Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17. til 24. okt. 2011.
Umferð í liðinni viku gekk nokkuð vel fyrir sig. þó voru tvö umferðaróhöpp tilkynn til lögreglu, annað þann 18. okt., þá var ekið aftan á bifreið á Hafnarstræti við hringtorgið á Ísafirði og hitt óhappið varð í Vestfjarðargöngunum 20. okt., um minniháttar óhapp var þar um að ræða.
Einn ökumaður var kærður fyrir ölvun við akstur.
Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Vestfjarðarvegi í Tungudal. Aðfaranótt s.l. mánudags þurfti að kalla út björgunarsveitina Lónfell á Barðaströnd til aðstoðar ökumanni á Klettshálsi, sem þar var í vandræðum vegna ófærðar.
Talsvert hefur borðið á bensínþjófnaði á Patreksfirði að undanförnu og er málið í rannsókn.
Á sunnudagsmorgun hafði aðili búsettur á Drangsnesi samband við lögreglu og tilkynnti að hann hefði þá skömmu áður komið að dráttarvél sinni, þar sem hún stóð upp við stafla af heyrúllum og var vélin í gangi og búin að grafa sig niður að aftan. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að mjög líklega hefur orðið einhver samsláttur í rafkerfinu þá hugsanlega vegna músagangs og við það hafi vélin startað.
Um liðna helgi fór skemmtanahald í umdæminu fram án teljandi afskipta lögreglu.Segir í fréttatilkynningu lögreglu.