Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. september 2011

Styttist í flugslysaæfinguna á Gjögurflugvelli.

Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2007.
Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2007.
1 af 3
Helgina 7.-8. október næstkomandi fer fram flugslysaæfing á Gjögurflugvelli  í Árneshreppi. Æfingin stendur yfir í tvö daga og verður fræðslunámskeið fyrri daginn og æfing þann síðari. Allir þeir einstaklingar sem eru á útkallslista Almannavarna vegna flugslysa, verða boðaðir á æfinguna. Einnig verður óskað eftir sjálfboðaliðum til að leika sjúklinga á æfingunni. Fjögur ár eru liðin frá því slík æfing var haldin á Gjögurflugvelli. Tilgangurinn með flugslysaæfingum er að samhæfa viðbrögð allra hluteigandi aðila á svæðinu og sannreyna virkni flugslysaáætlunar.
Bjarni Sighvatsson verkefnastjóri / flugverndar og björgunardeildar Isavia ohf,sem skipulagt hefur dagskrána og hefur yfirumsjón með æfingunni hefur beðið vefinn að minna á flugslysaæfinguna og sendi vefnum myndir frá æfingunni sem var á Gjögurflugvelli fyrir fjórum árum,einnig er hérna með í stórum dráttum hvað gert er fyrir æfingu og á meðan æfingu stendur og einnig eftir æfingu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. september 2011

Hlutafjárkaup í Vesturferðum framlengd.

Vesturferðir eru til húsa í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.Mynd BB.is
Vesturferðir eru til húsa í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.Mynd BB.is
Ákveðið hefur verið að framlengja sölu á hlutabréfum í ferðaskrifstofunni Vesturferðir til miðnættis aðfarnótt n.k. föstudags, þann 30. september vegna ítrekaðra óska. Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) hafa fengið óskir í þá veru þar sem sum fyrirtæki hafa ekki náð að halda stjórnarfundi um kaup á hlut. Við þessum óskum verður að sjálfsögðu orðið enda markmiðið að sem flestir ferðaþjónustuaðilar taki þátt. Nú þegar hafa margir aðilar gengið frá kaupum á hlut og tilefni til bjartsýni um framhaldið.Nánar hér.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. september 2011

Selur á skeri.

Selurinn á skerinu.
Selurinn á skerinu.
1 af 2
Nú á dögunum þegar fréttamaður Litlahjalla var á ferðinni í Reykjarfirði um leitirnar og þegar réttað var í Kjósarrétt,sást selur í makindum á skeri innarlega í Reykjarfirði og lá hann í makindum sínum og rétt lyfti haus þegar kallað var til hans og þegar heyrðist í mölinni undan fótum manna.Það var útilokað að fá hann til að fara af skerinu til að synda í spegil sléttum sjónum..En hér eru tvær myndir af Kobba kallinum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. september 2011

FV sendir bréf til ráðherra.-Vestfjarðavegur 60.

Patreksfjörður.Mats Wibe Lund ©
Patreksfjörður.Mats Wibe Lund ©

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum þann 27. september 2011 eftirfarandi ályktun til innanríkisráðherra.

56. Fjórðungsþingi Vestfirðinga haldið í Bolungarvík þann 2. og 3. september s.l., samþykkti að forgangsverkefni í sóknaráætlun landhlutans yrðu samgöngumál.  Þingið lýsti einnig ánægju með störf innanríkisráðherra með því að kalla til samráðsvettvang,  þar sem skoðaðar væru með opnum huga lausnir í vali á vegstæði Vestfjarðavegar 60 um Gufudalssveit.   Niðurstaða innanríkisráðherra þar sem valin er leið um Ódrjúgháls og Hjallaháls og kynnt var á fundi samráðsvettvangs þann 9. september s.l. og á íbúafundi 20. september s.l., olli því miklum vonbrigðum, enda svarar hún ekki ákalli íbúa um láglendisveg.  Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ítrekar því samþykkt Fjórðungsþinga Vestfirðinga um stefnumörkun vestfirskra sveitarstjórna í samgöngumálum landshlutans, stefnumörkun sem endurspeglar vilja íbúa á Vestfjörðum. 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hvetur innanríkisráðherra að leita áfram nýrra lausna sem endurspegli vilja íbúa og stefnumörkun sveitarstjórna á Vestfjörðum í samgöngumálum landshlutans.  Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga bendir á, að nýjar upplýsingar sem komu fram á fundum samráðsvettvangs innanríkisráðherra kalli á gerð nýs umhverfismats og eða formats á umhverfisáhrifum samgönguframkvæmda í Gufudalssveit.  Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar því á innanríkisráðherra að tryggja nauðsynlegt fjármagn til að hefjast þegar handa við þá vinnu.Segir í fréttatilkynningu frá FV.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. september 2011

VesturVerk og GAMMA í samstarf um byggingu Hvalárvirkjunar.

Vatnamælingahús við Hvalá.Mynd VesturVerk.
Vatnamælingahús við Hvalá.Mynd VesturVerk.
Forsvarsmenn orkufyrirtækisins VesturVerk ehf. hafa gert samstarfsamning við Vatnsfall, fagfjárfestasjóð á vegum fjármálafyrirtækisins GAMMA, um fjármögnun á áframhaldandi undirbúningsvinnu vegna allt að 40MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði á Vestfjörðum.

Virkjunin yrði langöflugasta virkjun á Vestfjörðum. Áætlað hefur verið að hún kosti allt að 15 milljarða króna og að rúmlega 300 ársverk þurfi til að byggja hana. Virkjunin er ein af fimm vatnsaflsvirkjunum í nýtingarflokki samkvæmt drögum að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu. Búið er að ná samstöðu um framkvæmdina meðal landeigenda og eigenda vatnsréttinda.

