Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. júlí 2011

Kökuhlaðborð á Hótel Djúpavík.

Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.
Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.
Á sunnudaginn um verslunarmannahelgi, þann 31. júlí, verður eitt af kökuhlaðborðum sumarsins haldið á Hótel Djúpavík. Slík hlaðborð eru reglulega yfir sumarið og er enginn svikinn af þeim gómsætu kökum og kræsingum sem þar eru í boði. Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júlí 2011

Verslunarmannahelgi í Trékyllisvík!

Hljómsveitin Blek og Byttur sem gerði mikla lukku í fyrra.
Hljómsveitin Blek og Byttur sem gerði mikla lukku í fyrra.

Helgin byrjar á því að á föstudagskvöldið 29. Júlí standa þær Melasystur

að allsherjartónlistarveislu á Kaffi Norðurfirði. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00! Kostar 1000 krónur inn.

Laugardagskvöldið  30. Júlí verður síðan ekta sveitaball í félagsheimilinu þar sem gleðin mun ríkja frá  23.00 fram á rauða  nótt (03.00). Þar mun stíga á stokk hljómsveitin góðkunna, Blek og Byttur sem trylltu lýðinn svo eftirminnilega í fyrra! Miðaverðið eru litlar 3000 krónur, svo dragðu fram seðlaveskið og blankskóna og skelltu þér á alvöru sveitaball!

Helginni líkur síðan á klassísku Pub-quizi á Kaffi Norðurfirði sunnudagskvöldið 31. júlí. Þar mun reyna á eftirstandandi heilasellur í spurningakeppni þar semspurt er um allt milli himins og jarðar! Keppnin hefst klukkan 21.00.

HÉR Í Árneshreppi verður fjörið  um verslunarmannahelgina.
Góða gleði og skemmtun.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júlí 2011

Hafísinn næst landi 40 sjómílur frá Straumnesi.

Ratsjármynd frá 26-07-2011.kl 22:47.
Ratsjármynd frá 26-07-2011.kl 22:47.
Samkvæmt korti frá Hafísdeild Háskóla Íslands  er ísinn næst landi rúmlega 40 sjómílur NV af Straumnesi en litlu flekkirnir sem sjást sem spurningamerki  er sett við er mjög erfitt að greina hvort þetta er ís eða ekki sem  eru í  35 sjómílna fjarlægð NV frá Deild.Segir Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá HÍ.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júlí 2011

Guðsþjónusta í Árneskirkju.

Guðsþjónusta verður í Árneskirkju sunnudaginn 31 júlí kl:14:00.
Guðsþjónusta verður í Árneskirkju sunnudaginn 31 júlí kl:14:00.

Eins og venjulega undanfarin ár verður guðsþjónusta um verslunarmannahelgina í Árneskirkju

sunnudaginn 31. júlí, kl. 14:00.

Þekkt tónlistarfólk sem statt verður

á svæðinu tekur þátt í messunni.

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. júlí 2011

Fréttatilkynning frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Eldur af gáleysi og af mannavöldum.
Eldur af gáleysi og af mannavöldum.

Að morgni sunnudagsins 24. júlí s.l. kom upp eldur í íbúð í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Eldurinn var minni háttar og skemmdir litlar. Við rannsókn þess máls kom í ljós að um gáleysislega meðferð elds var að ræða og telst málið að fullu upplýst.

Klukkan 04:40 aðfaranótt mánudagsins 25. júlí var tilkynnt um eld í einbýlishúsi á Patreksfirði. Mjög mikla skemmdir urðu þar og má telja húsið ónýtt eftir brunann. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum hefur unnið að rannsókn þess eldsvoða. Upptök eldsins þar eru af mannavöldum og liggja játningar fyrir þar um. Við rannsókn málsins hafa 4 aðilar notið réttarstöðu sakbornings. Málið telst að fullu upplýst.Segir í fréttatilkynningu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. júlí 2011

Vikan hjá Lögreglunnar á Vestfjörðum 18. til 24. júlí 2011.

