Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. ágúst 2011

Léleg berjaspretta.

Mynd af berjum síðan 2008.
Mynd af berjum síðan 2008.
Það virðist ætla að verða lítið um ber hér í Árneshreppi í ár.Það fólk sem hefur kíkt á berjastaði,og fréttamaður Litlahjalla hefur haft samband við,segja þetta bara vera vísara eða óþroskuð ber.Sagt er að ber stækki og þroskist þegar farið er að dimma á nóttu og geta ber því stækkað eitthvað enn.Berjaspretta var mjög góð í fyrra og þá með því albesta sem fólk mundi eftir.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. ágúst 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15.til 22. ágúst 2011.

Í liðinni viku voru 6 umferðaróhöpp tilkynnt  til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru 6 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru 6 umferðaróhöpp tilkynnt  til lögreglunnar á Vestfjörðum.  Þriðjudaginn 16. ágúst var ekið á ljósastaur á Patreksfirði, þar urðu ekki slys á fólki, en bifreiðin mikið skemmd eftir og óökuhæf.  Þriðjudaginn 17. ágúst urðu tvær bílveltur, önnur á Drangsnesvegi á Ströndum, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg og hin á Örlygshafnarvegi þar hafnaði bifreið út fyrir veg.  Í báðum þessum tilfellum voru erlendir ferðamenn á ferð, ekki var um slys að ræða, en bifreiðarnar óökuhæfar í báðum tilfellum og fjarlægðar með krana.  Föstudaginn 19. ágúst varð árekstur á Vestfjarðarvegi í Dagverðardal í Skutulsfirði, þar skullu saman tvær bifreiðar, fjórir voru í annarri bifreiðinni, þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, en tveir sem voru í hinni bifreiðinni sluppu án meiðsla. Um minni háttar meiðsl var að ræða.  Bifreiðarnar voru óökuhæfar og fluttar af vettvangi með krana.  Laugardaginn 20. ágúst varð bílvelta á Bíldudalsvegi  við Bæinn Foss í Arnarfirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, ökumann og farþega sakaði ekki, en bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.  Aðfaranótt sunndags var óhapp á Holtavörðuheiðinni, þar mættust tveir bílar, Jeppi og fólksbíll, jeppinn með hestakerru og rakst kerran utan í fólksbílinn, með þeim afleiðingum að fólksbíllinn varð óökuhæfur, ekki urðu þar slys á fólki.
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 21. ágúst 2011

Guðbrandur Sverrisson Íslandsmeistari í hrútadómum .

 Guðbrandur Sverrisson, Bassastöðum ,Elvar Stefánsson Bolungarvík,Guðlaug Sigurðardóttir Hraunási í Helgafellssveit.Mynd strandir.is
Guðbrandur Sverrisson, Bassastöðum ,Elvar Stefánsson Bolungarvík,Guðlaug Sigurðardóttir Hraunási í Helgafellssveit.Mynd strandir.is
Þá er Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum 2011 lokið. Alls tóku fimmtíu manns þátt, þrjátíu í flokki óvanra og tuttugu í flokki vanra hrútadómara. Það var Strandamaðurinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum sem fór með sigur af hólmi í flokki vanra þuklara, en Guðbrandur náði öðru sæti árið 2003 og því þriðja árið 2005. Guðbrandur hlaut til varðveislu í eitt ár verðlaunagripinn Horft til himins sem er tileinkaður minningu Brynjólfs Sæmundssonar ráðunautar, auk fjölda annarra verðlauna. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn 2010, Elvar Stefánsson í Bolungarvík, og þriðja varð Guðlaug Sigurðardóttir bóndi á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi.Nánar á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. ágúst 2011

Kaffihús til leigu – einstakt tækifæri!

