noregi verulega um síðustu áramót en þar kostar bréf undir 50 g. 298 krónur en til samanburðar kostar sama bréf 90 krónur á Íslandi eftir hækkun.

Rafræn þróun og efnahagssamdráttur hér á landi frá 2008, sem og hjá póstfyrirtækjum erlendis, hefur leitt til verulegs samdráttar í póstsendingum. Frá árinu 2008 hefur bréfamagn minnkað um 20%, jafnhliða því hefur íbúðum á öllu landinu fjölgað um tæp 4% á sama tíma og íbúafjöldi hefur aukist um 0,4%. Á þessum tíma fer samt þjónustuskylda Íslandspósts vaxandi.

Kostnaður við dreifingu hefur hækkað í samræmi við þetta, m.a. vegna þess að reglur um bréfadreifingu kveða á um dreifingu í öll hús á landinu alla virka daga ársins, líka alla sveitabæi landsins sama hversu mikið póstmagnið er. Það er skylda Íslandspósts að þjónusta allt landið en það afar kostnaðarsamt að halda úti dreifikerfi á óarðbærum svæðum. Þjónustuskylda Íslandspósts nær til um 99,8% heimila og fyrirtækja á Íslandi.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011

Borið á í snjó og slydduéljum.

Tilbúin áburður borin á tún.Myndasafn.
Tilbúin áburður borin á tún.Myndasafn.

Bændur hér í Árneshreppi voru flestir búnir að bera að mestu á tún áður en úrkomusamara varð eða um 8 til 9 júní,en margir áttu eftir að bera tilbúin áburð á tún að einhverju leyti eftir það.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík fór að bera á eitt tún á heimajörðinni sem eftir var,og hjáleiguna á Reykjanesi sem er vaninn að bera seinna á því það er yfirleitt síðast slegið, í morgun í snjó eða slydduéljum.

Það er vont áburðurinn vill klessast í áburðardreifaranum þegar áburðurinn blotnar,enn það varð bara að klára að koma áburðinum á túnin ef einhvern tíma sprettur í þessum kuldum,en ekki vantar vætuna.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011

Jón og séra Jón unnu Einarinn.

Jón Ísleifsson.
Jón Ísleifsson.
Heimildamyndin Jón og séra Jón var ein af þeim myndum sem sýndar voru á hátíðinni Skjaldborg sem haldin var nú um Hvítasunnuhelgina á Patreksfirði. Steinþór Birgisson gerði myndina sem sýnd var fyrir troðfullu húsi, en allar tökur er frá þeim tíma sem séra Jón Ísleifsson bjó í Árnesi í Trékyllisvík og þjónaði Árnessókn. Áður þjónaði Jón um tíma í Sauðlauksdal. Myndin fékk góðar viðtökur og hlaut meðal annars hin eftirsóttu áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem besta myndin að þessu sinni, en verðlaunin eru kölluð Einarinn.

Í myndinni er einkum fjallað um baráttu séra Jóns fyrir að fá að búa áfram í Árnesi og nytja hlunnindin, eftir að hann hættir sem sóknarprestur. Sagðar eru af honum margvíslegar sögur, sannar og lognar. Glíma séra Jóns við geistleg yfirvöld og söfnuð hans í Árnessókn er þó ekki endilega í brennidepli í myndinni. Miklu fremur er athyglinni beint að persónu Jóns sjálfs og glímu hans við sjálfan sig, sérvisku sína og bresti.

Augljóst er að myndin á eftir að vekja mikla athygli og umræðu þegar hún verður sýnd opinberlega.
Segir á Strandir.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011

Snjóaði í fjöll í nótt.

Snjór náði niðurundir láglendi í morgun.
Snjór náði niðurundir láglendi í morgun.
Í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík bæði kl sex og klukkan níu voru gefin upp snjóél,og náði snjór niður í ca 100 metra hæð yfir sjávarmál í fjallinu Örkinni.

Hitinn var á stöðinni kl 06:00 2,2 stig og kl 09:00 2,4 stig og hafði hitinn farið niðrí 1,8 stig um nóttina.

Oft hefur snjóað niðrí byggð um 17 júní hér í Árneshreppi þótt það sé ekki árviss viðburður.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. júní 2011

Með táning í tölvunni - sprellfjörugur gamanleikur í Trékyllisvík.

