Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. október 2011
Prenta
Fyrsti snjómoksturinn.
Nú er vetrarveður í Árneshreppi og er slydda á láglendi en sem komið er,enn snjókoma þegar hærra dregur.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að moka veginn norður í Árneshrepp,og mun þetta vera fyrsti snjómoksturinn á þessu hausti,en fyrsti vetrardagur er samkvæmt almanakinu laugardaginn 22.október.