Kaffi Norðurfjörður er laus til leigu næsta sumar.
Kaffi Norðurfjörður er laus til leigu næsta sumar.
Oddviti Árneshrepps hefur óskað eftir því við vefinn að minna á laust starf við að reka Kaffi Norðurfjörð af ,áhugasömum aðila/aðilum til að taka á leigu rekstur Kaffi Norðurfjarðar sem staðsett er á Norðurfirði á Ströndum. Um er að ræða sumarstarfsemi. Viðkomandi leigir og sér alfarið um rekstur kaffihússins. Margir hafa haft samband og jafnvel skoðað en engin hefur tekið ákvörðun en.

Hér til vinstri  á  vefnum  er auglýsingin í heild undir Kaffihús til leigu. Tilvalið er fyrir áhugasama aðila að koma og skoða staðinn.

Kaffi Norðurfjörður er staðsett í húsi sem áður hýsti verbúð. Kaffihúsið hefur verið starfrækt fjögur sumur við góðar undirtektir ferðamanna á svæðinu. Boðið hefur verið uppá kaffi, meðlæti, mat og skemmtun. Öll aðstaða er eins og ný og til fyrirmyndar.

Við mat á umsækjendum verður litið til fyrri reynslu þeirra í álíka starfsemi auk hugmynda viðkomandi um hvernig kaffihúsið geti stutt við ferðaþjónustu í Árneshreppi.

Frekari upplýsingar veitir oddviti Árneshrepps í síma 4514001 (Oddný) arneshreppur@simnet.is.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. ágúst 2011

Sjónvarpslaust var í gærkvöld.

Sjónvarp komst á aftur seint í gærkvöld.
Sjónvarp komst á aftur seint í gærkvöld.
Sjónvarpslaust var í gærkvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra að hluta.

Ástæðan var bilun að Hnjúkum við Blönduós  þar sem sendir gaf sig einhvern tímann á milli fimm og sex í gær.Starfsmenn Mílu sem þjónustar stöðina fyrir RÚV fóru á staðinn á milli sex og sjö í gærkvöld og fundu strax út að sendirinn væri bilaður og skiptu um hann og tók það talsverðan tíma, en samt styttri en reiknað var með í upphafi viðgerðar,því sjónvarp komst á aftur um klukkan 22:22 í gærkvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra.Sjónvarpslaust var á þessu svæði  í um sex til sjö tíma.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. ágúst 2011

Snjómokstur hefur áhrif á samkeppnisstöðu.

Eva Sigurbjörnsdóttir.
Eva Sigurbjörnsdóttir.
Bæjarins besta.
„Við erum með hörmulegar vetrarsamgöngur hér í Djúpavík. Snjómokstur til okkar var skorinn niður um 50% þegar kreppan skall á árið 2008. Það er ömurlegt að lítið samfélag eins og okkar, sem aðeins hafði mokstur tvisvar í viku, skuli vera komið niður í eitt skipti í viku. Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif og ekki síst á samkeppnisstöðu okkar gagnvart öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum í kringum okkur. Það er til dæmis mokað allan veturinn, bæði til Drangsness og til Bjarnarfjarðar," segir Eva Sigurbjörnsdóttir  í viðtali við bb.is,sem rekur Hótel Djúpavík í Árneshreppi ásamt eiginmanni sínum Ásbirni Þorgilssyni. Rekstur hótelsins hefur gengið vel í sumar þrátt fyrir að veðrið hafi verið að stríða íbúum í Djúpavík í byrjun sumars.
Nánar hér á BB.ÍS

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. ágúst 2011

Fyrsta sérmerkta bílastæðið fyrir fatlaða á Hólmavík.