Úr leikritinu.
Úr leikritinu.
Leikfélag Hólmavíkur sýnir farsann Með táning í tölvunni eftir Ray Cooney í leikstjórn Arnars S. Jónssonar í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík 16. júní kl. 20:00. Um er að ræða lokasýningu leikritsins. Miðapantanir í síma 867-3164.
Í leikritinu segir frá Jóni Gunnari Scheving leigubílstjóra í Reykjavík og fjölskyldum hans. Jón Gunnar hefur lifað tvöföldu lífi árum saman, á tvær konur og börn með báðum. Nú er þessum lífsmáta ógnað, þegar börnin hans kynnast á netinu og áforma að hittast. Inn í fjörið fléttast leigjandinn Steingrímur og aldraður faðir hans og úr verður flækja sem vandséð er hvernig getur raknað úr.
Leikarar eru: Árný Huld Haraldsdóttir, Arnór Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Sara Jóhannsdóttir, Jónas Gylfason, Steinar Ingi Gunnarsson og Jón Jónsson.
Síðasti möguleiki að sjá þennan geggjaða gamanleik!
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. júní 2011

Skákhátíð á Ströndum fer í hönd: Skráið ykkur sem fyrst!

Frá skákhátíðinni í fyrra.Mynd Hrafn.
Frá skákhátíðinni í fyrra.Mynd Hrafn.
Fjöldi keppenda er skráður til leiks á Skákhátíð í Árneshreppi á Ströndum, 17. til 19. júní.

Hátíðin hefst með tvískákmóti í Djúpavík föstudagskvöldið 17. Júní, daginn eftir er komið að atskákmóti í Djúpavík og á sunnudaginn verður að vanda hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði.

Keppendum er í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í einum, tveimur eða þremur viðburðum. Þátttaka er í öllum tilvikum ókeypis.

Verðlaunapottur er 100 þúsund krónur, en fjöldi annarra glæsivinninga er í boði, allt frá bókum og geisladiskum til dýrgripa frá Úsbekistan og Eþíópíu. Síðast en ekki síst geta heppnir keppendur nælt sér í muni úr rekaviði eða hannyrðir heimamanna á Ströndum.

Sérstök athygli keppenda er vakin á tveimur verðlaunaflokkum, þar sem allir eiga jafna möguleika: Verðlaun fyrir best klædda keppandann og háttvísasta keppandann.

Akstur frá Reykjavík til Djúpavíkur tekur um eða innan við fjórar klukkustundir. Best er að aka um Dalina (afleggjari skammt frá Bifröst) og yfir Gilsfjörðinn. Nokkrum kílómetrum frá Reykhólum er vegurinn um Arnkötludal (Þröskuldar) og þaðan er skammt til Hólmavíkur. Vegurinn frá Reykjavík til Hólmavíkur er lagður bundnu slitlagi. Frá Hólmavík er ekið á góðum malarvegi um 60 kílómetra til Djúpavíkur.

Meðal keppenda eru Jóhann Hjartarson stórmeistari, Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands, og meistararnir Róbert Lagerman, Stefán Bergsson, Björn Ívar Karlsson, Guðmundur Gíslason, Sævar Bjarnason, Rúnar Sigurpálsson o.fl.

Nánast öll gisting í Djúpavík er nú fullpöntuð, en þar er hægt að tjalda. Þá er einnig hægt að fá gistingu annarsstaðar í Árneshreppi.

Gistiheimili Norðurfjarðar
Gistihús, uppbúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Verslun á staðnum.
Sími: 554-4089Gistiheimili Norðurfjarðar.  Gisting, uppábúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Verslun og kaffihús á staðnum. Edda, sími 554-4089.

Gistiheimilið Bergistangi.  Svefnpokagisting í rúmum, eldunaraðstaða. Verslun og kaffihús á staðnum. Margrét, sími 4514003.

Ferðaþjónustan Urðartindur, Norðurfirði. Sumarhúsaleiga, 25m2 smáhýsi fyrir 2-4 hvert og stærra sumarhús fyrir 6-8 manns og svefnpokagistingu.
Sími: 451 4017 - 843 8110Sumarhúsaleiga. 25 fermetra hús fyrir tvo til fjóra. Stærra hús fyrir 6-8 og svefnpokagistingu. Sími 8438110.

Nýir keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í hrafnjokuls@hotmail.com eða chesslion@hotmail.com. Nánari upplýsingar veitir Hrafn í síma 6950205 eða Róbert í 6969658.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. júní 2011

Sauðfjársetrið á Hólmavík opnar.

Sauðfjársetrið.Mynd strandir.is
Sauðfjársetrið.Mynd strandir.is
Sauðfjársetrið á Hólmavík opnar í dag  þann 10. júní. Opnunartíminn verður frá 12:00-18:00 í sumar. Sauðfjársetrið mun að sjálfsögðu standa fyrir mörgum, fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum í sumar eins og áður. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Sigríður G. Jónsdóttir verða að vinna á Sauðfjársetrinu og halda uppi stuðinu. "Það verður RISA kaffihlaðborð þann 17. júní, þjóðhátíðarstemming og gaman, svo verður rosalegt fjör í allt sumar," sagði Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir í samtali við fréttamann strandir.is.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
Vefumsjón