Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011

Norðurljós með tónleika í Árbæjarkirkju.

Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.

Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík heldur tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík á morgun laugardag 22. október. Hefjast tónleikarnir kl. 14.00 og er miðaverð 2000 krónur og posi á staðnum. Létt efnisskrá og gleði við völd. Stjórnandi kvennakórsins Norðurljósa er Sigríður Óladóttir og undirleikarar Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason. Strandamenn syðra eru hvattir til að fjölmenna á skemmtilega tónleika.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011

Nýtt lógó Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

Nýtt kennimerki félagsþjónustu Stranda og Reykhóla.
Nýtt kennimerki félagsþjónustu Stranda og Reykhóla.
Nýlega var haldin samkeppni um kennimerki „lógó" félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og voru þó nokkuð margar tillögur sendar inn. Valið var erfitt þar sem allar tillögurnar voru vandaðar, hugmyndaríkar og skemmtilegar. Hins vegar þarf alltaf að velja eina og bar Friðlaugur Jónsson sigur úr býtum. Tillaga hans var með skírskotun í galdratákn og byggðasögu svæðisins með nútímalegri nálgun. Upphafsstafir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla (FSR) er í kennimerkinu auk þess sem 4 hlutar mynda þau fjögur sveitarfélög sem standa að félagsþjónustunni en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Græni hlutinn táknar notendur félagsþjónustunnar.

 

Friðlaugur er fæddur og uppalinn á Ísafirði en býr í Reykjavík í dag. Hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistakólanum á Akureyri árið 2008. Hann hefur unnið á hinum ýmsu auglýsingastofum og grafísku vinnustofum auk þess sem hann sá um umbrot og útgáfu sjónvarpsvísisins Almanaks við annan mann um tveggja ára skeið. Í dag starfar hann hjá tölvuleikjafyrirtækinu Fancy Pants Global í Kópavogi sem sérhæfir sig í leikjum og forritum fyrir snjallsíma og töflur. Skemmst er frá því að segja að hann sigraði einnig merkjasamkeppni sem haldin var í vor á vegum Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands fyrir SNAPS verkefnið. Heimasíða höfundar er: www.frilli7.com


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011

Vestfirskir listamenn&lífskúnsterar.

Ágúst G Atlason.Mynd Magnús Andersen.
Ágúst G Atlason.Mynd Magnús Andersen.
Vestfirskir listamenn&lífskúnstnerar er heimildaverkefni. Verkefnið byggist upp á ljósmyndum og mjög stuttum texta um listamenn og lífskúnstnera. Ljósmyndin verður tekin í vinnustofu eða vinnu umhverfi, svokölluð umhverfisportrett. Verkefninu er ætlað að halda utan um brot úr vestfirskri menningu eins og hún er 2011-2012. Það sem viðkomandi þarf að hafa gert til að falla undir þennan titil sem á verkefninu er, er að hafa gert list eða menningarverkefnum skil og vera sýnilegur á einhvern hátt, eins og t.d sýningar á verkum sýnum eða sýnilega aðkomu að góðum verkefnum. Eiginlega fellur öll menningartengd ferðaþjónusta undir þessa skilgreiningu. Þegar hafa Spessi(Sigurþór Hallbjörnsson) ljósmyndari, Elfar Logi Hannesson leikari, Marsibil Kristjánsdóttir og Matthildur Helgadóttir listakonur og Sigurður Atlason lífskúnstner samþykkt að taka þátt í verkefninu. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.

 Áætlað er að 30 viðfangsefni verði í verkinu.  Listamönnum&lífskúnstnerum verður bæði boðin þátttaka og einnig er hægt að benda á sjálfan sig ef viðkomandi finnst hann hafa það til bruns að bera sem þarf til að vera með í verkefni sem slíku. Tilnefningar af öðrum eru líka mjög vel þegnar. Verkefnið mun fá eigin vefsíðu og ljósmyndasýningu sem mun verða hengd upp í helstu bæjarkjörnum Vestfjarða, svokölluð farandsýning. Ef vel heppnast til, og allt gengur upp verður verkefnið sett í bók.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011

Tíu þjónar og einn í sal.

Leikhópurinn.
Leikhópurinn.

Leikfélag Patreksfjarðar frumsýnir leikritið Tíu þjónar og einn í sal  28. október 2011 kl. 20.00 í Félagsheimili Patreksfjarðar.

Önnur sýning  29. október kl. 20.00 og fleiri sýningar verða auglýstar ef eftirspurn verður fyrir hendi.

Leikhúsgestir fá þriggja rétta máltíð sem hinn frábæri Sælkerahópur á Patreksfirði mun sjá um að elda. Leikarar sjá um þjónustu. Ýmsar uppákomur og atriði verða á meðan á máltíð stendur þar sem þjónustufólk sýnir á sér ýmsar hliðar sem fólk á kannski ekki að venjast svona yfir höfuð þegar það fer út að borða. Barinn verður opinn.

Höfundar:  Ingrid Jónsdóttir og leikhópurinn.
Leikarar: Bjarnveig Guðbjartsdóttir,  Eiríkur Þórðarson, Fríða Sæmundsdóttir, Gestur Rafnsson, Hrannar Gestsson, Jóhanna Gísladóttir, María Ragnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Skjöldur Pálmason, Stefanía Árnadóttir og Valgeir Ægir Ingólfsson.
Leikstjórn: Ingrid Jónsdóttir. Forsala aðgöngumiða í síma 866-6822.

Athugið að það er MJÖG ÁRÍÐANDI að panta miða fyrir 25. október, helst fyrr.Takmarkaður sætafjöldi.

