Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2011.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og þurru veðri fyrsta dag mánaðar, aðfaranótt 3 var engu líkara en allar flóðgáttir himins hafi opnast,og síðan var úrkoma fram á áttunda.Þann níunda létti til með breytilegum vindáttum og þurru veðri fram til 13,eftir það var Norðan með mikilli rigningu eða súld fram á 16.Frá 17 voru breytilegar vindáttir og hægviðri,síðan NA stinningsgola.Loks þann 27,snérist til suðlægra vindátta með hlýindum út mánuðinn.
Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum eða 109,4 mm af heildarúrkomu mánaðarins sem var 138,6 mm.
Fyrrislætti lauk loks hjá bændum í Árneshreppi um 12 eða 13 ágúst.Einhver seinnisláttur var seinna í mánuðinum hjá nokkrum bændum.Heyföng urðu sæmileg fyrir rest.
Berjaspretta er talin mjög léleg.
Sjá nánar hér til vinstri undir Yfirlit yfir veðrið.