Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. júní 2011

Hamingjudagar á Hólmavík um helgina.

Spáð er góðu veðri á hamingjudögum.
Spáð er góðu veðri á hamingjudögum.
1 af 2
Hamingjan svífur og sólin skín á Hólmavík þessa dagana, en þar eru Hamingjudagar nú haldnir í sjöunda sinn. Hátíðin nær hámarki nú um helgina, en þá mæta m.a. hamingjufrömuðirnir Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson á staðinn með hamingju-vinnustofu og trommuhring. Auk þess er margvísleg afþreying í boði. Meðal þess sem er á dagskránni Íslandsmet í hópplanki, Pollapönkarar láta í sér heyra, Geirmundur Valtýsson spilar á dansleik og trúbadorinn Svavar Knútur spilar á tónleikum á fimmtudagskvöldi þar sem allar ömmur með ömmubörn í eftirdragi fá frítt inn. Auk þess er hægt að fara á leiksýningar, listsýningar og Furðuleika svo fátt eitt sé nefnt. Heimamenn standa einnig sjálfir fyrir afskaplega fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum.

 

Þá ætlar sveitarstjórn Strandabyggðar að taka fyrir á sérstökum hátíðarfundi nýja hamingjusamþykkt sveitarfélagsins, en ekki er vitað til þess að slík samþykkt sé til hjá nokkru sveitarfélagi í heiminum. Ekki má síðan gleyma að minnast á Hnallþóruhlaðborð að kveldi laugardags, en þá bjóða íbúar í Strandabyggð öllum gestum Hamingjudaga upp á ókeypis kræsingar í tertuformi.

 

Svo má ekki gleyma því að veðurspáin segir að besta veðrið um helgina verði á Norður og Norðvesturlandi. Það er ekki leiðinlegt innlegg í hamingjuna á Hólmavík. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefnum www.hamingjudagar.is.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. júní 2011

Flugslysaæfing á Gjögurflugvöll 7- 8.okt.

Frá fundinum í gær.
Frá fundinum í gær.
1 af 2
Í gær var haldinn fundur í Félagsheimilinu Trékyllisvík til að ákveða flugslysaæfingu fyrir Gjögurflugvöll í haust,en þá verða um fjögur ár síðan að slík æfing var þar á vellinum.

Fyrirfundinum stóð Isavía og Lögreglustjóri Vestjarða.

Fyrir hönd Isavía var mættur Bjarni Sighvatsson sem sér um æfingarnar og fyrir Lögreglustjóra Vestfjarða mætti Jónas Sigurðsson yfirlögregluþjónn.

Einnig voru mætt á fundinn Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps og Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallarvörður Gjögurflugvallar og nokkrir aðrir.

Farið var yfir nokkur mál sem tengjast æfingunni og var sú ákvörðun tekin að halda æfinguna 7 til 8. október 2011.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. júní 2011

Birnan var þriggja ára.

Hvítabjörninn sem feldur var í Rekavík.Mynd Landhelgisgæslan.
Hvítabjörninn sem feldur var í Rekavík.Mynd Landhelgisgæslan.

Hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík á Hornströndum 2. maí sl. var ung birna. Dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum segir að hún hafi verið 95 kílóa og 173 cm á hæð. Birnan var ekki smituð af tríkínum en í maga fannst sníkjuþráðormur sem oft finnst í maga til dæmis kampsels og hringanóra.

Karl Skírnisson dýrafræðingur segir í tilkynningu að mikilvægt sé að hindra að tríkínur nái fótfestu hér á landi, en Ísland sé eitt fárra landa þar sem þessir sníkjuormar, sem reynst geti mönnum lífshættulegir, sé ekki landlægir.

Karli var fengið að sjá um rannsóknir á dýrinu. Hún var gerð í samvinnu við Ólöfu Guðrúnu Sigurðardóttur, dýralækni og dýrameinafræðing á Keldum og Þorvald Björnsson, hamskera Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Hann segir að aldursgreining birnunnar, sem byggi á talningu árhringja á tannrótum, sýndi að birnan var ríflega þriggja ára (talin fædd í janúar 2008).
Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild.
Þetta kom fram á vef Morgunblaðsins í gær.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. júní 2011

Ferðum aflýst á Hornstrandir.

Kafteinn Reimar siglir á Hornstrandir á Sædísi ÍS-67
Kafteinn Reimar siglir á Hornstrandir á Sædísi ÍS-67
Reimar Vilmundarson á Sædísi ÍS-67 sem sér um ferðir á Hornstrandir frá Norðurfirði hefur aflýst ferðum að minnsta kosti í fjóra daga vegna veðurs.