Bruni - ekið á fé - of hraður akstur og fleira í dagbók lögreglu.
Bruni - ekið á fé - of hraður akstur og fleira í dagbók lögreglu.

Á þriðjudeginum var slökkvilið og lögregla kölluð til að sveitabæ í Önundarfirði. Þar hafði gestkomandi kveikt eld í rusli og var að byrja að brenna sinu. Bannað er að kveikja opinn eld á víðavangi nema með sérstöku leyfi. Slökkviliðið slökkti eldinn, ekkert tjón varð af. Þá var kveikt í ruslatunnu sem er á bryggjunni á innri höfninni á Ísafirði. Tunnan var ónýt, en vegfarendur slökktu eldinn. Þriðja brunaútkallið var svo klukkan 12:59 á laugardeginum. Þar kviknaði í kodda og rúmdýnu í íbúð við Fjarðarstræti á Ísafirði. Minni háttar skemmdir urðu þar. Búið var að slökkva eldinn er slökkvið kom á staðinn, en þeir reykræstu íbúðina. Þá hafði lögreglan afskipti af eldi á víðvangi í Patreksfirði á fimmtudeginum. Þar var bóndi að brenna rusli og rolluhræi, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. S.l nótt kviknaði svo í mannlausu húsi á Patreksfirði. Húsið er gjörónýtt eftir brunann. Eldsupptök eru ókunn. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum.

Í vikunni var ekið á eina rollu og tvö lömb. 7 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. 29 kærur voru sendar umráðamönnum ökutækja fyrir að leggja bifreiðum sínum ranglega. Þá hafa númeraplötur nokkurra bifreiða verið teknar þar sem lögbundnar tryggingar hafa ekki verið i lagi. Lögreglan á Vestfjörðum hefur að undanförnu unnið ötullega að því herða á ýmsum reglum varðandi ökumenn, s.s. hraða ökutækja, bifreiðum ólöglega lagt, ótryggðum og óskoðuðum bifreiðum ,farsímanotkun og notkun öryggisbelta. Þessu átaki verður áfram haldið næstu vikurnar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. júlí 2011

Heyskapur hafin hjá flestum.

Rúllað á heimatúninu í Litlu-Ávík í gærkvöld.
Rúllað á heimatúninu í Litlu-Ávík í gærkvöld.
1 af 2
Bændur hófu almennt slátt í nýliðinni viku sumir strax í vikunni aðrir nýbyrjaðir.

Enn aðrir ætla ekki að halda áfram fyrr enn eftir verslunarmannahelgina,sjá hvort grasspretta lagist ekki enn frekar.Ágætis veður hefur verið í liðinni viku til heyskapar sérlega seinnihluta vikunnar,en þokuloft var í byrjun viku með súldarvott á annesjum.

Grasspretta er mjög misjöfn eftir bæjum,á Finnbogastöðum er spretta léleg.

Búið er að slá og rúlla talsvert í Litlu-Ávík og er það betra enn reiknað var með eða svipað og var í fyrra,enn þá var heyskapur þar miklu minni en árið þar áður.

Í dag er miðsumar og heyannir byrja segir almanakið.

Hitinn komst á Veðurstöðinni Litlu-Ávík í 17,8 stig í gær og er það mesti hiti sem mælst hefur sem af er sumri.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. júlí 2011

Claus Sterneck með sýningu í gömlu síldarverksmiðjunni.

