Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum.
Áherslur við seinni úthlutun 2011
Hægt er að sækja um stuðning við hverskyns menningarverkefni, svo framarlega sem umsókn eða verkefni stangast ekki á við úthlutunarreglur sem samþykktar eru við hverja úthlutun. Umsóknir og verkefni hverju sinni eru borin saman á samkeppnisgrundvelli.
Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við seinni úthlutun ársins 2011 verði horft sérstaklega til verkefna sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Verkefni sem efla samstarf á sviði menningarmála á Vestfjörðum.
Verkefni sem stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í menningartengdum verkefnum.
Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum á sviði menningar.
Menningarstarfsemi sem styður við ferðaþjónustu.
Verkefni sem stuðla að þátttöku barna og unglinga í listsköpun og menningarstarfi.
Umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 6. október. Úthlutun fer fram í nóvember.
Meira