Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. október 2011

Aflíst flugi á Gjögur.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir aflýstu flugi til Gjögurs í dag um hádegið vegna ísingar í lofti og óróa,vindur var komin af SSV  um hádegið um 11 til 17 m/s,einnig aflýstu Ernir flugi til Bíldudals af sömu ástæðu. Athugað verður með flug á morgun á báða staðina. Þetta átti að vera annað fimmtudagsflugið til Gjögurs á þessu hausti,en eins og komið hefur fram hér á vefnum var ekkert fimmtudagsflug í sumar.Vegur er greiðfær í Árneshrepp enda er sumarhiti 10 til 13 stig.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. október 2011

350 milljónir til vegaframkvæmda.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.

Bæjarins Besta.
Gert er ráð fyrir 350 milljóna króna hækkun á fjárheimild Vegagerðarinnar til nýrra framkvæmda á Vestfjörðum í frumvarpi til fjáraukalaga, til viðbótar við þau verkefni sem búið er að gera ráð fyrir í samgönguáætlun í landshlutanum. Miðað er við að verkefnin verði valin samkvæmt faglegu mati Vegagerðarinnar og með hliðsjón af því hver verkefnanna eru best til þess fallin að auka atvinnu, bæta öryggi vegfarenda og bæta ástand vegamála á Vestfjörðum almennt. Tillagan er hluti af aðgerðum sem ríkisstjórnin samþykkti þann 5. apríl 2011 til að efla atvinnu og byggð á Vestfjörðum.
Innskot fréttamanns Litlahjalla:Vonandi kemur eitthvað af þessum 350 milljónum í þessa óvegi í Árneshreppi sem er einn af mestu ferðamannastöðum Vestfjarða.
Þetta kemur fram á www.bb.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. október 2011

200 myndir af flugslysaæfingunni.

Frá æfingunni á Gjögurflugvelli.
Frá æfingunni á Gjögurflugvelli.

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hefur sett inn tvöhundruð myndir af flugslysaæfingunni á Gjögurflugvelli um liðna helgi,á facebook síðu sína.Rögnvaldur Ólafsson frá Almannavarnadeild tók mjög mikið af myndum af æfingunni báða dagana.Þetta eru myndir frá öllum stigum æfinganna.Hér má fara beint inná facebook síðuna hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og skoða myndirnar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. október 2011

Framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn.

Frá Hólmavíkurhöfn.Mynd vefur Strandabyggðar.
Frá Hólmavíkurhöfn.Mynd vefur Strandabyggðar.

Framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn ganga vel. Veðrið það sem af er hausti hefur verið framkvæmdunum hliðhollt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í september, og hver dagur dýrmætur. Það er fyrirtækið Ísar ehf. sem sér um að endurnýja stálþil við hafskipabryggjuna og eru áætluð verklok í mars 2012. Í framhaldi af því verður þekjan endurnýjuð.
Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. október 2011

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar.

Víkingaskipið Vésteinn á Þingeyri.
Víkingaskipið Vésteinn á Þingeyri.

Um næstu helgi laugardaginn 15.október ætlar ferðaþjónustan á Vestfjörðum að gera sér glaðan dag og halda uppskeruhátíð. Það eru allir sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa áhuga á greininni velkomnir að taka þátt í húllumhæinu. Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til að bjóða starfsfólki sínu með á hátíðina, því eins og við öll vitum þá er fátt mikilvægara en að fólk sem starfar í greininni þekkir til hvors annars á því víðfeðmna svæði sem Vestfirðir eru. Uppskeruhátíðin mun fara fram í Dýrafirði að þessu sinni og ljúka með mikilli veislu á Hótel Núpi um kvöldið þar sem einnig er gert ráð fyrir að fólk gisti. Skráning fer fram hjá Vesturferðum á netfanginu siggi@vesturferdir.is eða í síma 8561777.Nánar á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. október 2011

Sauðburður í október.

Ærin Menja með hrútlömbin sín tvö.
Ærin Menja með hrútlömbin sín tvö.

Það var heldur betur óvenjuleg sjón sem Sigursteinn bóndi Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík sá uppí girðingum þegar hann var að athuga með fé í morgun,þá var ærin Menja sem er fimm vetra borin tveim hvítum hrútlömbum,talið er að hún hafi borið í gær laugardag.Menju var sleppt út með öðru geldfé í vor ásamt hrútum rétt þegar sauðburður var að byrja og lömbin hafa því komið undir á milli 15 og 20 maí.Menju var strax komið í hús með lömbin sín tvö,enda Norðan allhvass og snjókoma komin um hádegið.Árið 2004 bar ærin Grágás tveim lömbum í Litlu-Ávík í endaðan september um miðja sláturtíð.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. október 2011

Flugslysaæfingin gekk vel.