Ekkert sjóveður hefur verið frá því í fyrradag til skemmtisiglinga norður á Strandir með fólk,haugasjór og vindur af Norðri og Norðaustri með stinningskalda rigningu og súld.

Veðurspáin fyrir þetta svæði er ekki góð næstu daga og biður Reimar ferðafólk sem átti pantað með Sædísi norður,að hafa samband í síma 893-6926. www.freydis.is
Eitthvað hefur verið um það að fólk hafi afpantað í ferðir á Hornstrandir.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. júní 2011

Hörður hættir að fljúga.

Hörður Guðmundsson í fyrsta áætlunarfluginu til Gjögurs ásamt flugmanni.
Hörður Guðmundsson í fyrsta áætlunarfluginu til Gjögurs ásamt flugmanni.
Eftir nær hálfa öld í háloftunum er flugkappinn Hörður Guðmundsson hættur störfum sem flugmaður. Hann fagnaði 65 ára afmæli sínu á föstudaginn var og flaug sitt síðasta áætlunarflug, frá Bíldudal og til Reykjavíkur. Stór hópur vina og vandamanna var saman kominn við flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli, þegar Hörður Guðmundsson lenti vél sinni um hádegisbilið á föstudag. Þótt hann sé hættur í áætlanafluginu kveðst hann ekki vera endanlega lentur. Þessi dagur sé mjög svipaður þeim á undan. Alltaf nóg að gera og hann horfi bjartur til framtíðar. Örninn er lentur, eins og einhver sagði, en hann haldi áfram að þjálfa og kenna og prófa sitt fólk og kannski einhverja fleiri.Hörður stofnaði flugfélagið Erni árið 1970 og gegndi það veigamiklu hlutverki í samgöngu- og öryggismálum Vestfjarða um áratuga skeið. Auk þess tók það að sér verkefni í hjálparflugi á vegum Alþjóðlega Rauðakrossinn og þróunarverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Árið 2007  hóf Ernir  áætlunarflug til Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks og Hafnar í Hornafirði.

Þetta kom fram í fréttum RÚV föstudaginn 24 júní.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. júní 2011

Tónleikar á Hótel Djúpavík.

Tónleikarnir verða kl 21:30 á laugardagskvöld.
Tónleikarnir verða kl 21:30 á laugardagskvöld.
Fréttatilkynning:
"Hrafnarnir" Hermann Ingi og Hlöðver
,ásamt Elísabetu flytja eigin lög og texta,ásamt írskri tónlist.
Tónleikar á Hótel Djúpavík,laugardagskvöldið 25. júní kl. 21:30

Aðgangseyrir kr. 1.500,-Sjáumst á laugardagskvöldið.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. júní 2011

Nýtt og endurbætt Árneshreppskort.

Ferðaþjónustukort Árneshrepps.
Ferðaþjónustukort Árneshrepps.
1 af 2
Nú fyrir stuttu var endurútgefið ferðaþjónustukort og sögustaðir fyrir Árneshrepp,en eldri útgáfan var uppurin.

Inná kortið hefur verið bætt  nokkrum stöðum,svo sem ný hús hjá Urðartindi en þau hús voru byggð í fyrrasumar eftir að fyrri útgáfa kom út.Einnig Ferðaþjónustan í Ófeigsfirði.Eins voru sett tákn við auglýsingar frá þjónustuaðilum sem er á aftari hluta kortsins.

Þeyr aðilar sem tóku þátt eru kynntir á bakhlið kortsins eru:

Hótel Djúpavík-Flugfélagið Ernir-Litlihjalli.is-Æðardúnn úr Árnesey-Minja og handverkshúsið Kört-Assa,þekking&þjálfun-Sumardvöl á Melum í Trékyllisvík-Ferðaþjónustan Urðartindur-Ferðafélag Íslands-Kaupfélag Steingrímsfjarðar Norðurfirði-Gistiheimili Norðurfjarðar-Kaffi Norðurfjörður-Sparisjóður Strandamanna Norðurfirði-Gamla kjötfrystihúsið-Gistiheimilið Bergistanga-Siglingar á Hornstrandir og Árneshreppur með þrjár auglýsingar:Finnbogastaðaskóli,Félagsheimilið og Norðurfjarðarhöfn.

Um hönnun og teikningu sá Ómar Smári Kristinsson og umbrot sá Nína Ivanova á Ísafirði,prentun fór fram í Svansprenti.

Um enska þýðingu sá Ingibjörg Ágústsdóttir.

Kortið liggur frammi á flestum viðkomustöðum í Árneshreppi og á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og víðar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. júní 2011

Samspil II í Gallerí Lækjarkoti.

