Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. júlí 2011

Kaffihús til leigu.

Rekstur Kaffi Norðurfjarðar leigist nýjum aðila næsta sumar.
Rekstur Kaffi Norðurfjarðar leigist nýjum aðila næsta sumar.
Sveitarfélagið Árneshreppur hefur nú auglýst eftir aðila eða aðilum til að taka á leigu rekstur Kaffi Norðurfjarðar sem hefur verið rekið í fjögur sumur.

Nú eftir þriðja sumarið hættir núverandi vert Einar Óskar Sigurðsson sem er búin að reka kaffihúsið með miklum myndarbrag þrjú síðastliðin sumur.

Hér á vefnum til vinstri undir Kaffihús til leigu er auglýsingin fyrir neðan Aðalskipulag II og ofan við Fleiri fréttir.

Hér má sjá auglýsinguna.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. júlí 2011

Frétt frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Verið er að athuga með skoðun ökutækja á Vestfjörðum.
Verið er að athuga með skoðun ökutækja á Vestfjörðum.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur haft til rannsóknar mál sem hófst með því að komið var með riffil til lögreglunnar. Landvörður á Hornströndum kom með riffilinn sem fundist hafið í Hornvík. Eigandi riffilsins hefur gefið sig fram og gefið skýringar á málavöxtum en vopnið var réttilega á hann skráð. Honum verður afhent vopnið en má vænta þess að verða sektaður fyrir atvikið.

Þessa dagana er lögreglan á Vestfjörðum að skoða skróplista þann sem gefinn er út af Skráningarstofu um skoðun ökutækja. Fyrst í stað verða skráningarnúmer fjarlægðar af ótryggðum ökutækjum. Rétt er að benda þeim ökumönnum á, sem ekki hafa fært ökutæki sín til hefðbundinnar skoðunar, að huga að þeim málum, því þeir geta átt von á að skráningarnúmer ökutækja þeirra verði fjarlægð án frekari aðvörunar.

Lögreglan hefur einnig verið að fylgjast með lagningu ökutækja og hafa nokkrir ökumenn fengið sekt fyrir slík brot. Notkun farsíma og öryggisbelta er líka til skoðunar og mega þeir sem verða staðnir að slíkum brotum eiga von á sekt.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. júlí 2011

Ágætt fiskirí.

Mikið líf er við höfnina á Norðurfirði þegar landað er.
Mikið líf er við höfnina á Norðurfirði þegar landað er.
1 af 2
Um tuttugu bátar róa nú frá Norðurfirði.Flestir eru á strandveiðum og nokkrir sem eru með kvóta.

Ágætt fiskirí  hefur verið hjá bátunum og strandveiðibátar hafa oftast komið með skammtinn sinn að landi í hverri sjóferð,en róið er fjóra daga í viku.Þeir sem eru með kvóta geta fiskað eins og þeir vilja þangað til kvótanum er náð.

Allur fiskur er ísaður og fer beint á markað.Strandafrakt sér um alla fiskflutninga frá Norðurfirði og fara þaðan á kvöldin þegar bátar eru búnir að landa.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. júlí 2011

Bændur hafa hug á að hefja slátt.

Frá heyskap á Melum.Myndasafn.
Frá heyskap á Melum.Myndasafn.
Bændur hér í Árneshreppi hafa orðið hug á að hefja slátt enn um þetta leyti var sláttur langt komin í fyrra.Grasspretta hefur lagast talsvert síðustu daga eftir að hiti var orðinn loks sæmilegur nú fyrr í mánuðinum eða frá 10 til 14 júlí enda nógur raki í jörð.

Nú á föstudaginn kólnaði aftur með norðlægum áttum og þokulofti og súld með köflum og er spáð fremur svölu veðri fram í vikuna og með einhverri úrkomu.

Björn bóndi Torfason á Melum sló tvö tún í liðinni viku og gat rúllað það á fimmtudaginn,áður en norðanáttin og súldin komu daginn eftir,á þessi tún verður borin áburður aftur.

Eftir þessu mun slætti hér í Árneshreppi seinka í um hálfan mánuð miðað við í fyrra.

Enn bændur munu hefja slátt fyrir alvöru um leið og veður leifir.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. júlí 2011

Vorkuldi.

Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.
Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.
Enn er kalt hér á Norður Ströndum algjör vorkuldi þótt júlí sé.

Hitinn á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur aðeins farið uppí síðustu tvo daga átta til níu stig hluta úr degi og niður í 4 stig á nóttinni í þokubrælunni.Nú klukkan níu í morgun var aðeins 5,1 stigs hiti í Litlu-Ávík.

Samkvæmt Gagnabrunni Veðurstofu Íslands var kaldast á láglendi á landinu í nótt á Blönduósi 1,1 stig  og á Hornbjargsvita fór hitinn niðrí 3,4 stig.Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. júlí 2011

Kaldast á Gjögurflugvelli.

