Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 8. til 15. ágúst 2011.
Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu, þrjár bílveltur og eitt minniháttar óhapp á Ísafirði.
Tvær bílveltur urðu á Örlygshafnarvegi, á svokölluðu Hafnarfjalli á leið út á Látrabjarg. Mánudaginn 8. ágúst og þriðjudaginn 10. ágúst. Um var að ræða erlenda ökumenn á ferð. Í báðum þessum tilfellum var ekki um slys á fólki að ræða, en báðir bílarnir óökuhæfir og báðir fluttir af vettvangi með krana. Þriðjudaginn 9. ágúst varð bílvelta á Innstrandarvegi í Hrútafirði við Kollsá. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Hvammstanga til skoðunar og reyndust þeir lítið sem ekkert slasaðir. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Væntanlega er ástaða þessara óhappa lausamöl á vegi og ökumenn ekki vanir að aka við þessar aðstæður.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni, einn í nágrenni við Hólmavík og tveir við Ísafjörð, sá sem hraðast ók, var mældur á 128 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Ein líkamsárást var tilkynnt til lögreglu um liðna helgi.
Djúpavíkurdagar 12.-14.ágúst 2011.
Fréttatilkynning:
Dagskráin byrjar formlega á föstudeginum kl. 19:00 með kvöldverðahlaðborði með ítölsku ívafi. Sækjum hugmyndir í eldhús Ítala, m.a. pasta og pizzur. Verð kr. 2.500,- f. fullorðna og ½ fyrir börn.
Kl. 21:30 verða tónleikar með Jóhanni Kristinssyni. Hann hefur ferðast um Evrópu í tónleikaferðir, hefur m.s. spilað á Spot Festival í Danmörku og tók þátt í Melodica Festival hérna heima og spilaði í aðdraganda þess fyrir okkur hérna í Djúpavík í fyrra, ásamt fleirum. Hann er á förum til Bandaríkjanna til tónleikahalds eftir helgina.
Aðgangseyrir er kr. 1.500,- .., kr. 1.000,- fyrir matargestir.
Á laugardaginn verður ýmislegt til gamans gert fyrir utan að fara okkar hefðbundnu leiðsöguferðir í gegnum verksmiðjuna, en þær eru samkvæmt venju kl. 10:00 og 14:00.
Kl. 15:00 verður farið í sjóferð á Djúpfara og gáð að hvölum og rennt fyrir fisk samtímis. Stórhveli hafa verið hér í æti á firðinum öllum til óblandinnar ánægju og vonumst við til að fleiri getið notið þess að sjá þá. Verð kr. 1.000,- og ½ fyrir börn.
Farið verðum í aðra sjóferð kl. 17:00 ef eftirspurn er nægjanleg.
Kl. 19:00 á laugardagskvöldið verður síðan okkar árlega sjávarréttahlaðborð með ljúffengum réttum sem lagaðir eru úr auðæfum hafsins.
Meira
Heyskapur heldur áfram.
Nokkrir bændur eru nú búnir að slá allt og rúlla,og aðrir á fullu við að klára að heyja fyrrislátt.
Grasspretta hefur lagast mikið eftir því sem liðið hefur á,og menn hafa náð sæmilegum heyjum fyrir rest.En þetta er nokkuð misjafnt eftir bæjum.
Í Litlu-Ávík hefur Sigursteinn bóndi náð ágætisheyskap eða um 294 rúllum á móti 240 í fyrra,og er heyskapurinn í Litlu-Ávík svipaður og árið 2009.
Margir bændur munu síðan fara að slá seinnislátt svonefnda há.
Menn ættu að fá þurrt veður fram á næstkomandi helgi.
Vikan hjá lögregunni á Vestfjörðum 1. til 8. ágúst 2011.
Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir og hraðan akstur í vikunni, 6 í nágreinni við Hólmavík og 2 á Ísafirði.
Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir ölvun við akstur.
Föstudaginn 5. ágúst varð flugslys á Ísafjaðarflugvelli, þar var lítil einshreyfils flugvél á leið í flugtaksstöðu þegar öflug vindhviða feykti vélinni um koll og hafnaði vélin á hvolfi. Flugmann og tvo farþega sakaði ekki, en vélin mikið skemmd. Greiðlega gekk að fjarlægja vélina af vettvangi.
Í vikunni lagði starfsmaður Fiskistofu hald á fimm net sem voru ólögleg, en þau voru í sjó á svokölluðum hvíldartíma, en ákveðnar reglur gilda þar um „í samræmi við 2. mgr. 18. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum er óheimilt að stunda netaveiðar á silungi í netlögum sjávarjarða frá kl. 22.00 á föstudagskvöldi til kl. 10.00 á þriðjudagsmorgni.
