Djúpavíkurdagar 12.-14.ágúst 2011.
Fréttatilkynning:
Dagskráin byrjar formlega á föstudeginum kl. 19:00 með kvöldverðahlaðborði með ítölsku ívafi. Sækjum hugmyndir í eldhús Ítala, m.a. pasta og pizzur. Verð kr. 2.500,- f. fullorðna og ½ fyrir börn.
Kl. 21:30 verða tónleikar með Jóhanni Kristinssyni. Hann hefur ferðast um Evrópu í tónleikaferðir, hefur m.s. spilað á Spot Festival í Danmörku og tók þátt í Melodica Festival hérna heima og spilaði í aðdraganda þess fyrir okkur hérna í Djúpavík í fyrra, ásamt fleirum. Hann er á förum til Bandaríkjanna til tónleikahalds eftir helgina.
Aðgangseyrir er kr. 1.500,- .., kr. 1.000,- fyrir matargestir.
Á laugardaginn verður ýmislegt til gamans gert fyrir utan að fara okkar hefðbundnu leiðsöguferðir í gegnum verksmiðjuna, en þær eru samkvæmt venju kl. 10:00 og 14:00.
Kl. 15:00 verður farið í sjóferð á Djúpfara og gáð að hvölum og rennt fyrir fisk samtímis. Stórhveli hafa verið hér í æti á firðinum öllum til óblandinnar ánægju og vonumst við til að fleiri getið notið þess að sjá þá. Verð kr. 1.000,- og ½ fyrir börn.
Farið verðum í aðra sjóferð kl. 17:00 ef eftirspurn er nægjanleg.
Kl. 19:00 á laugardagskvöldið verður síðan okkar árlega sjávarréttahlaðborð með ljúffengum réttum sem lagaðir eru úr auðæfum hafsins.
Meira