Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. ágúst 2011

Heyskapur heldur áfram.

Frá heyskap í sumar.
Frá heyskap í sumar.
Bændur gátu hafið heyskap aftur eftir síðustu helgi eftir nokkurt hlé eftir verslunarmannahelgi vegna bleytu,það var talsverð úrkoma frá öðrum ágúst og fram til sjöunda.

Nokkrir bændur eru nú búnir að slá allt og rúlla,og aðrir á fullu við að klára að heyja fyrrislátt.

Grasspretta hefur lagast mikið eftir því sem liðið hefur á,og menn hafa náð sæmilegum heyjum fyrir rest.En þetta er nokkuð misjafnt eftir bæjum.

Í Litlu-Ávík hefur Sigursteinn bóndi náð ágætisheyskap eða um 294 rúllum á móti 240 í fyrra,og er heyskapurinn í Litlu-Ávík svipaður og árið 2009.

Margir bændur munu síðan fara að slá seinnislátt svonefnda há.

Menn ættu að fá þurrt veður fram á næstkomandi helgi.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. ágúst 2011

Vikan hjá lögregunni á Vestfjörðum 1. til 8. ágúst 2011.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.  Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.  Tvær bílveltur og þrjú minniháttar óhöpp.  Mánudaginn 1. ágúst varð bílvelta í Skálmarfirði, vestan við Klettsháls, þar hafnaði bifreið út fyrir veg.  Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.  Laugardaginn 6. ágúst varð bílvelta á Skálavíkurvegi ofan Bolunarvíkur, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt.  Í bifreiðinni voru þrjú ungmenni og voru þau flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, um minniháttar áverka var að ræða.  Bifreiðin flutt af vettvangi með krana.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir og hraðan akstur í vikunni, 6 í nágreinni við Hólmavík og 2 á Ísafirði.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir ölvun við akstur.

Föstudaginn 5. ágúst varð flugslys á Ísafjaðarflugvelli, þar var lítil einshreyfils flugvél á leið í flugtaksstöðu þegar öflug vindhviða feykti vélinni um koll og hafnaði vélin á hvolfi.  Flugmann og tvo farþega sakaði ekki, en vélin mikið skemmd.  Greiðlega gekk að fjarlægja vélina af vettvangi.

Í vikunni lagði starfsmaður Fiskistofu hald á fimm net sem voru ólögleg, en þau voru í sjó á svokölluðum hvíldartíma, en ákveðnar reglur gilda þar um  „í samræmi við 2. mgr. 18. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum er óheimilt að stunda netaveiðar á silungi í netlögum sjávarjarða frá kl. 22.00 á föstudagskvöldi til kl. 10.00 á þriðjudagsmorgni.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. ágúst 2011

1 tölublað búnaðarblaðsins Freyju komið út.

Forsíðumynd Freyju í dag.
Forsíðumynd Freyju í dag.
 Fréttatilkynning:

Upp er runninn fyrsti útgáfudagur búnaðarblaðsins Freyju. Fyrir rúmum 100 árum kom forveri Freyju, Freyr fram á sjónarsviðið. Á þeim tíma voru ungmennafélög að verða til í hverri sveit og með þeim fóru um vindar samvinnu, bjartsýni og framtakssemi. Það má kannski segja að Freyja sé eins konar ungmennafélag, því þrátt fyrir að hennar aðstandendur séu á öllum aldri, þá hafa viðhorf þeirra allra einkennst af þessum þáttum sem áður voru taldir upp. Þá ber að geta þess að hvergi hafa forsvarsmenn Freyju komið að lokuðum dyrum er leitað hefur verið eftir aðstoð við þessa útgáfu. Það sýnir að í mörgum hornum  íslensk landbúnaðar er dugmikið fólk sem tilbúið er til þess að leggja sitt af mörkum til að vinna sér og samferðarmönnum sínum heil.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. ágúst 2011

Jeppi brann sunnan Veiðileysu.

Jeppinn brann til kaldra kola.Mynd Halldór Höskuldsson.
Jeppinn brann til kaldra kola.Mynd Halldór Höskuldsson.
Slökkviliðið á Hólmavík og á Drangsnesi var kallað út laust eftir hádegi í dag, þar sem tilkynnt var um að kviknað hefði í bifreið sunnan við Veiðileysu í Árneshreppi.

Að sögn lögreglunnar á Hólmavík, var ökumaður jeppans einn og slapp hann ómeiddur. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en eldsupptök eru ókunn. Bifreiðin brann til kaldra kola eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Halldór Höskuldsson á Drangsnesi tók við slökkvistörf. Málið er nú í rannsókn.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. ágúst 2011

Merki fyrir félagsþjónustuna.

Merki sveitarfélaganna fjögurra sem standa að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Merki sveitarfélaganna fjögurra sem standa að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Óskað er eftir tillögum að merki (lógó) félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Lógóið þarf að vera tilbúið til notkunar á tölvutæku formi.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er sameiginleg félagsþjónusta sveitarfélaganna, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps. Félagsþjónustan sinnir þjónustu á sviði barnaverndar, félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, málefni fatlaðs fólks, félagslegrar heimaþjónustu og málefni aldraðra.