1 tölublað búnaðarblaðsins Freyju komið út.
Upp er runninn fyrsti útgáfudagur búnaðarblaðsins Freyju. Fyrir rúmum 100 árum kom forveri Freyju, Freyr fram á sjónarsviðið. Á þeim tíma voru ungmennafélög að verða til í hverri sveit og með þeim fóru um vindar samvinnu, bjartsýni og framtakssemi. Það má kannski segja að Freyja sé eins konar ungmennafélag, því þrátt fyrir að hennar aðstandendur séu á öllum aldri, þá hafa viðhorf þeirra allra einkennst af þessum þáttum sem áður voru taldir upp. Þá ber að geta þess að hvergi hafa forsvarsmenn Freyju komið að lokuðum dyrum er leitað hefur verið eftir aðstoð við þessa útgáfu. Það sýnir að í mörgum hornum íslensk landbúnaðar er dugmikið fólk sem tilbúið er til þess að leggja sitt af mörkum til að vinna sér og samferðarmönnum sínum heil.
Meira
Jeppi brann sunnan Veiðileysu.
Að sögn lögreglunnar á Hólmavík, var ökumaður jeppans einn og slapp hann ómeiddur. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en eldsupptök eru ókunn. Bifreiðin brann til kaldra kola eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Halldór Höskuldsson á Drangsnesi tók við slökkvistörf. Málið er nú í rannsókn.
Merki fyrir félagsþjónustuna.
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er sameiginleg félagsþjónusta sveitarfélaganna, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps. Félagsþjónustan sinnir þjónustu á sviði barnaverndar, félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, málefni fatlaðs fólks, félagslegrar heimaþjónustu og málefni aldraðra.
Einkennisorð félagsþjónustunnar eru mannvirðing, fordómaleysi og trúnaður.
Tillögurnar óskast sendar inn á skrifstofu Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík ekki seinna en 18.september 2011, merktar „lógó". Félagsmálastjóri tekur við tillögunum. Nánari upplýsingar veitir Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri í síma 842-2511 eða í gegnum netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is.
Í verðlaun eru heiðurinn á höfundaverki kennimerkisins auk 50.000 króna.
Mikil úrkoma eftir nóttina.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík eftir nóttina,eða frá kl.18:00 í gær til 09:00 í morgun mældist 39,0 mm og var það mesta úrkoman á landinu eftir nóttina.Næst mest úrkoma mældist í Bolungarvík 11,7 mm.
Fyrsti dagur ágúst var þurr enn síðan hefur verið rigning eða súld.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25. júlí til 1. ágúst 2011.
Engin stórtíðindi voru hjá lögreglunni á Vestfjörðum, þrátt fyrir mjög mikla umferð og mikinn fjölda fólks alls staðar á svæðinu. Það sem helst má til tína, er að ekið var á tvær kindur og eitt lamb. 29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðast ók mældist á 130 km/klst. og þakkaði lögreglumanni fyrir að stöðva akstur sinn, með þeim orðum að hann hafi verið sofandi og ekki vaknað fyrr en farþegar hans bentu honum á að lögreglan væri að gefa honum merki um að stöðva. 2 ökumenn voru kærðir fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir meintan ölvunarakstur. 6 umferðaróhöpp urðu, þar af tvö þar sem fólk slasaðist minni háttar.
Á dansleik í Íþróttahúsinu á Torfnesi varð það slys að einn gesta fór upp á sviðið, en ekki fór betur en svo að hann datt fram af sviðinu og lenti illa á andlitið. Meiðsli hans voru talin það alvarleg að hann var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað um líðan mannsins á þessari stundu.
Sunnudaginn 31. júlí klukkan 23:52 er tilkynnt til lögreglu um tvo kajakræðara sem farið var að óttast um. Þeir lögðu upp frá Flateyri og ætluðu í Staðardal og til baka aftur. Þegar þeir skiluðu sér ekki aftur á boðuðum tíma var hafin eftirgrennslan, en síðan formleg leit. Þyrla LHG var komin til Ísafjarðar til að aðstoða við leitina. Klukkan 03:48 um nóttina fann Björgunarsveitin í Bolungarvík mennina við Galtarvita í heimsókn þar hjá fólki sem heldur til þar. Ferðaáætlunin því ekki virt á því ferðalagi.