Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. september 2011

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum.

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum.
Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum.
Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Áherslur við seinni úthlutun 2011

Hægt er að sækja um stuðning við hverskyns menningarverkefni, svo framarlega sem umsókn eða verkefni stangast ekki á við úthlutunarreglur sem samþykktar eru við hverja úthlutun. Umsóknir og verkefni hverju sinni eru borin saman á samkeppnisgrundvelli.
Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við seinni úthlutun ársins 2011 verði horft sérstaklega til verkefna sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

Verkefni sem efla samstarf á sviði menningarmála á Vestfjörðum.

Verkefni sem stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í menningartengdum verkefnum.

Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum á sviði menningar.

Menningarstarfsemi sem styður við ferðaþjónustu.

Verkefni sem stuðla að þátttöku barna og unglinga í listsköpun og menningarstarfi.

Umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 6. október. Úthlutun fer fram í nóvember.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. september 2011

Námsvísirinn kominn út.

Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða veturinn 2011-2012 er kominn út.
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða veturinn 2011-2012 er kominn út.
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða veturinn 2011-2012 er kominn út og verður dreift í öll hús á Vestfjörðum á næstu dögum. Þar er að finna yfirlit yfir þau námskeið og námsleiðir sem búið að er ákveða að bjóða upp á í vetur. Eins og alltaf er fjölbreytnin í fyrirrúmi og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Rétt er að hafa í huga að alltaf bætist eitthvað við sem ekki hefur náð inn í Námsvísinn. Það er því um að gera að fylgjast með á vef Fræðslumiðstöðvarinnar þar sem er að finna upplýsingar um öll námskeið. Hægt er að skár sig á námskeið á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða en einnig er hægt að hafa samband í síma 456 5025.Segir í fréttatilkynningu frá FRMST.
Vefur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. september 2011

Fyrsti snjór í fjöllum.

Séð til Norðurfjarðar og Krossness um 16:30 í gær þegar stytti upp.
Séð til Norðurfjarðar og Krossness um 16:30 í gær þegar stytti upp.
Í gær kólnaði aldeilis á Ströndum og víðar á norðurlandi þegar fyrsta alvöru kuldalægðin kom að norðaustanverðu landinu.

Strax í gær um hádegið voru fjöll orðin flekkótt niðrí allt að hundrað metra því á tímabili var flekkótt á svonefndu Reiðholti (þar sem fjarskiptastöð Símans er í Litlu-Ávíkurlandi við Reykjaneshyrnu). Klukkan 12:00 var hitinn komin niðrí 2,6 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og vindur NNV 10 m/s og talsverð slydda.(á Gjögurflugvelli 2,7 stig).Síðan kólnaði áfram talsvert því hiti á Sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli var 1,7 stig kl.14:00.Eftir það fór hitinn að skríða uppávið aðeins aftur og var hitinn komin rétt yfir 3 stig kl 18:00  á stöðinni í Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli litlu minni.Um hálf fimm í gær stytti upp og engin úrkoma var í nótt,en úrkoman í gærdag frá 09:00 til 18:00 var 10,3 mm.

Sjáið fleiri myndir á Yfirlit yfir veðrið.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. september 2011

Sóknaráætlun Vestfjarða.

Kort vatnasvæði Hvalár.Virkjun í Hvalá er í þriðja sæti hjá FV.
Kort vatnasvæði Hvalár.Virkjun í Hvalá er í þriðja sæti hjá FV.
Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Bolungarvík 2.-3. september 2011 tók fyrir verkefni vegna Sóknaráætlunar landshluta, en áætlunin er hluti af verkefni ríkisstjórnar, Ísland 20/20.  Í aðdraganda fjórðungsþingsins fór fram forval á verkefnum í samvinnu við sveitarfélög og hagsmunaaðila á Vestfjörðum,  verkefnunum var síðan forgangsraðað á þinginu. Verkefnin taka viðmið af forsendum áætlunarinnar Ísland 20/20 og samkvæmt tilmælum fjármálaráðuneytis vegna undirbúnings fjáralagagerðar.  Miðað var við val á allt að sjö verkefnum sem ætlað er að verða hluti af fjárlögum fyrir árið 2012. 

 

Niðurstaða þingsins að verkefnunum skuli raðað í eftirfarandi forgangsröð:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. september 2011

Glæsileg gjöf til Finnbogastaðaskóla.

Nemendur Finnbogastaðaskóla ásamt skólastjóra við hljómborðið.
Nemendur Finnbogastaðaskóla ásamt skólastjóra við hljómborðið.
1 af 2
Nú í byrjun skólaársins fékk Finnbogastaðaskóli glæsilega gjöf frá Einari Óskari Sigurðssyni sem hefur rekið Kaffi Norðurfjörð, og pabba hans Sigurði Geirssyni.Um var að ræða glæsilegt hljómborð og statíf undir það.Börnin eru himinsæl með þessa frábæru gjöf sem kemur sér afar vel fyrir þau. Nú geta þau spilað eins og vindurinn og lært á það í tónmennt hjá henni Rósu kennara. Einar bað þau öll að læra eitt lag fyrir jólaskemmtunina og það ætla þau að gera.
Vefur Finnbogastaðaskóla.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. september 2011

56. Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga.

56. Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga var haldið 2 og 3 september.
56. Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga var haldið 2 og 3 september.
56. Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga var haldið í félagsheimilinu í Bolungarvík föstudaginn 2. september og laugardaginn 3. september síðastliðinn. Mættir voru 36 þingfulltrúar frá níu sveitarfélögum ásamt ýmsum gestum.
Fyrirkomulag þingsins var með nokkuð breyttu sniði í ár, á föstudaginn fór fram hópavinna þar sem dregin var saman framtíðarsýn sveitarstjórnarfulltrúa á stoðkerfi atvinnu og byggðar. En seinni daginn fóru fram umræður og forgangsröðun verkefna vegna Sóknaráætlunar landshluta. Auk þeirrar stefnumótunarvinnu sem fór fram á þinginu voru einnig samþykktar eftirfarandi ályktanir.

 

Fjórðungsþing Vestfirðinga fagnar þeirri ákvörðun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að Hvalárvirkjun hafi verið sett í nýtingarflokk í þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.  Um mikið hagsmunamál Vestfirðinga er að ræða og því gleðilegt að nú sé þessi virkjunarkostur loks að verða raunhæfur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. september 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 29. ágúst til 5. september 2011.

Í liðinni viku voru þrír ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru þrír ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Í liðinni viku voru þrír ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók mældist á 111 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þá var einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í vikunni. Sá reyndist heldur ekki vera með gild ökuréttindi. Í vikunni gaf lögreglan ökumönnum sem töluðu í farsíma sérstakan gaum og var einn kærður fyrir að nota ekki handfrjálsan búnað.

Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri sem mun hafa átt sér stað á bifreiðastæði við Brunngötu á Ísafirði. En þá var ekið utan í mannlausa Subaru Legacy bifreið, rauða að lit. Sá er árekstrinum olli gerði ekki vart við sig. Atvikið mun hafa orðið á tímabilinu frá kl.03:00 til 15:00 föstudaginn 26. ágúst sl. Sími lögreglunnar er 450 3730.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. september 2011

Gífurleg úrkoma í nótt.

Það mældist 70,1 mm úrkoma eftir nóttina í Litlu-Ávík.
Það mældist 70,1 mm úrkoma eftir nóttina í Litlu-Ávík.
Það var gífurleg úrkoma í Árneshreppi frá í gærkvöld og fram á morgun.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman frá klukkan 18:00 í gær og til klukkan 09:00 í morgun eða á fimmtán tímum 70,1 mm,og er það langmesta úrkoma sem mælst hefur í Litlu-Ávík eftir 15 tíma eða eina nótt.

Samkvæmt gagnabrunni Veðurstofu Íslands var næstmesta úrkoman á Sauðanesvita 9,7 mm.

Mjög kalt var líka á Ströndum í nótt,kaldast á Hornbjargsvita 3,7 stig og á Gjögurflugvelli 4,1 stig og í Litlu-Ávík 4,4 stig.

Ekki hefur fréttamaður haft spurnir af hvort vegir hafi skemmst í þessum vatnavöxtum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. september 2011

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2011.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Veðrið í Ágúst 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og þurru veðri fyrsta dag mánaðar, aðfaranótt  3 var engu líkara en allar flóðgáttir himins hafi opnast,og síðan var úrkoma fram á áttunda.Þann níunda létti til með breytilegum vindáttum og þurru veðri fram til 13,eftir það var Norðan með mikilli rigningu eða súld fram á 16.Frá 17 voru breytilegar vindáttir og hægviðri,síðan NA stinningsgola.Loks þann 27,snérist til suðlægra vindátta með hlýindum út mánuðinn.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum eða 109,4 mm af heildarúrkomu mánaðarins sem var 138,6 mm.

Fyrrislætti lauk loks hjá bændum í Árneshreppi um 12 eða 13 ágúst.Einhver seinnisláttur var seinna í mánuðinum hjá nokkrum bændum.Heyföng urðu sæmileg fyrir rest.

Berjaspretta er talin mjög léleg.
Sjá nánar hér til vinstri undir Yfirlit yfir veðrið.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2011

Urðartindur með framkvæmdir.

Búið að saga úr fyrir hurðum og gluggum.
Búið að saga úr fyrir hurðum og gluggum.
1 af 3
Arinbjörn Bernharðsson smiður og jarðeigandi sem rekur og er eigandi ferðaþjónustunnar Urðartinds á Norðurfirði heldur áfram framkvæmdum.Nú er hann búin að láta saga úr veggjum á hlöðu fyrir hurðum og gluggum þar sem verða útbúin  fjögur mótelherbergi og hvert herbergi með sér snyrtiaðstöðu,sem ætlunin að séu tilbúin í júní næsta sumar.Á jarðhæð á sama húsi var útbúið í fyrra aðstaða fyrir tjald og hjólhýsagesti,með snyrtingum,þar eru einnig borð og stólar með aðstöðu fyrir 80 manns í sæti.Mjög gott og mikið tjaldstæði er þar fyrir utan.Rafmagn er í öllum húsum Urðartindar.

Í fyrra byggði Urðartindur tvö smáhýsi sem hafa verið full bókuð og meira enn það í sumar,einnig hefur tjald og útiaðstaðan verið vinsæl í sumar.Fjögur ættarmót voru haldin þar sem útiaðstaðan og inniaðstaðan var notuð fyrir veisluföng.Að sögn Arinbjörns er hann mjög ánægur með aðsóknina í sumar.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
Vefumsjón