Verð: 5.500 Athugið að miða þarf að borga og sækja fimmtudaginn 27. október í Félagsheimili Patreksfjarðar frá kl. 19.00 - 20.00.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. október 2011

Samtök um hreindýr á Vestfirði.

Vilja hreindýr á Vestfirði.
Vilja hreindýr á Vestfirði.

Fréttatilkynning:

Laugardaginn 3 desember verða stofnuð samtök áhugafólks  um „Hreindýr á Vestfirði" .Tilgangur samtakanna er að beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á heilbrigði hreindýranna, það er að segja hvort hætta sé á að þau geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Einnig að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vestfjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir dýrin. Félagsmenn geta þeir orðið sem eiga lögheimili á Vestfjörðum, eiga þar fasteignir eða jarðir.Þeir sem vilja gerast félagsmenn í samtökunum skrái sig sem allra fyrst á  hreindyr@skotvis.is.   Á stofnfundi samtakanna verður kosin stjórn þeirra, skipað í starfshópa og lög samtakanna rædd og síðan borin upp til samþykktar. Fundarstaður hefur en ekki verið ákveðinn en líkur eru þó á að fundurinn verði haldinn á Hólmavík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. október 2011

Fyrirlestur um náttúru Vestfjarða.

Refur í Hlöðuvík Hornstrandir.Mynd Vesturferðir,is
Refur í Hlöðuvík Hornstrandir.Mynd Vesturferðir,is

Fyrsti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um náttúru Vestfjarða verður sendur út í fjarfundi á morgun, fimmtudaginn 20. október kl 17-18. Fjallað verður um Atferli dýra og það er Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða sem flytur þennan fyrsta fyrirlestur. Verður hann aðgengilegur í fjarfundi bæði í Þróunarsetrinu á Hólmavík og Reykhólaskóla. Náttúrustofa Vestfjarða, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast fyrir þessari röð alþýðlegra fyrirlestra um náttúrufræðileg efni. Fyrirlestrarnir verða bæði um þær rannsóknir sem nú eru stundaðar á Vestfjörðum og almennt um náttúrufræðileg efni. Fyrirlestrarnir verða sendir út í fjarfundabúnaði þannig að þeir sem hafa aðgang að slíkum búnaði geta nýtt sér þá. Fyrirlestrarnir verða að jafnaði þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17:00-18:00.
Skráning er á slóðinni http://www.frmst.is/index.php/namskeid/texti/natturan_atferli_dra/

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. október 2011

Flogið í dag.

Flugvél Ernis TF-ORD á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis TF-ORD á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag,en ekki var hægt að fljúga í gær vegna óveðurs.Í dag eftir hádegið var komið hið besta veður með Suðvestan golu og hita um frostmark og mest háský á lofti.

Vegagerðin á Hólmavík hreinsaði veginn frá Bjarnarfirði og norður í Árneshrepp í morgun og er vegurinn greiðfær en hálkublettir á stöku stað.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. október 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 17. okt. 2011.

Fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í liðinni viku.
Fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í liðinni viku.
Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Fimmtudaginn 12. okt. urðu tvö óhöpp, það fyrra varð á Flateyrarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ekki slys á fólki og ekki miklar skemmdir á bílnum. Þann sama dag var ekið á tengikassa frá Orkubúinu á Hólmavík og daginn eftir var aftur ekið á tengikassa, í báðum þessum tilfellum urðu skemmdir á viðkomandi tengikössum.  Þá varð minniháttar óhapp á Ísafirði þann 14. okt, þar var bakkað á bifreið.

Færð á vegum síðustu daga hefur ekki verið góð og fjallsvegir illfærir, um liðna helgi varð Hrafnseyrarheiði ófær vegna snjóflóða og þurftu björgunarsveitarmenn frá Þingeyri að fara vegfarendum á Hrafnseyrarheiði til aðstoðar. Þá þurftu björgunarsveitarmenn frá Barðaströnd að fara vegfarendum, sem voru í vandræðum á Klettshálsi, til aðstoðar og komu fólkinu til byggða.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. október 2011

Stormur-Rok.

Stórsjór.
Stórsjór.

Vitlaust veður hefur verið frá í gærkvöldi. Í gærkvöld var komið hvassviðri af Norðri og í morgun var komin stormur,en nú um hádegið var komið rok af Norðri eða 25 m/s í jafnavind og uppí 29 m/s hiti er um og yfir tvö stig niðurá láglendi og slydda en ekki mikil úrkoma enn sem komið er, eftir spá fer hitastig lækkandi og þá verður snjókoma og frystir á morgun og mun draga úr veðurhæð í kvöld og nótt. Eftir vef Vegagerðarinnar er vegurinn talinn ófær norður í Árneshrepp. Ekki lítur neitt út með flug í dag. Þannig að hreppsbúar eru einangraðir frá umheiminum hvorki fært á landi,láði hné lofti. Hreppsbúar hafa þó símasamband og netsamband.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. október 2011

Tölvunámskeið í Árneshreppi.

Tölvunámskeið um næstu helgi.
Tölvunámskeið um næstu helgi.

Almennt tölvunámskeið verður haldið í Finnbogastaðaskóla um næstu helgi ef næg þátttaka verður.Kennt verður á eftirfarandi tímum:Föstudagur 21. október kl 16 til 19:Laugardagur 22.október kl 9-12 og 14-18:Sunnudagur 23. október kl 9-12.Kennari verður Jón Arnar Gestsson.Hann mun fjalla um Word, internetið, tölvupóst og myndvinnslu á internetinu. Námskeiðið er 18 kennslustundir og kostar kr 23.800.- (innheimt með greiðsluseðli eftir námskeiðið). Skráningar hjá Stínu á Hólmavík í síma 8673164 eða á netfanginu stina@holmavik.is.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Afmælisbarnið og gestir.
Vefumsjón