Hið sérmerkta bílastæði fatlaðra er við inngang Kaupfélagsins.Mynd Dagrún Ósk Jónsdóttir.
Hið sérmerkta bílastæði fatlaðra er við inngang Kaupfélagsins.Mynd Dagrún Ósk Jónsdóttir.
Kaupfélag Hólmavíkur er aldeilis búið að gera góða hluti núna undanfarið til þess að bæta aðgengi fatlaðra og annarra að verslun sinni og veitingasölu á Hólmavík sem var sameinuð í einu húsi í vor. Síðasta vetur var sett upp sjálfvirk rennihurð að versluninni, svo fólk þarf ekki að baslast við að opna og loka hurðinni sjálft. Í framhaldi af malbikun bílastæðisins við Kaupfélagið fyrr í sumar hefur fyrsta sérmerkta bílastæðið fyrir fatlaða á Hólmavík nú litið dagsins ljós, en í gær var unnið að því að merkja bílastæði við Kaupfélagið.Þetta kemur fram á vefnum Strandir.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. ágúst 2011

Hlutabréfakaup í Vesturferðum.

Greiðslutímabil kaupverðs er 15 ágúst til 25 september 2011.
Greiðslutímabil kaupverðs er 15 ágúst til 25 september 2011.
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa nú auglýst hlutabréfakaup í Vesturferðum.Lágmark hlutakaupa er 50.000 kr. og hámark er 500.000 kr.

Ferðamálasamtök Vestfjarða eiga nú 70,2% hlut í ferðaskrifstofunni Vesturferðir. Samtökin bjóða nú til sölu hluta af eignaraðild sinni í félaginu þannig að eftir standi eignarhlutdeild upp á um 25%. Þegar andvirði seldra hluta Ferðamálasamtakanna hefur fengist frá væntanlegum kaupendum ganga frekari greiðslur til hlutafjáraukningar í Vesturferðum ehf. Þér eða fyrirtæki þínu stendur til boða að kaupa hlut í félaginu.

Heildarhlutir sem seldir verða nema kr. 7.000.000. Hlutafjáraukning í Vesturferðum verður kr. 2.510.000 og endurseldir hlutir, sem Ferðamálasamtökin keyptu síðastliðið vor af Hótel Ísafirði hf. og Flugfélagi Íslands hf., nema kr. 4.490.000.

Nánar á www.vestfirskferdamal.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. ágúst 2011

Barnamót HSS sunnudaginn 21. ágúst.

Mótið er á sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi.
Mótið er á sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi.
Barnamót HSS verður haldið á Drangsnesi sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi. Mótið hefst kl 14:00 og keppnisgreinar eru eftirfarandi:

Börn 8 ára og yngri: 60 m. hlaup, boltakast og langstökk.

Börn 9 til 10 ára:60 m. hlaup, boltakast og langstökk.

Börn 11 til 12 ára: 60 m. hlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk og hástökk

Framkvæmdastjóri HSS tekur á móti skráningum á mótið, en einungis verður tekið við skráningum í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 20. ágúst.

Eftir mótið verða veitingar á Drangsnesi með því að fírað verður upp í grillinu - allir fá pylsur, drykk og tilheyrandi meðlæti!

Fjölmennum  nú öll á Barnamótið á Drangsnesi og hvetjum krakkana til dáða!

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. ágúst 2011

Mikil úrkoma.

Séð af hlaðinu í Litlu-Ávík uppá brekkur þar sem margir nýir lækir belja.
Séð af hlaðinu í Litlu-Ávík uppá brekkur þar sem margir nýir lækir belja.
1 af 3
Mikið hefur rignt hér á Ströndum síðan á sunnudagskvöld.Norðanátt hefur verið og síðan Norðvestan með kalda súld í fyrstu síðan mikilli rigningu.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman eftir nóttina í nótt 30,2 mm, og frá kl 18:00 á sunnudag til kl 09:00  í morgun  hafa mælst samtals 66,8 mm og er það að slaga uppí meðaltals úrkomu í ágúst.Nú í morgunsárið er að draga loks úr úrkomunni og orðin meiri súld.Einnig rigndi mikið aðfaranótt þriðja ágúst þegar úrkoman mældist 39,0 mm eftir nóttina.Myndirnar voru teknar í gærkvöld.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
Vefumsjón