Eldar voru kveiktir.
Eldar voru kveiktir.
1 af 9

Flugslysaæfingin á Gjögurflugvelli á laugardaginn er talin hafa gengið mjög vel. Að sögn Bjarna Sighvatssonar verkefnastjóra hjá Isavia ohf,segist hann vera mjög ánægðan með bæði námskeiðsæfinguna á föstudeginum og ekki síður með æfinguna sjálfa á Gjögurflugvelli, og að heimamönnum hafi gengið vel að hlúa að sjúklingum á slysstað og flytja í flugstöð söfnunarsvæði slasaðra og búa um sár, handbrot og fótbrot og aðra áverka. Á æfingunni á Gjögurflugvelli var Ingvar Bjarnason heimamaður vettvangsstjóri.Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallar-vörður tilkynnti Neyðarlínunni um hið sviðsetta flugslys með Tetratalstöð,einnig stjórnaði hún hinum nýja slökkvibíl við að slökkva elda sem kveiktir höfðu verið,ásamt öðrum slökkviliðsmönnum frá Isavia. Hér eru nokkrar myndir með frá flugslysaæfingunni.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. október 2011

Nýr slökkvibíll á Gjögurflugvöll.

Nýr slökkvibíll og Þorlákur Helgason og Arnór Magnússon.
Nýr slökkvibíll og Þorlákur Helgason og Arnór Magnússon.

Í gær kom Þorlákur Helgason björgunarstjóri hjá Isavia.ohf með nýjan slökkvibíl á Gjögurflugvöll.Bíllinn sem er af gerðinni Dodge Ram fjórhjóladrifinn og er árgerð 1995.Bíllinn kemur af flugvellinum í Höfn í Hornafirði.Bíllinn er mjög vel útbúin tækjum,slökkvibíllinn er útbúin byssu á þaki sem getur gefið allt að 1100 lítra á mínútu sem er stjórnað úr stýrishúsi bílsins.Bíllinn er útbúin með tank fyrir 1200 lítra af vatni og 100 lítra af léttvatni.Einnig er bíllinn með 12 kg dufttæki og 25 kg kolsýrutæki sem og 25 kg halíon tæki.Slökkvibíllinn verður vígður á morgun á flugslysaæfingunni á Gjögurflugvelli.Á meðfylgjandi mynd er Þorlákur Helgason björgunarstjóri og Arnór Magnússon umdæmisstjóri flugvalla á Vestfjörðum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. október 2011

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli.

Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2007.
Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2007.

Á morgun laugardag verður haldin flugslysaæfing á flugvellinum á Gjögri þar sem æfð verða viðbrögð við flugslysi við flugvöllinn.

Þegar slíkar æfingar eru haldnar er verið að láta reyna á samvinnu allra viðbragðseininga á svæðinu. Aðstæður á Gjögri eru þannig að þar eru ekki til staðar nema hluti hinna hefðbundnu viðbragðsaðila eins og lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsmenn. Verði stóráfall á Gjögri er gert ráð fyrir að aðstoð berist frá nærliggjandi svæðum, en þangað til sú aðstoð berst reynir á heimamenn. Öll heimili á svæðinu fá boð og eru almennir íbúar kallaðir á staðinn auk þess sem björgunarsveitin Strandasól er virkjuð.

Við undirbúning æfingarinnar er lögð áhersla á að sem flestir geti nýtt sér þá fræðslu sem í boði er en að mestu er um að ræða verklegar æfingar t.d. skipulag á slysavettvangi, umönnun og bráðaflokkun slasaðra, aðkomu að flugslysi, slökkvistörf og björgun. Fræðslan er í höndum ráðgjafa frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Isavia, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Landspítalanum og slökkviliði Akureyrar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. október 2011

Flogið aftur á fimmtudögum.

Flugvöllurinn Gjögri.Flogið aftur tvisvar í viku.
Flugvöllurinn Gjögri.Flogið aftur tvisvar í viku.

Í dag 6 október byrjaði flugfélagið Ernir að fljúga aftur á fimmtudögum á Gjögur.Ekkert hefur verið flogið á fimmtudögum í sumar eða í fjóra mánuði.Nú á póstur að koma aftur á fimmtudögum með flugi í stað þess að koma með flutningabílnum á miðvikudögum eins og í sumar.Póstur kom með flugi á mánudögum í sumar.

Flutningabíllinn frá Strandafrakt er einnig með áætlun áfram á miðvikudögum til Norðurfjarðar út þennan mánuð.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
Vefumsjón