Heyskapur hafin hjá flestum.
Enn aðrir ætla ekki að halda áfram fyrr enn eftir verslunarmannahelgina,sjá hvort grasspretta lagist ekki enn frekar.Ágætis veður hefur verið í liðinni viku til heyskapar sérlega seinnihluta vikunnar,en þokuloft var í byrjun viku með súldarvott á annesjum.
Grasspretta er mjög misjöfn eftir bæjum,á Finnbogastöðum er spretta léleg.
Búið er að slá og rúlla talsvert í Litlu-Ávík og er það betra enn reiknað var með eða svipað og var í fyrra,enn þá var heyskapur þar miklu minni en árið þar áður.
Í dag er miðsumar og heyannir byrja segir almanakið.
Hitinn komst á Veðurstöðinni Litlu-Ávík í 17,8 stig í gær og er það mesti hiti sem mælst hefur sem af er sumri.