Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 21. ágúst 2011 
			Prenta
		
		
	
		Þá er Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum 2011 lokið. Alls tóku fimmtíu manns þátt, þrjátíu í flokki óvanra og tuttugu í flokki vanra hrútadómara. Það var Strandamaðurinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum sem fór með sigur af hólmi í flokki vanra þuklara, en Guðbrandur náði öðru sæti árið 2003 og því þriðja árið 2005. Guðbrandur hlaut til varðveislu í eitt ár verðlaunagripinn Horft til himins sem er tileinkaður minningu Brynjólfs Sæmundssonar ráðunautar, auk fjölda annarra verðlauna. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn 2010, Elvar Stefánsson í Bolungarvík, og þriðja varð Guðlaug Sigurðardóttir bóndi á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi.Nánar á www.strandir.is
		
	
	
	
	
	
				
	
	
	
		




