Námsvísirinn kominn út.
Vefur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Strax í gær um hádegið voru fjöll orðin flekkótt niðrí allt að hundrað metra því á tímabili var flekkótt á svonefndu Reiðholti (þar sem fjarskiptastöð Símans er í Litlu-Ávíkurlandi við Reykjaneshyrnu). Klukkan 12:00 var hitinn komin niðrí 2,6 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og vindur NNV 10 m/s og talsverð slydda.(á Gjögurflugvelli 2,7 stig).Síðan kólnaði áfram talsvert því hiti á Sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli var 1,7 stig kl.14:00.Eftir það fór hitinn að skríða uppávið aðeins aftur og var hitinn komin rétt yfir 3 stig kl 18:00 á stöðinni í Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli litlu minni.Um hálf fimm í gær stytti upp og engin úrkoma var í nótt,en úrkoman í gærdag frá 09:00 til 18:00 var 10,3 mm.
Sjáið fleiri myndir á Yfirlit yfir veðrið.
Niðurstaða þingsins að verkefnunum skuli raðað í eftirfarandi forgangsröð:
Fjórðungsþing Vestfirðinga fagnar þeirri ákvörðun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að Hvalárvirkjun hafi verið sett í nýtingarflokk í þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Um mikið hagsmunamál Vestfirðinga er að ræða og því gleðilegt að nú sé þessi virkjunarkostur loks að verða raunhæfur.
Í liðinni viku voru þrír ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók mældist á 111 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þá var einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í vikunni. Sá reyndist heldur ekki vera með gild ökuréttindi. Í vikunni gaf lögreglan ökumönnum sem töluðu í farsíma sérstakan gaum og var einn kærður fyrir að nota ekki handfrjálsan búnað.
Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri sem mun hafa átt sér stað á bifreiðastæði við Brunngötu á Ísafirði. En þá var ekið utan í mannlausa Subaru Legacy bifreið, rauða að lit. Sá er árekstrinum olli gerði ekki vart við sig. Atvikið mun hafa orðið á tímabilinu frá kl.03:00 til 15:00 föstudaginn 26. ágúst sl. Sími lögreglunnar er 450 3730.
Samkvæmt gagnabrunni Veðurstofu Íslands var næstmesta úrkoman á Sauðanesvita 9,7 mm.
Mjög kalt var líka á Ströndum í nótt,kaldast á Hornbjargsvita 3,7 stig og á Gjögurflugvelli 4,1 stig og í Litlu-Ávík 4,4 stig.
Ekki hefur fréttamaður haft spurnir af hvort vegir hafi skemmst í þessum vatnavöxtum.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og þurru veðri fyrsta dag mánaðar, aðfaranótt 3 var engu líkara en allar flóðgáttir himins hafi opnast,og síðan var úrkoma fram á áttunda.Þann níunda létti til með breytilegum vindáttum og þurru veðri fram til 13,eftir það var Norðan með mikilli rigningu eða súld fram á 16.Frá 17 voru breytilegar vindáttir og hægviðri,síðan NA stinningsgola.Loks þann 27,snérist til suðlægra vindátta með hlýindum út mánuðinn.
Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum eða 109,4 mm af heildarúrkomu mánaðarins sem var 138,6 mm.
Fyrrislætti lauk loks hjá bændum í Árneshreppi um 12 eða 13 ágúst.Einhver seinnisláttur var seinna í mánuðinum hjá nokkrum bændum.Heyföng urðu sæmileg fyrir rest.
Berjaspretta er talin mjög léleg.
Sjá nánar hér til vinstri undir Yfirlit yfir veðrið.
Í fyrra byggði Urðartindur tvö smáhýsi sem hafa verið full bókuð og meira enn það í sumar,einnig hefur tjald og útiaðstaðan verið vinsæl í sumar.Fjögur ættarmót voru haldin þar sem útiaðstaðan og inniaðstaðan var notuð fyrir veisluföng.Að sögn Arinbjörns er hann mjög ánægur með aðsóknina í sumar.