Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. júní 2011

Kuldaboli-Snjór og Slydda.

Fjallið Örkin sem er 634 m að hæð.Snjór náði niður að Gíslabala sem er við fjallsrætur Arkarinnar í morgun.
Fjallið Örkin sem er 634 m að hæð.Snjór náði niður að Gíslabala sem er við fjallsrætur Arkarinnar í morgun.
Það hefur verið kalt í veðri sem af er júní hiti frá 0 stigum og rétt komist í 10 stig við bestu skilyrði þegar léttskýjað hefur verið og sólin hefur fengið að njóta sín.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar veðurathugunarmaður fór út fyrir fyrir sex í morgun að lesa af mælum var 2,4 stiga hiti og snjóél að ganga yfir,og snjór náði niður að Gíslabala sem var smá hjáleiga í Litla-Ávíkurlandi sem stendur við fjallsrætur Arkarinnar.Síðan hefur verið slydda með köflum,en virðist vera að snúa sér í éljagang aftur.

Minnstur hiti sem af er júní á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist að morgni 7.júní O,2 stig.


Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestrai:

Vaxandi norðanátt, 10-15 og dálítil rigning eða slydda síðdegis, en snjókoma eða slydda í kvöld. Lægir í fyrramálið, en aftur vaxandi norðaustanátt síðdegis og rigning með köflum. Hiti 1 til 5 stig en 4 til 10 stig á morgun.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. júní 2011

Ferming í Árneskirkju.

Júlíana Lind Guðlaugsdóttir fermist frá Árneskirkju laugardaginn 11 júní.
Júlíana Lind Guðlaugsdóttir fermist frá Árneskirkju laugardaginn 11 júní.
Aðeins eitt barn fermist frá Árneskirkju laugardaginn 11 júní næstkomandi.

Það er Júlíana Lind Guðlaugsdóttir sem fermist,hún er dóttir hjónanna Ragnheiðar Eddu Hafsteinsdóttur og Guðlaugs Ágústsonar á Steinstúni við Norðurfjörð.

Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur fermir og hefst athöfnin klukkan þrjú í Árneskirkju.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. júní 2011

Ljósmyndasýning á Kaffi Norðurfirði.

Frá Norðurfirði.Mynd Arnar B Guðjónsson.
Frá Norðurfirði.Mynd Arnar B Guðjónsson.
1 af 3
Arnar Bergur Guðjónsson Ísfirðingur og áhugaljósmyndari hefur sett upp sýningu með myndum úr Árneshreppi í Kaffi Norðurfirði sumarið 2011.
Arnar Bergur fetar í fótspor Ágústs Atlasonar (2009) og Arnaldar Halldórssonar (2010) sem sýndu myndir sínar þar og vöktu mikla lukku meðal kaffigesta liðin sumur.
Sýningin er öllum opin og prýða myndir þessa efnilega ljósmyndara veggi staðarins út sumarið. Myndirnar verður hægt að kaupa beint á staðnum eða hafa samband við Arnar Berg.
Allir eru velkomnir á Kaffi Norðurfjörð  að skoða sýninguna sem er glæsileg viðbót við útsýnið yfir fjörðinn.
Sjón er sögu ríkari.
Arnar Bergur á Flickr:
http://www.flickr.com/photos/arnarbg/
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. júní 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30. maí til 6. júní 2011.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Í vikunni sem var að líða var umferð með rólegra móti í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs, innanbæjar á Ísafirði. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Þá er ekki úr vegi að geta þess og minna vegfarendur á að þegar þessi tími er kominn þá er víða við þjóðvegina á Vestfjörðum kindur og lömb og hvetur lögregla vegfarendur til að taka tillit til þess.

Fimmtudaginn 2. júní lenti bifhjól út fyrir veg á Barðastrandarvegi við Birkimel, þar missti ökumaður stjórn á hjólinu í lausamöl og hafnaði út fyrir veg. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar og í framhaldi með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ökumaður reyndist, sem betur fer minna slasaður en haldið var í fyrstu.

Laugardaginn 4. júní var tilkynnt um umferðaróhapp á þjóðveginum um Holtavörðuheiði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl til móts við þyrlu LHG, sem flutti viðkomandi til Reykjavíkur til skoðunar.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur um helgina á Patreksfirði.

Hátíðarhöld og skemmtanahald vegna sjómannadagsins fóru vel fram í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Á Patreksfirði byrjuðu hátíðarhöldin á fimmtudag með dagskrá sem stóð fram á sunnudagskvöld. Á sama tíma var haldin íþróttakeppni, svokallaðir Hálandaleikar með fjölda þátttakanda, bæði erlendum og íslenskum. Um þessa helgi var talið að íbúafjöldi hafi að minnsta kosti tvöfaldast og fór hátíðin og skemmtanahald fram með besta móti.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. júní 2011

Hannyrðasýning á munum eftir Pálínu Þórólfsdóttur og nemendum hennar.

Hluti af hannyrðum nemenda.
Hluti af hannyrðum nemenda.
1 af 5
Hannyrðasýning á munum eftir Pálínu Jenný Þórólfsdóttur og nemendum hennar,sem starfaði áður fyrr sem handavinnukennari í Finnbogastaðaskóla á Ströndum var opnuð á Hótel Djúpavík í dag.

