Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. ágúst 2011
Prenta
Sjónvarpslaust var í gærkvöld.
Sjónvarpslaust var í gærkvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra að hluta.
Ástæðan var bilun að Hnjúkum við Blönduós þar sem sendir gaf sig einhvern tímann á milli fimm og sex í gær.Starfsmenn Mílu sem þjónustar stöðina fyrir RÚV fóru á staðinn á milli sex og sjö í gærkvöld og fundu strax út að sendirinn væri bilaður og skiptu um hann og tók það talsverðan tíma, en samt styttri en reiknað var með í upphafi viðgerðar,því sjónvarp komst á aftur um klukkan 22:22 í gærkvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra.Sjónvarpslaust var á þessu svæði í um sex til sjö tíma.