Hamingjudagar á Hólmavík um helgina.
Þá ætlar sveitarstjórn Strandabyggðar að taka fyrir á sérstökum hátíðarfundi nýja hamingjusamþykkt sveitarfélagsins, en ekki er vitað til þess að slík samþykkt sé til hjá nokkru sveitarfélagi í heiminum. Ekki má síðan gleyma að minnast á Hnallþóruhlaðborð að kveldi laugardags, en þá bjóða íbúar í Strandabyggð öllum gestum Hamingjudaga upp á ókeypis kræsingar í tertuformi.
Svo má ekki gleyma því að veðurspáin segir að besta veðrið um helgina verði á Norður og Norðvesturlandi. Það er ekki leiðinlegt innlegg í hamingjuna á Hólmavík. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefnum www.hamingjudagar.is.