Sýningin nær yfir hannyrðir Pálínu og nemenda hennar frá árunum 1966 til 1985.

Nemendur voru á þessu tímabili um fimmtíu talsins,aðallega stúlkur,en þó kom fyrir að drengir sætu í tíma og lærðu að prjóna og sauma út.

Handmenntakennslan fór lengst af fram einu sinni í viku,tvo tíma í senn og fjármagnaði Pálína sjálf öll efniskaup fyrir nemendur sína á kostnaðarverði.

Pálína er ákaflega hlý,einlæg og glaðvær kona.Við nemendur sína var hún ætið þolinmóð og ljúf og lagði mikla áherslu á að nemendur kláruðu verkefni sín,segir í Sýningarskrá.

Pálína Jenný Þórólfsdóttir býr nú á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri níræð að aldri.
Þann 17 febrúar var smá grein hér á vefnum um hina fyrirhuguðu sýningu sem nú er orðin að veruleika.
Greinin er hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. júní 2011

Yfirlit yfir veðrið í Maí 2011.

Séð til Norðurfjarðar að morgni 22-05-2011.
Séð til Norðurfjarðar að morgni 22-05-2011.
Veðrið í Maí 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og oftast hægum vindi enn fremur svölu veðri fram til 16. Þann 17 gekk hann í Norðaustanátt og síðan Norðan,og hret gerði frá 20 sem stóð fram til 24. Síðan hafáttir með frekar svölu veðri.Ræktuð tún farin að takavið sér,(grænka) um 5. maí og úthagi farin að koma til eftir 10. þrátt fyrir svalt veður. Þetta gekk allt til baka aftur í hretinu nema að ræktuð tún tóku strax við sér aftur þegar hlýnaði aðeins aftur eftir hretið. Mánuðurinn var kaldur og úrkomusamur í heild. Lambfé sett út á tún um viku seinna enn venjulega vegna kuldans og gróðurleysis.

Dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júní 2011

Strandafrakt byrjaði áætlun í dag.

Flutningabíll Strandafraktar.
Flutningabíll Strandafraktar.

Nú í dag hóf Strandafrakt áætlunarferðir með flutningabíl frá Reykjavík Hólmavík-Norðurfjörður.

Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur og til Norðurfjarðar á miðvikudögum.Þessar ferðir standa út október.

Í maí var Strandafrakt búin að koma ferðir að sækja grásleppuhrognatunnur.

Eins og í fyrra mun póstur eiga að koma með bílnum á miðvikudögum,enn engin póstur kom með bílnum í dag,Íslandspóstur hafði ekki samið við flutningsaðila það er Strandafrakt.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. maí 2011

Kór Átthagafélags Strandamanna í söngferð um Strandir.

Tónleikarnir verða í Árneskirkju á laugardaginn 4 júní kl:16:00.
Tónleikarnir verða í Árneskirkju á laugardaginn 4 júní kl:16:00.

Kórinn er nú að halda af stað í sína árlegu vorferð.  Að þessu sinni liggur leiðin norður á Strandir sem er sérstök ánægja fyrir kórinn.  Kórinn heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 3. júní kl. 20 og í Árneskirkju laugardaginn 4. Júní kl. 16.Stjórnandi kórsins er Krizstina Szklenár.Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og skemmtileg, bæði innlend og erlend lög.Það er frítt inn á báða tónleikanna .Allir eru hjartanlega velkomnir.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. maí 2011

Flug einu sinni í viku.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Það verður sama fyrirkomulag og í fyrra að Flugfélagið Ernir fá aðeins styrk til að fljúga einu sinni í viku í sumar á Gjögur.

Samkvæmt sumaráætlun Flugfélagsins Ernis eru áætlunardagarnir aðeins á mánudögum frá 1 júní til 31 ágúst.Eins verður flogið einu sinni í viku í september,eða í fjóra mánuði eins og í fyrra.

Frá 1 október verður flogið tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum.

Síðasta fimmtudagsflug var þann 26 maí.

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. maí 2011

Lambfé sett út.

Lambfé sett út.
Lambfé sett út.

Loks hefur verið hægt að setja lambfé út á tún eftir Norðaustan og N hretið sem stóð yfir aðallega í fjóra daga en mjög kalt var líka fyrir hret.Nú hefur hlýnað þótt fari neðri frostmark á nóttunni.

Mikli þrengsli voru orðin í fjárhúsum bænda enda sauðburður langt kominn.

Þetta er um viku seinna enn í fyrra sem lambfé er sett út,enn undanfarin ár hefur einnig verið komið fram til 20 maí sem það hefur verið hægt vegna þessa ríkjandi kulda sem eru alltaf hér um slóðir í maí.

Í gær og í dag hafa bændur verið að setja fé út af fullum krafti,ræktuð tún koma bara vel græn undan síðasta snjó,þannig að fé ætti að fá nóg að býta,einnig eru heyrúllur settar út á tún sem fé fer í,og svo er gefið eitthvað af fóðurbæti með.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
Vefumsjón