Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. ágúst 2011
Prenta
Skipt um járn á skemmu.
Eitthvað eru bændur að dytta að húsum peningshúsum eða öðru þegar tími gefst til nú fyrir haustleitir. Á föstudag og laugardag var verið að skipta um járn á 200 fermetra skemmu í Litlu-Ávík eða svonefndu Sögunarhúsi þar sem öll sögun fer fram í Litlu-Ávík. Áður var búið að skipta um járn þar á peningshúsum, í fyrra á hlöðu og fjárhúsunum í hitteðfyrra.
Eins voru einhverjir bændur að skipta um og endurbæta hjá sér í fjárhúsum,grindur og milliverk eða skilrúm á milli garða.
Einnig var skipt um klæðningu nú fyrir stuttu,á vélageymslunni á Gjögurflugvelli á vegum Isavia þar sem heimamenn unnu verkið.