Nýtt og endurbætt Árneshreppskort.
Inná kortið hefur verið bætt nokkrum stöðum,svo sem ný hús hjá Urðartindi en þau hús voru byggð í fyrrasumar eftir að fyrri útgáfa kom út.Einnig Ferðaþjónustan í Ófeigsfirði.Eins voru sett tákn við auglýsingar frá þjónustuaðilum sem er á aftari hluta kortsins.
Þeyr aðilar sem tóku þátt eru kynntir á bakhlið kortsins eru:
Hótel Djúpavík-Flugfélagið Ernir-Litlihjalli.is-Æðardúnn úr Árnesey-Minja og handverkshúsið Kört-Assa,þekking&þjálfun-Sumardvöl á Melum í Trékyllisvík-Ferðaþjónustan Urðartindur-Ferðafélag Íslands-Kaupfélag Steingrímsfjarðar Norðurfirði-Gistiheimili Norðurfjarðar-Kaffi Norðurfjörður-Sparisjóður Strandamanna Norðurfirði-Gamla kjötfrystihúsið-Gistiheimilið Bergistanga-Siglingar á Hornstrandir og Árneshreppur með þrjár auglýsingar:Finnbogastaðaskóli,Félagsheimilið og Norðurfjarðarhöfn.
Um hönnun og teikningu sá Ómar Smári Kristinsson og umbrot sá Nína Ivanova á Ísafirði,prentun fór fram í Svansprenti.
Um enska þýðingu sá Ingibjörg Ágústsdóttir.
Kortið liggur frammi á flestum viðkomustöðum í Árneshreppi og á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og víðar.
Samspil II í Gallerí Lækjarkoti.
Myndlistakonurnar Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir opna sýninguna Samspil II í Gallerí Lækjarkoti í Borgarbyggð laugardaginn 25. júní klukkan 15.00. Þar verða sýnd olíuverk, akryl- og vatnslitaverk, textílverk, ljósmyndir, þrykk og myndbandsverk.
Gallerí Lækjarkot tengist vinnustofu Ásu Ólafsdóttur, en Lækjarkot stendur við þjóðveg númer eitt um sex km. ofan við Borgarnes.
Listakonurnar eiga fjölbreyttan sýningarferil að baki. Þær námu allar í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Reykjavík og hafa látið að sér kveða í íslensku myndlistarlífi síðustu áratugina.
Sýningin er opin í allt sumar frá fimmtudegi til sunnudags milli kl. 14.00 - 18.00 eða eftir samkomulagi við Ásu í síma 699-0531 og asa@asaola.is. Aðgangur er ókeypis.
Tvær af þessum konum sýndu í Ingólfsfirði fyrir tveim árum.
Margrét heiðruð.Lokaniðurstaða frá skákhátíðinni.
Ingólfur Benediktsson í Árnesi og Björn Torfason á Melum unnu verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna. Keppendur í Trékyllisvík voru alls 43, komu úr öllum landsfjórðungum og voru á öllum aldri. Nokkur efnilegustu skákbörn landsins tóku þátt í mótinu, sem og börn úr sveitinni sem öll stóðu sig með miklum sóma.
Margrét Jónsdóttir á Bergistanga var heiðruð sérstaklega á mótinu í Trékyllisvík, en með því vildu skipuleggjendur skákhátíðarinnar sýna heimamönnum þakklæti fyrir gestrisni og góðar móttökur gegnum árin. Margrét, sem fæddist í Stóru-Ávík, hefur búið alla ævi í Árneshreppi og löngum verið skákmönnum og öðrum gestum hjálparhella.
Hátíðin hófst á þjóðhátíðardaginn með fjöltefli Róberts Lagerman í samkomuhúsinu. Meistarinn notaði skákklukku og hafði aðeins 20 mínútur til að tefla 9 skákir. Viðureignin var æsispennandi, en að lokum vann Róbert 8 skákir en gerði jafntefli við Kristján Albertsson á Melum, sem hefur um árabil verið meðal sterkustu skákmanna á Ströndum.
Meira
Úrslit frá skákhátíðinni í Árneshreppi.
Hátíðin hófst á föstudag, 17. júní, þegar Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Meistarinn tefldi klukkufjöltefli á 9 borðum, og hafði 20 mínútna umhugsunartíma. Róbert hafði því í raun aðeins rúmlega tvær mínútur að meðaltali fyrir hverja skák, og varð viðureignin því æsispennandi. Leikar fóru svo að Róbert sigraði í 8 skákum en gerði jafntefli gegn Kristjáni Albertssyni, Melabónda, sem um langt skeið hefur verið meðal sterkustu skákmanna á Ströndum.
Meira
Mótaþrenna á Ströndum: Teflt í Hótel Djúpavík, samkomuhúsinu Trékyllisvík og Kaffi Norðurfirði.