Mælaskýlið í Litlu-Ávík.Kaldast var á Gjögurflugvelli 4,3 stig.
Mælaskýlið í Litlu-Ávík.Kaldast var á Gjögurflugvelli 4,3 stig.
Í gær kólnaði heldur betur í veðri hér á Ströndum og víðar á Norðurlandi.

Í gær var komin norðan og eða norðvestan með súld með köflum og þokulofti.

Í morgun var svipað veður og er spáð eitthvað svipuðu veðri,heldur kólnandi ef eitthvað er.

Kaldast eftir síðastliðna nótt á láglendi var á Gjögurflugvelli 4,3 stig og á Hornbjargsvita 4,5 stig og í Litlu-Ávík 4,8 stig,samkvæmt Gagnabrunni Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. júlí 2011

Flóabardagi á Ströndum.

Bærinn í Drangavík.
Bærinn í Drangavík.
Svokallaður Flóabardagi fer fram í fyrsta sinn á Ströndum í ágúst. Um er að ræða 60 kílómetra langa leið sem verður hjóluð, hlaupin og vaðin. Keppnin hefst 13. ágúst kl. 10 við kaupfélagið á Norðurfirði þaðan sem hjólað verður inn að Hvalá í Ófeigsfirði. Þar munu keppendur stíga af hjólinu og vaða yfir ána sem er bæði breið og köld. Þaðan verður hlaupið inn Drangavík og þar munu keppendur einnig þurfa að vaða yfir Drangavíkurá.
Þaðan verður lagt á Drangaháls og hlaupið niður að norðanverðu, að Drangabænum, þar sem keppni lýkur. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Slysavarnafélagið í Árneshreppi verður með gæslu og þjónustu á leiðinni ásamt heimamönnum. Þá verður hraðbátur til taks ef keppendur lenda í vandræðum á leið sinni yfir vöðin.
Þetta kom fram á vef Bæjarins Besta í gær. 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. júlí 2011

Um helmingi færri farþegar.

Sædísin í Reykjarfirði á Ströndum.
Sædísin í Reykjarfirði á Ströndum.
Það hefur gengið vel að komast á Hornstrandir vegna veðurs frá Norðurfirði það sem af er júlí,sæmilegt í sjóinn og hægviðri enn þokuloft langt niðrí hlíðar þar til fyrir nokkrum dögum og nú er mjög hlítt í veðri og hið besta veður.

Enn að sögn Reimars Vilmundarsonar vantar bara ferðafólkið,einn og einn hópur kemur og nokkrir einstaklingar.

Reimar segist vera búin að flytja um helmingi færri norður á Strandir en í fyrra á sama tíma.

Áætlað er að síðasta ferð sumarsins frá Norðurfirði verði 7 ágúst og þann dag sigli Sædísin heim til Bolungarvíkur.
Eins og staðan er í dag er ekki áætlað að vera með siglingar frá Norðurfirði næsta sumar.
www.freydis.is

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. júlí 2011

Stefnir í 16 til 17 stiga hita í dag.

Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Loks er komið sumarveður hér á Ströndum Norður.Hitinn í gær komst yfir þrettán stig seinnipartinn þegar þokuloftinu linnti.

Strax í morgun klukkan níu var hitinn komin í 13,4 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,í suðvestan gjólu,reyndar fór hiti niðrí 5,4 stig í nótt,enda léttskýjað.

Það sem af er júlí hefur verið fremur svalt og þokuloft og súld  með köflum,þó hefur hiti komist yfir tíu stigin fjórum sinnum fyrr í mánuðinum þegar þokuloftinu hefur slotað um tíma yfir daginn.

Tún eru lítið sprottin enn ættu að lagast ef hitinn verður hærri en hefur verið yfirleitt í mánuðinum.

Ferðafólk hefur verið í lágmarki það sem af er júlí mánuði,enn þó voru tvö ættarmót haldin hér í Árneshreppi um liðna helgi,og var þá nokkur fjöldi ferðamanna.

Nú ætti ferðafólki að fjölga í hreppnum aftur ef hiti verður góður áfram í suðlægum vindáttum,annars er spáð kólnandi veðri aftur í vikulok.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. júlí 2011

Enn hækkar rafmagn á Vestfjörðum.

Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða á Hólmavík.
Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða á Hólmavík.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkusölu hækkaði um 2,8% frá og með 1. júlí 2011.
Þetta gildir um alla liði verðskrárinnar nema ótryggða orku.
Þessi hækkun verðskrár er nauðsynleg til þess að mæta hækkun á heildsölugjaldskrá Landsvirkjunar um 2,8% frá 1. júlí.
Þrátt fyrir þessa hækkun verður Orkubú Vestfjarða áfram með eitt lægsta auglýsta raforkuverð á landinu.
Verðskrá OV fyrir raforkusölu má finna hér.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
Vefumsjón