Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. júlí 2011

Stefnir í 16 til 17 stiga hita í dag.

Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Loks er komið sumarveður hér á Ströndum Norður.Hitinn í gær komst yfir þrettán stig seinnipartinn þegar þokuloftinu linnti.

Strax í morgun klukkan níu var hitinn komin í 13,4 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,í suðvestan gjólu,reyndar fór hiti niðrí 5,4 stig í nótt,enda léttskýjað.

Það sem af er júlí hefur verið fremur svalt og þokuloft og súld  með köflum,þó hefur hiti komist yfir tíu stigin fjórum sinnum fyrr í mánuðinum þegar þokuloftinu hefur slotað um tíma yfir daginn.

Tún eru lítið sprottin enn ættu að lagast ef hitinn verður hærri en hefur verið yfirleitt í mánuðinum.

Ferðafólk hefur verið í lágmarki það sem af er júlí mánuði,enn þó voru tvö ættarmót haldin hér í Árneshreppi um liðna helgi,og var þá nokkur fjöldi ferðamanna.

Nú ætti ferðafólki að fjölga í hreppnum aftur ef hiti verður góður áfram í suðlægum vindáttum,annars er spáð kólnandi veðri aftur í vikulok.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. júlí 2011

Enn hækkar rafmagn á Vestfjörðum.

Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða á Hólmavík.
Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða á Hólmavík.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkusölu hækkaði um 2,8% frá og með 1. júlí 2011.
Þetta gildir um alla liði verðskrárinnar nema ótryggða orku.
Þessi hækkun verðskrár er nauðsynleg til þess að mæta hækkun á heildsölugjaldskrá Landsvirkjunar um 2,8% frá 1. júlí.
Þrátt fyrir þessa hækkun verður Orkubú Vestfjarða áfram með eitt lægsta auglýsta raforkuverð á landinu.
Verðskrá OV fyrir raforkusölu má finna hér.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. júlí 2011

Ferðamannafjöldi misjafn á Ströndum.

Á Hótel Djúpavík hefur gengið vel sem af er sumri.
Á Hótel Djúpavík hefur gengið vel sem af er sumri.
Ívið fleiri ferðamenn eru á Vestfjörðum í ár en í fyrra. Íslendingar eru færri, en erlendir gestir þeim mun fleiri. Tíðafar á Hornströndum hefur verið afleitt. Misjöfnum sögum fer af því hvernig sumarið hefur verið í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum. Á Hótel Djúpavík hefur gengið prýðilega.

Norðar, þar sem Reimar Vilmundarson siglir með gönguhópa frá Norðurfirði á Hornstrandir, hefur sumarið verið afleitt og ekki eins slæmt síðan hann byrjaði árið 2003. Hann ;sagði í viðtali við RÚV í gær,að ekkert ferðaveður hafa verið á sjónum og að margir hafi afbókað auk þess sem ekki sé hægt að sigla suma daga. Fólk sé tímabundið og geti ekki leyft sér svona tafir.

Landvörðurinn á Hornströndum ;segir einnig í viðtali við RÚV,júnímánuð hafi verið erfiðan og kaldan. Sumarið sé þó ekki nema tíu dögum seinna en venjulega, enda séu Hornstrandir yfirleitt ekki að vakna fyrr en um tuttugasta júní. Á ferðaskrifstofunni Vesturferðum á Ísafirði hefur sumarið gengið vel þrátt fyrir kaldan júní. Metfjöldi er í komum skemmtiskipa til Ísafjarðar. Íslendingar hafa verið seinni á ferðinni en erlendir gestir þeim mun fleiri. Heildarfjöldi farþega er því svipaður eða ívið meiri en í fyrra. Og af Galdrasýningunni á Ströndum er afar svipaða sögu að segja.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. júlí 2011

Búnaðarblaðið Freyja.

Síðsumars mun nýtt búnaðarblað hefja göngu sína.
Síðsumars mun nýtt búnaðarblað hefja göngu sína.
Síðsumars mun nýtt búnaðarblað hefja göngu sína. Blaðið hefur hlotið nafnið Freyja til heiðurs Frey sem gefin var út í rúm 100 ár þar til fyrir nokkrum árum síðan. Útgáfufélagið Sjarminn mun gefa blaðið út en að bak því standa Axel Kárason, Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir sem öll hafa numið landbúnaðarfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og er áhugafólk um framþróun innlends landbúnaðar. Jafnframt sjá þau um ritstjórn blaðsins.

