Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. ágúst 2011 Prenta

Leitum seinkað um viku í Árneshreppi.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.
Nokkrir bændur fóru framá það við Hreppsnefnd Árneshrepps að seinka leitum í um eina viku frá því sem venjulegt er,og varð hreppsnefnd við því.Bændur telja að vegna kuldanna í vor og framá sumar og heyskapur var mjög seint í sumar og enn eiga nokkrir bændur eftir að slá seinnislátt (há),og tún lítið farin að spretta aftur til að hafa fé af fjalli á túnum og vika gæti gert mikið uppá að beit lagist fyrir fé sem kemur af fjalli og haft oft í um hálfan mánuð þar til slátrun hefst.

Þannig að fyrsta leitarsvæðið í Árneshreppi það er norðursvæðið (Ófeigsfarðar svæðið),verður leitað 16 og 17 september,og réttað í Melarétt þann 17 september.Og því verður syðra svæðið smalað viku seinna og réttað í Kjósarrétt 24 september.

Hér á vefnum til vinstri fyrir ofan fleiri fréttir undir Leitir haustið 2011 má sjá fjallskilaseðilinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
Vefumsjón