Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. ágúst 2011
Prenta
Léleg berjaspretta.
Það virðist ætla að verða lítið um ber hér í Árneshreppi í ár.Það fólk sem hefur kíkt á berjastaði,og fréttamaður Litlahjalla hefur haft samband við,segja þetta bara vera vísara eða óþroskuð ber.Sagt er að ber stækki og þroskist þegar farið er að dimma á nóttu og geta ber því stækkað eitthvað enn.Berjaspretta var mjög góð í fyrra og þá með því albesta sem fólk mundi eftir.