Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. október 2011 Prenta

Fóru til Grímseyjar.

Nemendur Grímseyjar og Árneshrepps.Mynd Finnbogastaðaskóli.
Nemendur Grímseyjar og Árneshrepps.Mynd Finnbogastaðaskóli.

Fyrr í þessum mánuði fóru nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla í ferðalag til Grímseyjar.Fyrst var farið til Reykjavíkur á bíl,síðan var farið með Flugfélagi Íslands til Akureyrar,þar var talsvert stopp og þar var hin fagra höfuðborg Norðurlands skoðuð.Síðan var farið með flugi til Grímseyjar þar sem nemendur og starfsfólk hittu skólabörnin í Grímsey,og um kvöldið var farið á tónleika með Eyjólfi Kristjánssyni.Daginn eftir fóru öll börnin í skólann í Grímsey með nemendum þar.
Þar var börnunum skipt í tvo hópa,ströndunga og eyjaskeggja.Þar átti hver hópur að segja frá heimabyggðum sínum.

Á þriðja degi var hin fagra eyja í norðrinu skoðuð bæði á sjó og landi með leiðsögn.Allir fengu skjal um að hafa farið norður fyrir heimskautsbaug.Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla vilja koma kæru þakklæti fyrir frábærar móttökur til allra í Grímsey.

Vefur Finnbogastaðaskóla.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
Vefumsjón