Yfirlit yfir veðrið í Júní 2011.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrstu daga mánaðar var vindur vestlægur,síðan Norðan og NA út mánuðinn,nema síðasta dag mánaðar,með úrkomu,slyddu snjóéljum rigningu og súld og þokulofti.Hiti komst í 10 til 11 stig dagana 3 og 4,annars mjög svalt.Snjó og slydduél voru dagana 8 og 15 og snjóaði þá niður undir byggð.Slydda var um tíma þann 10.Mánuðurinn endaði síðan á síðasta degi mánaðarins með austlægri vindátt og léttskýjuðu veðri með ágætis hita loks.Tún hafa síðustu daga mánaðar tekið við sér á ný og aðeins farin að spretta.Einnig er úthagi farin að lagast.Eins og sjá má á meðalhita við jörð var mánuðurinn mjög kaldur.
Það mætti halda að verið væri að lýsa september veðri enn ekki júní veðri.
Dagar eða vikur:
Meira