Claus Sterneck í sýningarsalnum.Mynd Ágúst Atlason.
Claus Sterneck í sýningarsalnum.Mynd Ágúst Atlason.
Þriðja árið í röð er Claus Sterneck með sýningu á ljósmyndum sínum í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Að þessu sinni er sýningin í raun tvískipt, annarsvegar 200+ ljósmyndir („200+ pictures") valdar af handahófi af öllum þeim óteljandi fjölda sem Claus hefur tekið á undanförnum árum á Íslandi, bæði í Reykjavík og nágrenni, sem og í Djúpavík og Árneshreppi. Hinn hluti sýningarinnar er samsettur af ljósmyndum og hljóði því sem í umhverfinu hljómaði á þeirri stundu sem myndin var tekin („Pictures - and their sounds"). Myndin og hljóðið eru tekin á sama tíma og í mörgum tilfellum eru þetta hljóð sem við tökum vart eftir í daglegu lífi. Önnur hljóð eru sterkari og ákveðnari en öll verða þau sérstök þegar hlustað er á þau ásamt því að skoða myndirnar sem þeim fylgja.

Myndirnar á 200+ sýningunni eru allar til sölu og rennur ágóði af þeim til endurbyggingar gömlu síldarverksmiðjunnar. Einnig hefur Claus til sölu bók með myndunum og henni fylgir geisladiskur með hljóðum myndanna. Sýnishorn af myndum og hljóðum er hægt að finna á netinu í gegnum krækjur hér fyrir neðan og meiri uplýsingar um Claus og myndir hans einnig.

Sýningarnar eru opnar alla daga og standa til loka ágúst.

http://www.claus-in-iceland.com/
info@claus-in-iceland.com

Myndir og hljóð:
http://www.claus-in-iceland.com/pictures-and-their-sounds
Á Facebook:
http://www.facebook.com/claus.in.iceland

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. júlí 2011

Kaffihús til leigu.

Rekstur Kaffi Norðurfjarðar leigist nýjum aðila næsta sumar.
Rekstur Kaffi Norðurfjarðar leigist nýjum aðila næsta sumar.
Sveitarfélagið Árneshreppur hefur nú auglýst eftir aðila eða aðilum til að taka á leigu rekstur Kaffi Norðurfjarðar sem hefur verið rekið í fjögur sumur.

Nú eftir þriðja sumarið hættir núverandi vert Einar Óskar Sigurðsson sem er búin að reka kaffihúsið með miklum myndarbrag þrjú síðastliðin sumur.

Hér á vefnum til vinstri undir Kaffihús til leigu er auglýsingin fyrir neðan Aðalskipulag II og ofan við Fleiri fréttir.

Hér má sjá auglýsinguna.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. júlí 2011

Frétt frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Verið er að athuga með skoðun ökutækja á Vestfjörðum.
Verið er að athuga með skoðun ökutækja á Vestfjörðum.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur haft til rannsóknar mál sem hófst með því að komið var með riffil til lögreglunnar. Landvörður á Hornströndum kom með riffilinn sem fundist hafið í Hornvík. Eigandi riffilsins hefur gefið sig fram og gefið skýringar á málavöxtum en vopnið var réttilega á hann skráð. Honum verður afhent vopnið en má vænta þess að verða sektaður fyrir atvikið.

Þessa dagana er lögreglan á Vestfjörðum að skoða skróplista þann sem gefinn er út af Skráningarstofu um skoðun ökutækja. Fyrst í stað verða skráningarnúmer fjarlægðar af ótryggðum ökutækjum. Rétt er að benda þeim ökumönnum á, sem ekki hafa fært ökutæki sín til hefðbundinnar skoðunar, að huga að þeim málum, því þeir geta átt von á að skráningarnúmer ökutækja þeirra verði fjarlægð án frekari aðvörunar.

Lögreglan hefur einnig verið að fylgjast með lagningu ökutækja og hafa nokkrir ökumenn fengið sekt fyrir slík brot. Notkun farsíma og öryggisbelta er líka til skoðunar og mega þeir sem verða staðnir að slíkum brotum eiga von á sekt.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Reykjaneshyrna-Örkin,séð af sjó 18-04-2008.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Ísjakinn 28-09-2017.
Vefumsjón