Skákhátíð á Ströndum hefst með tvískákmóti í Hótel Djúpavík, föstudaginn 17. júní klukkan 20. Daginn eftir klukkan 13 verður hið árlega stórmót, sem stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson hafa unnið síðustu árin. Ákveðið hefur verið að færa mótið úr gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík í hið vistlega samkomuhús í Trékyllisvík. Þar verður keppt um 100 þúsund króna verðlaunapott, auk glæsilegra vinninga frá 66 Norður, Eddu, Forlaginu, Senu, Henson, Sögum útgáfu, UMF Leifi heppna o.fl.
Á laugardagskvöld fer fram ,,landsleikur" í fótbolta, þar sem gestir hátíðarinnar keppa við knáa liðsmenn úr Ungmennafélaginu Leifi heppna. Áhugasamir liðsmenn eru því beðnir um að taka með sér viðeigandi skó.
Á sunnudaginn klukkan 13 verður svo glæsilegur lokapunktur settur á skákhátíðina með hraðskákmóti í Kaffi Norðurfirði.
Veðurspá fyrir helgina er ágæt, og ekki mun væsa um keppendur á hlýlegum og skemmtilegum mótsstöðum.
Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Jón Sigurðsson forseti á frímerki.
Í tilefni þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta fól Alþingi forsætisráðherra að skipa nefnd til að undirbúa hvernig minnast mætti afmælisins. Afmælisnefndin fór þess á leit við Íslandspóst að minnast afmælisins með frímerkjaútgáfu. Íslandspóstur varð við þessari beiðni enda hafi frímerki verið gefin út á 100 ára og 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.
Efnt var til samkeppni um frímerkjahönnun í samstarfi við Félag íslenskra teiknara (FÍT). Fyrstu verðlaun hlaut Borgar Hjörleifur Árnason. Tillaga hans „Tvennir tímar - Jón yngri og eldri" var talin hefðbundin og mjög vel unnin.
Íslandspóstur hækkar verð undir bréf frá og með deginum í dag.
Verðhækkun er nauðsynleg til að mæta magnminnkun og auknum kostnaði við dreifingu á bréfapósti. Þetta hefur einnig verið að gerast hjá póstfyrirtækjum erlendis, til að mynda hækkaði danski pósturinn verð um 45% 1.apríl síðastliðinn. Auk þess hækkaði verð á bréfapósti í Noregi verulega um síðustu áramót en þar kostar bréf undir 50 g. 298 krónur en til samanburðar kostar sama bréf 90 krónur á Íslandi eftir hækkun.
Rafræn þróun og efnahagssamdráttur hér á landi frá 2008, sem og hjá póstfyrirtækjum erlendis, hefur leitt til verulegs samdráttar í póstsendingum. Frá árinu 2008 hefur bréfamagn minnkað um 20%, jafnhliða því hefur íbúðum á öllu landinu fjölgað um tæp 4% á sama tíma og íbúafjöldi hefur aukist um 0,4%. Á þessum tíma fer samt þjónustuskylda Íslandspósts vaxandi.
Kostnaður við dreifingu hefur hækkað í samræmi við þetta, m.a. vegna þess að reglur um bréfadreifingu kveða á um dreifingu í öll hús á landinu alla virka daga ársins, líka alla sveitabæi landsins sama hversu mikið póstmagnið er. Það er skylda Íslandspósts að þjónusta allt landið en það afar kostnaðarsamt að halda úti dreifikerfi á óarðbærum svæðum. Þjónustuskylda Íslandspósts nær til um 99,8% heimila og fyrirtækja á Íslandi.
Meira
Borið á í snjó og slydduéljum.
Bændur hér í Árneshreppi voru flestir búnir að bera að mestu á tún áður en úrkomusamara varð eða um 8 til 9 júní,en margir áttu eftir að bera tilbúin áburð á tún að einhverju leyti eftir það.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík fór að bera á eitt tún á heimajörðinni sem eftir var,og hjáleiguna á Reykjanesi sem er vaninn að bera seinna á því það er yfirleitt síðast slegið, í morgun í snjó eða slydduéljum.
Það er vont áburðurinn vill klessast í áburðardreifaranum þegar áburðurinn blotnar,enn það varð bara að klára að koma áburðinum á túnin ef einhvern tíma sprettur í þessum kuldum,en ekki vantar vætuna.
Jón og séra Jón unnu Einarinn.
Í myndinni er einkum fjallað um baráttu séra Jóns fyrir að fá að búa áfram í Árnesi og nytja hlunnindin, eftir að hann hættir sem sóknarprestur. Sagðar eru af honum margvíslegar sögur, sannar og lognar. Glíma séra Jóns við geistleg yfirvöld og söfnuð hans í Árnessókn er þó ekki endilega í brennidepli í myndinni. Miklu fremur er athyglinni beint að persónu Jóns sjálfs og glímu hans við sjálfan sig, sérvisku sína og bresti.
Augljóst er að myndin á eftir að vekja mikla athygli og umræðu þegar hún verður sýnd opinberlega.
Segir á Strandir.is