Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. október 2011 Prenta

Sigríður Inga áfram dýralæknir.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir.Mynd bb.is
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir.Mynd bb.is

Gengið hefur verið frá samningi við Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur, dýralæknir á Ísafirði, um áframhaldandi þjónustu við dýraeigendur á Vestfjörðum. Að sögn Sigríðar Ingu felast þónokkrar breytingar í samningnum fyrir dýralæknana sjálfa. „Nú erum við verktakar en ekki lengur opinberir starfsmenn og það er heilmikil breyting fyrir okkur. Dýraeigendur eiga þó lítið eftir að finna fyrir þessum breytingum," segir hún. Þjónustusvæði dýralækna á Vestfjörðum verða tvö með nýja kerfinu. Annað svæðið kallast þjónustusvæði 2 og nær um Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp, Kaldrananeshrepp og Bæjarhrepp, en hitt kallast þjónustu svæði 3 og nær um Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhrepp og mun Sigríður Inga þjónusta það svæði.Þetta kemur fram á bb.is
Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Platan steypt.01-10-08.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
Vefumsjón