Gunnar Gaukur Magnússon framkvæmdastjóri VesturVerks er ánægður með samninginn sem mun gera félaginu kleift að ráðast í frekari undirbúning, rannsóknir og hönnun virkjunarinnar. „Það er ekki spurning um að virkjun af þessari stærðargráðu myndi verða gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulíf hér á Vestfjörðum, ásamt því að opnast myndi á þann möguleika að tryggja orkuöryggi á svæðinu sem er mjög bágborið."  Gunnar leggur þó áherslu á að verkefnið sé enn á frumstigi og að framundan séu fjölmargir verkþættir sem ráðast þarf í áður en endanleg ákvörðun verður tekin um byggingu virkjunarinnar.

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, segir fjárfesta horfa í auknum mæli til fjárfestinga í raforkugeiranum. „Síðustu misseri höfum við skoðað ýmis tækifæri í endurnýjanlegri raforkuframleiðslu og tengdum iðnaði og höfum fundið mikinn áhuga hjá viðskiptamönnum okkar fyrir þátttöku í slíkum verkefnum m.a. í gegnum sérhæfða fagfjárfestasjóði eins og Vatnsfall. Hvalárverkefnið er áhugavert fyrir margar sakir; það fær ágæta einkunn í rammaáætluninni og okkur sýnist allur undirbúningur þess til fyrirmyndar."

VesturVerk er orkufyrirtæki í eigu heimamanna sem vinnur að undirbúningi virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði. Sjá nánar um VesturVerk á www.vesturverk.is


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. september 2011

Síðari leitir og réttað í Kjósarrétt.

Fé komið í Kjósarrétt.
Fé komið í Kjósarrétt.
1 af 4
Á fimmtudag  voru bændur að smala allt að frá Kaldbaksvík og eða frá hreppsmörkum Kaldrananeshrepps  og Árneshrepps svonefndum Spena og Veiðileysusvæðið og fé rekið í rétt þar,enn bændur voru búnir að koma upp allgóðri rétt þar fyrir nokkrum árum, og fé keyrt heim á tún bænda.

Á föstudag var smalað frá Veiðileysu og kringum Kamb og frá Veiðileysuhálsi til Kleifarár og fé rekið í Kjósarrétt og fé sorterað og keyrt heim á tún bænda.

Í dag laugardag var síðan hin skipulega leit frá Naustvíkurgili og inn með Reykjarfirði og fjalllendið þar og í suðri frá Búrfelli út Kjósarfoldir með Háafelli og til Kleifará og fé allt réttað í Kjósarrétt.Þar sem fé er dregið og sett á vagna og keyrt heim.Það má segja að sé réttað tvisvar í Kjósarrétt því aðaldagurinn er raunverulega föstudagurinn og þá kemur flest fé í þeirri smölun.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. september 2011

Búast má við rafmagnstruflunum í nótt.

Vél II 7MW.Mynd OV.
Vél II 7MW.Mynd OV.

Búast má við rafmagnstruflunum í nótt, aðfararnótt föstudagsins 23. september, á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum, vegna prófana á nýjum búnaði Í Mjólkárvirkjun.

Prófanir hefjast kl. 01:00 og munu standa yfir fram eftir nóttu. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á mögulegum truflunum.
Segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. september 2011

Fyrsta féð fer í slátrun.

Fjárbíll frá Hvammstanga.
Fjárbíll frá Hvammstanga.
1 af 2
Fyrstu fjárbílarnir komu í Árneshrepp frá Blönduósi í gærkvöldi eða fimm bílar sem tóku fé á fimm bæjum og fóru síðan aftur í nótt með sláturfé,því fé var slátrað í dag.Síðan komu tveir bílar í dag frá Hvammstanga og sem tóku fé á fjórum  bæjum,því fé verður slátrað á morgun.Í heildina hafa þetta verið hátt í tvöþúsund lömb sem fóru til slátrunar í þessari lotu. Bændur láta slátra á Blönduósi eða á Hvammstanga.Það er í sláturhúsi KVH ehf á Hvammstanga og í sláturhúsi SAH afurða ehf á Blönduósi.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. september 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12.til 19 september.

Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel fyrir sig í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel fyrir sig í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel fyrir sig í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, þó voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, var mældur á 120 km/klst,þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. í nágrenni við Ísafjörð.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu s.l. sunnudag  með tíu mínútna millibili. Um var að ræða tvær  bílveltur í Arnarfirði, önnur á Bíldudalsvegi í Dufansdal, þar hafnaði bifreið langt út fyrir veg og hin á Ketildalavegi í Hringsdal, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg.  Um minniháttar meiðsl var að ræða í báðum þessum tilfellum og fóru ökumenn og farþegar á Heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar.

Um liðna helgi gekk skemmtanahald vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. september 2011

Réttað í Melarétt.

Réttað var í Melarétt í dag.
Réttað var í Melarétt í dag.
1 af 3
Í gær var leitað norðan Ófeigsfjarðar eins og þurfa þótti og var komið til Ófeigsfjarðar um kvöldið og fé haft þar í rétt eða girtu hólfi yfir nóttina.Í dag var leitað frá Ófeigsfirði og með sjó til Ingólfsfjarðar og fjalllendið austan Húsár að Reykjarfjarðartagli ,og féð rekið til Melaréttar og var réttað þar um miðjan dag í mjög fallegu veðri,leitarmenn fengu reyndar hið besta veður báða dagana.Leitarstjóri var Björn Torfason bóndi á Melum 1.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
Vefumsjón