Í Freyju verður miðlað hagnýtu fræðsluefni tengdu landbúnaði. Fyrsta árið mun Freyja koma fjórum sinnum út á ári og verður efni hvers blaðs nokkuð tengt árstíðum hverju sinni. Ýmsir fastaliðir verða í blaðinu þar sem sögunni verða gerð skil sem og að skyggnst verður út fyrir landssteinana. Meginuppistaða hvers blaðs verður þó ætíð fræðsluefni þar sem fræðimönnum og ráðgjöfum á sviði landbúnaðar gefst kostur á að miðla fróðleik til lesenda blaðsins.

Að baki ritstjórn er ritnefnd sem í sitja Gunnar Guðmundsson, sviðstjóri hjá Bændasamtökum, Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðarsafni Íslands, Emma Eyþórsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands, Magnús B. Jónsson, nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökunum og Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Leiðbeiningamiðstöðinni í Skagafirði.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2011

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2011.

Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Veðrið í Júní 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu daga mánaðar var vindur vestlægur,síðan Norðan og NA út mánuðinn,nema síðasta dag mánaðar,með úrkomu,slyddu snjóéljum rigningu og súld og þokulofti.Hiti komst í 10 til 11 stig dagana 3 og 4,annars mjög svalt.Snjó og slydduél voru dagana 8 og 15 og snjóaði þá niður undir byggð.Slydda var um tíma þann 10.Mánuðurinn endaði síðan á síðasta degi mánaðarins með austlægri vindátt og léttskýjuðu veðri með ágætis hita loks.Tún hafa síðustu daga mánaðar tekið við sér á ný og aðeins farin að spretta.Einnig er úthagi farin að lagast.Eins og sjá má á meðalhita við jörð var mánuðurinn mjög kaldur.

Það mætti halda að verið væri að lýsa september veðri enn ekki júní veðri.

Dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. júní 2011

Hamingjudagar á Hólmavík um helgina.

Spáð er góðu veðri á hamingjudögum.
Spáð er góðu veðri á hamingjudögum.
1 af 2
Hamingjan svífur og sólin skín á Hólmavík þessa dagana, en þar eru Hamingjudagar nú haldnir í sjöunda sinn. Hátíðin nær hámarki nú um helgina, en þá mæta m.a. hamingjufrömuðirnir Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson á staðinn með hamingju-vinnustofu og trommuhring. Auk þess er margvísleg afþreying í boði. Meðal þess sem er á dagskránni Íslandsmet í hópplanki, Pollapönkarar láta í sér heyra, Geirmundur Valtýsson spilar á dansleik og trúbadorinn Svavar Knútur spilar á tónleikum á fimmtudagskvöldi þar sem allar ömmur með ömmubörn í eftirdragi fá frítt inn. Auk þess er hægt að fara á leiksýningar, listsýningar og Furðuleika svo fátt eitt sé nefnt. Heimamenn standa einnig sjálfir fyrir afskaplega fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum.

 

Þá ætlar sveitarstjórn Strandabyggðar að taka fyrir á sérstökum hátíðarfundi nýja hamingjusamþykkt sveitarfélagsins, en ekki er vitað til þess að slík samþykkt sé til hjá nokkru sveitarfélagi í heiminum. Ekki má síðan gleyma að minnast á Hnallþóruhlaðborð að kveldi laugardags, en þá bjóða íbúar í Strandabyggð öllum gestum Hamingjudaga upp á ókeypis kræsingar í tertuformi.

 

Svo má ekki gleyma því að veðurspáin segir að besta veðrið um helgina verði á Norður og Norðvesturlandi. Það er ekki leiðinlegt innlegg í hamingjuna á Hólmavík. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefnum www.hamingjudagar.is.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. júní 2011

Flugslysaæfing á Gjögurflugvöll 7- 8.okt.

Frá fundinum í gær.
Frá fundinum í gær.
1 af 2
Í gær var haldinn fundur í Félagsheimilinu Trékyllisvík til að ákveða flugslysaæfingu fyrir Gjögurflugvöll í haust,en þá verða um fjögur ár síðan að slík æfing var þar á vellinum.

Fyrirfundinum stóð Isavía og Lögreglustjóri Vestjarða.