Myndlistakonurnar Ása, Bryndís, Kristín, og Magdalena Margrét opna sýninguna í Lækjarkoti.
Myndlistakonurnar Ása, Bryndís, Kristín, og Magdalena Margrét opna sýninguna í Lækjarkoti.
1 af 2
Fréttatilkynning:

Myndlistakonurnar Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir opna sýninguna Samspil II í Gallerí Lækjarkoti í Borgarbyggð laugardaginn 25. júní klukkan 15.00. Þar verða sýnd olíuverk, akryl- og vatnslitaverk, textílverk, ljósmyndir, þrykk og myndbandsverk.

 

Gallerí Lækjarkot tengist vinnustofu Ásu Ólafsdóttur, en Lækjarkot stendur við þjóðveg númer eitt um sex km. ofan við Borgarnes.
Listakonurnar eiga fjölbreyttan sýningarferil að baki. Þær námu allar í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Reykjavík og hafa látið að sér kveða í íslensku myndlistarlífi síðustu áratugina.
Sýningin er opin í allt sumar frá fimmtudegi til sunnudags milli kl. 14.00 - 18.00 eða eftir samkomulagi við Ásu í síma 699-0531 og asa@asaola.is. Aðgangur er ókeypis.

Tvær af þessum konum sýndu í Ingólfsfirði fyrir tveim árum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. júní 2011

Margrét heiðruð.Lokaniðurstaða frá skákhátíðinni.

Margrét Jónsdóttir á Bergistanga var heiðruð sérstaklega á mótinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
Margrét Jónsdóttir á Bergistanga var heiðruð sérstaklega á mótinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
1 af 2
Rúnar Sigurpálsson frá Akureyri sigraði með glæsibrag á stórmótinu í samkomuhúsi Trékyllisvíkur á laugardaginn. Jóhann Hjartarson stórmeistari varð í 2. sæti og bronsinu deildu Róbert Lagerman, Björn Ívar Karlsson og Þorvarður Ólafsson.

Ingólfur Benediktsson í Árnesi og Björn Torfason á Melum unnu verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna. Keppendur í Trékyllisvík voru alls 43, komu úr öllum landsfjórðungum og voru á öllum aldri. Nokkur efnilegustu skákbörn landsins tóku þátt í mótinu, sem og börn úr sveitinni sem öll stóðu sig með miklum sóma.

 

Margrét Jónsdóttir á Bergistanga var heiðruð sérstaklega á mótinu í Trékyllisvík, en með því vildu skipuleggjendur skákhátíðarinnar sýna heimamönnum þakklæti fyrir gestrisni og góðar móttökur gegnum árin. Margrét, sem fæddist í Stóru-Ávík, hefur búið alla ævi í Árneshreppi og löngum verið skákmönnum og öðrum gestum hjálparhella.

 

Hátíðin hófst á þjóðhátíðardaginn með fjöltefli Róberts Lagerman í samkomuhúsinu. Meistarinn notaði skákklukku og hafði aðeins 20 mínútur til að tefla 9 skákir. Viðureignin var æsispennandi, en að lokum vann Róbert 8 skákir en gerði jafntefli við Kristján Albertsson á Melum, sem hefur um árabil verið meðal sterkustu skákmanna á Ströndum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. júní 2011

Úrslit frá skákhátíðinni í Árneshreppi.

Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
1 af 3
Skákmótið sem haldið var um síðustu helgi í Árneshreppi gekk vel og var margt um manninn,hér kemur yfirlit um úrslit sem Hrafn Jökulsson sendi vefnum: Skákmótið endaði í Kaffi Norðurfirði, sunnudaginn 19. júní. Þar sigraði Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins með miklum glæsibrag, varð efstur 40 keppenda og skákaði Jóhanni Hjartarsyni, stigahæsta skákmanni Íslandssögunnar, Rúnari Sigurpálssyni nýbökuðum Trékyllisvíkurmeistara og fleiri sterkum skákmönnum á öllum aldri. Gleðin ríkti og sólin lét meira að segja sjá sig á Ströndum.
 
Hátíðin hófst á föstudag, 17. júní, þegar Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Meistarinn tefldi klukkufjöltefli á 9 borðum, og hafði 20 mínútna umhugsunartíma. Róbert hafði því í raun aðeins rúmlega tvær mínútur að meðaltali fyrir hverja skák, og varð viðureignin því æsispennandi. Leikar fóru svo að Róbert sigraði í 8 skákum en gerði jafntefli gegn Kristjáni Albertssyni, Melabónda, sem um langt skeið hefur verið meðal sterkustu skákmanna á Ströndum.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Úr sal Gestir.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
Vefumsjón