Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. október 2011
Prenta
Síðasta áætlunarferðin hjá Strandafrakt.
Í gær var síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp.Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október.Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur.Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin fyrsta miðvikudag í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.Þótt þetta sé síðasta áætlunarferðin kemur Strandafrakt að venju í desember að sækja ull til bænda og koma aukaferð ef einhver sérstakur flutningur er.
Nú í næsta mánuði koma allar vörur í Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Norðurfirði með flugi á Gjögur,og póstur að venju.