Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. október 2011 Prenta

Þingmenn og sveitarstjórnarfólk á Vestfjörðum funda á Hólmavík.

Fundurinn er á Café Riis á Hólmavík.
Fundurinn er á Café Riis á Hólmavík.
Fjórðungssamband Vestfirðinga stendur fyrir fundi þingmanna Norðurvesturkjördæmis og sveitarstjórnarfólks á Vestfjörðum á Café Riis á Hólmavík í dag, fimmtudaginn 27. október. Á dagskrá verður m.a. umfjöllun um stöðu atvinnulífs og byggðar, nýjar og sértækar aðferðir sem gagnast landssvæði í stöðugum samdrætti, samgöngu- og heilbrigðismál, sóknaráætlun landshluta, frumvarp til fjárlaga 2012 og nýtingaráætlun strandsvæða.
Þingmenn Norðuvesturkjördæmis eru níu og sitja þeir eftirfarandi nefndir:
Ásbjörn Óttarsson fjárlaganefnd, varamaður í atvinnuveganefnd
Ásmunur Daði Einarsson, umhverfis- og samgöngunefnd, varamaður í atvinnuveganefnd og utanríkismálanefnd
Einar K. Guðfinnsson, atvinnuveganefnd, varamaður í umhverfis- og samgöngunefnd
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra
Guðmundur Steingrímsson, velferðarnefnd
Gunnar Bragi Sveinsson, stjórnskipunar og eftirlitsnefnd
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Lilja Rafney Magnúsdóttir, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, varamaður í fjárlaganefnd
Ólína Þorvarðardóttir, umhverfis- og samögnunefnd, atvinnuveganefnd, varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd.
Þetta kemur fram á vef Srandabyggðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Húsið fellt.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
Vefumsjón