Fyrir hönd Isavía var mættur Bjarni Sighvatsson sem sér um æfingarnar og fyrir Lögreglustjóra Vestfjarða mætti Jónas Sigurðsson yfirlögregluþjónn.

Einnig voru mætt á fundinn Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps og Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallarvörður Gjögurflugvallar og nokkrir aðrir.

Farið var yfir nokkur mál sem tengjast æfingunni og var sú ákvörðun tekin að halda æfinguna 7 til 8. október 2011.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. júní 2011

Birnan var þriggja ára.

Hvítabjörninn sem feldur var í Rekavík.Mynd Landhelgisgæslan.
Hvítabjörninn sem feldur var í Rekavík.Mynd Landhelgisgæslan.

Hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík á Hornströndum 2. maí sl. var ung birna. Dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum segir að hún hafi verið 95 kílóa og 173 cm á hæð. Birnan var ekki smituð af tríkínum en í maga fannst sníkjuþráðormur sem oft finnst í maga til dæmis kampsels og hringanóra.

Karl Skírnisson dýrafræðingur segir í tilkynningu að mikilvægt sé að hindra að tríkínur nái fótfestu hér á landi, en Ísland sé eitt fárra landa þar sem þessir sníkjuormar, sem reynst geti mönnum lífshættulegir, sé ekki landlægir.

Karli var fengið að sjá um rannsóknir á dýrinu. Hún var gerð í samvinnu við Ólöfu Guðrúnu Sigurðardóttur, dýralækni og dýrameinafræðing á Keldum og Þorvald Björnsson, hamskera Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Hann segir að aldursgreining birnunnar, sem byggi á talningu árhringja á tannrótum, sýndi að birnan var ríflega þriggja ára (talin fædd í janúar 2008).
Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild.
Þetta kom fram á vef Morgunblaðsins í gær.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. júní 2011

Ferðum aflýst á Hornstrandir.

Kafteinn Reimar siglir á Hornstrandir á Sædísi ÍS-67
Kafteinn Reimar siglir á Hornstrandir á Sædísi ÍS-67
Reimar Vilmundarson á Sædísi ÍS-67 sem sér um ferðir á Hornstrandir frá Norðurfirði hefur aflýst ferðum að minnsta kosti í fjóra daga vegna veðurs.

Ekkert sjóveður hefur verið frá því í fyrradag til skemmtisiglinga norður á Strandir með fólk,haugasjór og vindur af Norðri og Norðaustri með stinningskalda rigningu og súld.

Veðurspáin fyrir þetta svæði er ekki góð næstu daga og biður Reimar ferðafólk sem átti pantað með Sædísi norður,að hafa samband í síma 893-6926. www.freydis.is
Eitthvað hefur verið um það að fólk hafi afpantað í ferðir á Hornstrandir.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. júní 2011

Hörður hættir að fljúga.

Hörður Guðmundsson í fyrsta áætlunarfluginu til Gjögurs ásamt flugmanni.
Hörður Guðmundsson í fyrsta áætlunarfluginu til Gjögurs ásamt flugmanni.
Eftir nær hálfa öld í háloftunum er flugkappinn Hörður Guðmundsson hættur störfum sem flugmaður. Hann fagnaði 65 ára afmæli sínu á föstudaginn var og flaug sitt síðasta áætlunarflug, frá Bíldudal og til Reykjavíkur. Stór hópur vina og vandamanna var saman kominn við flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli, þegar Hörður Guðmundsson lenti vél sinni um hádegisbilið á föstudag. Þótt hann sé hættur í áætlanafluginu kveðst hann ekki vera endanlega lentur. Þessi dagur sé mjög svipaður þeim á undan. Alltaf nóg að gera og hann horfi bjartur til framtíðar. Örninn er lentur, eins og einhver sagði, en hann haldi áfram að þjálfa og kenna og prófa sitt fólk og kannski einhverja fleiri.Hörður stofnaði flugfélagið Erni árið 1970 og gegndi það veigamiklu hlutverki í samgöngu- og öryggismálum Vestfjarða um áratuga skeið. Auk þess tók það að sér verkefni í hjálparflugi á vegum Alþjóðlega Rauðakrossinn og þróunarverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Árið 2007  hóf Ernir  áætlunarflug til Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks og Hafnar í Hornafirði.

Þetta kom fram í fréttum RÚV föstudaginn 24 júní.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Langa súlan á leið upp.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Pétur og Össur.
Vefumsjón