Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. október 2011 Prenta

250 milljóna króna niðurskurður.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík.
Mikill niðurskurður fjárveitinga blasir við á HVE. Heilbrigðisstofnun Vesturlands.skv. boðuðu fjárlagafrumvarpi og vegna umtalsverðs rekstrarhalla á þessu ári. Aðgerðaráætlun framkvæmdastjórnar liggur í meginatriðum fyrir. Fjárlagafrumvarp ársins 2012 gerir ráð fyrir um 95 m.kr. niðurskurði samanborið við fjárlög árið 2011. Þá mun rekstur þessa árs að öllu óbreyttu skila neikvæðri afkomu sem getur numið um 80 m.kr. sem taka þarf tillit til við gerð rekstraráætlunar. Því þarf að gera ráð fyrir umtalsverðum rekstrarhalla til viðbótar á næsta ári miðað við svipaða starfsemi. Að öllu óbreyttu er ljóst að stofnunin mun því þurfa að stefna að niðurskurði sem nemur allt að 250 millj. króna, eða um 8,5% af rekstri. Viðræður standa yfir við ráðuneyti um ásættanlega leið svo koma megi til móts við niðurskurðarkröfur stjórnvalda hvað varðar rekstur stofnunarinnar á næsta ári. Heilbrigðisstofnun Vesturlands nær yfir Akranes, Borgarnes, Búðardal, Grundarfjörð, Hólmavík, Hvammstanga, Ólafsvík og Stykkishólm, með höfuðstöðvar á Akranesi.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HVE.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Björn-Kristján-Guðmundur og Ágúst.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
Vefumsjón