Einkennisorð félagsþjónustunnar eru mannvirðing, fordómaleysi og trúnaður.

Tillögurnar óskast sendar inn á skrifstofu Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík ekki seinna en 18.september 2011, merktar „lógó". Félagsmálastjóri tekur við tillögunum. Nánari upplýsingar veitir Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri í síma 842-2511 eða í gegnum netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Í verðlaun eru heiðurinn á höfundaverki kennimerkisins auk 50.000 króna.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. ágúst 2011

Mikil úrkoma eftir nóttina.

Lækir sáust í morgun sem sjást yfirleitt ekki fyrr en í september.
Lækir sáust í morgun sem sjást yfirleitt ekki fyrr en í september.
Það rigndi mikið hér á Ströndum í nótt.Það er engu líkara að veðurguðirnir hafi opnað fyrir flóðgættirnar nú í byrjun ágúst eftir þurran júlí.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík eftir nóttina,eða frá kl.18:00 í gær til 09:00 í morgun mældist 39,0 mm og var það mesta úrkoman á landinu eftir nóttina.Næst mest úrkoma mældist í Bolungarvík  11,7 mm.

Fyrsti dagur ágúst var þurr enn síðan hefur verið rigning eða súld.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. ágúst 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25. júlí til 1. ágúst 2011.

29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.
29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.

Engin stórtíðindi voru hjá lögreglunni á Vestfjörðum, þrátt fyrir mjög mikla umferð og mikinn fjölda fólks alls staðar á svæðinu. Það sem helst má til tína, er að ekið var á tvær kindur og eitt lamb. 29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðast ók mældist á 130 km/klst. og þakkaði lögreglumanni fyrir að stöðva akstur sinn, með þeim orðum að hann hafi verið sofandi og ekki vaknað fyrr en farþegar hans bentu honum á að lögreglan væri að gefa honum merki um að stöðva. 2 ökumenn voru kærðir fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir meintan ölvunarakstur. 6 umferðaróhöpp urðu, þar af tvö þar sem fólk slasaðist minni háttar.

Á dansleik í Íþróttahúsinu á Torfnesi varð það slys að einn gesta fór upp á sviðið, en ekki fór betur en svo að hann datt fram af sviðinu og lenti illa á andlitið. Meiðsli hans voru talin það alvarleg að hann var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað um líðan mannsins á þessari stundu.

Sunnudaginn 31. júlí klukkan 23:52 er tilkynnt til lögreglu um tvo kajakræðara sem farið var að óttast um. Þeir lögðu upp frá Flateyri og ætluðu í Staðardal og til baka aftur. Þegar þeir skiluðu sér ekki aftur á boðuðum tíma var hafin eftirgrennslan, en síðan formleg leit. Þyrla LHG var komin til Ísafjarðar til að aðstoða við leitina. Klukkan 03:48 um nóttina fann Björgunarsveitin í Bolungarvík mennina við Galtarvita í heimsókn þar hjá fólki sem heldur til þar. Ferðaáætlunin því ekki virt á því ferðalagi.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. ágúst 2011

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2011.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Veðrið í Júlí 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var fremur svalur fram til tíundu.Norðlægar vindáttir með þokulofti oftast og súld með köflum,hitinn komst þó yfir tíu stig þegar þokunni létti hluta úr dögum.

Þann 11 snérist vindur í SV með þurru og hlýju veðri,síðan breytilegar vindáttir.Þann 15 snérist vindur aftur til Norðlægrar vindáttar og með þokusúld með köflum og kólnaði þá verulega í 3 daga sem vorkuldi í maí væri,og var norðlæg átt fram til 19.Frá 20 voru hafáttir eða breytilegar með þurru og hlýju veðri fram til 26,en úrkoma var 24-25 og 26.Þá snérist til suðlægra vindátta í 3 daga.Mánuðurinn endaði með Norðvestan og þokulofti.

Mánuðurinn var mjög þurr í heild,þótt oft hafi verið rakt í þokuloftinu og lítill þurrkur.

Fjöll talin auð þann 18 eða mánuði seinna en í fyrra.

Bændur byrjuðu ekki almennt slátt fyrr enn eftir 20, sem er vel hálfum mánuði seinna en í venjulegu árferði.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. júlí 2011

Borgarísjaki.

Borgarísjaki.Úr myndasafni 15-05-2008.
Borgarísjaki.Úr myndasafni 15-05-2008.
Skip tilkynnir í dag 31-07-=kl.08:45 stórann ísjaka á POS: 66°48.6N - 023°03.7W. Staðsetning ca. 22 sml N af Straumnesi. Segir hann ca. 300m², lélegt skyggni á staðnum en vel sjáanlegur á radar.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. júlí 2011

Kökuhlaðborð á Hótel Djúpavík.

Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.
Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.
Á sunnudaginn um verslunarmannahelgi, þann 31. júlí, verður eitt af kökuhlaðborðum sumarsins haldið á Hótel Djúpavík. Slík hlaðborð eru reglulega yfir sumarið og er enginn svikinn af þeim gómsætu kökum og kræsingum sem þar eru í boði. Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón