Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. ágúst 2011
Prenta
Vegagerðin ver vegi.
Vegagerðin á Hólmavík hefur verið að láta sprengja grjót til varnar sjógangi í og við vegi,grjótið er tekið fyrir ofan Norðurfjarðarhöfn þar sem efni var tekið í hana á þeim árum.Grjótið er látið neðst í Stórukleifarbrekku við hið þekkta Guðmundar Góða sæti,enn hann mun hafa vígt Urðirnar á sínum tíma.Talsvert hefur étist úr veginum þar smátt og smátt vegna sjógangs.Einnig var keyrt grjóti austan við svonefndan Hundsháls þar sem sjór var farin að taka úr veginum í sjógangi.Beltagrafa var við að bora í grjótið og moka á bílana tvo sem keyrðu efninu einnig var hjólaskófla hreppsins við að moka efninu af veginum.Þessu verki verður lokið í dag.