Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. júlí 2011
Prenta
Flóabardagi á Ströndum.
Svokallaður Flóabardagi fer fram í fyrsta sinn á Ströndum í ágúst. Um er að ræða 60 kílómetra langa leið sem verður hjóluð, hlaupin og vaðin. Keppnin hefst 13. ágúst kl. 10 við kaupfélagið á Norðurfirði þaðan sem hjólað verður inn að Hvalá í Ófeigsfirði. Þar munu keppendur stíga af hjólinu og vaða yfir ána sem er bæði breið og köld. Þaðan verður hlaupið inn Drangavík og þar munu keppendur einnig þurfa að vaða yfir Drangavíkurá.
Þaðan verður lagt á Drangaháls og hlaupið niður að norðanverðu, að Drangabænum, þar sem keppni lýkur. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Slysavarnafélagið í Árneshreppi verður með gæslu og þjónustu á leiðinni ásamt heimamönnum. Þá verður hraðbátur til taks ef keppendur lenda í vandræðum á leið sinni yfir vöðin.
Þetta kom fram á vef Bæjarins Besta í gær.
Þaðan verður lagt á Drangaháls og hlaupið niður að norðanverðu, að Drangabænum, þar sem keppni lýkur. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Slysavarnafélagið í Árneshreppi verður með gæslu og þjónustu á leiðinni ásamt heimamönnum. Þá verður hraðbátur til taks ef keppendur lenda í vandræðum á leið sinni yfir vöðin.
Þetta kom fram á vef Bæjarins Besta í gær.