Í liðinni viku voru 6 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru 6 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Þriðjudaginn 16. ágúst var ekið á ljósastaur á Patreksfirði, þar urðu ekki slys á fólki, en bifreiðin mikið skemmd eftir og óökuhæf. Þriðjudaginn 17. ágúst urðu tvær bílveltur, önnur á Drangsnesvegi á Ströndum, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg og hin á Örlygshafnarvegi þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Í báðum þessum tilfellum voru erlendir ferðamenn á ferð, ekki var um slys að ræða, en bifreiðarnar óökuhæfar í báðum tilfellum og fjarlægðar með krana. Föstudaginn 19. ágúst varð árekstur á Vestfjarðarvegi í Dagverðardal í Skutulsfirði, þar skullu saman tvær bifreiðar, fjórir voru í annarri bifreiðinni, þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, en tveir sem voru í hinni bifreiðinni sluppu án meiðsla. Um minni háttar meiðsl var að ræða. Bifreiðarnar voru óökuhæfar og fluttar af vettvangi með krana. Laugardaginn 20. ágúst varð bílvelta á Bíldudalsvegi við Bæinn Foss í Arnarfirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, ökumann og farþega sakaði ekki, en bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Aðfaranótt sunndags var óhapp á Holtavörðuheiðinni, þar mættust tveir bílar, Jeppi og fólksbíll, jeppinn með hestakerru og rakst kerran utan í fólksbílinn, með þeim afleiðingum að fólksbíllinn varð óökuhæfur, ekki urðu þar slys á fólki.
Meira