Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. ágúst 2011 Prenta

Jón Jónsson fékk Landstólpann.

Aðalsteinn Þorsteinsson Jón Jónsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir.Mynd er af vef Byggðastofnunar.
Aðalsteinn Þorsteinsson Jón Jónsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir.Mynd er af vef Byggðastofnunar.

Á ársfundi Byggðastofnunar á Sauðárkróki í gær var í fyrsta sinn afhent samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar - Landstólpinn, en ætlunin er að sú viðurkenning verði afhent árlega í framtíðinni. Óskað var eftir tilnefningum um einstakling, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag, síðastliðið vor. Sérstök dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar sem bárust og ákvað að veita Jóni Jónssyni á Kirkjubóli, menningarfulltrúa Vestfjarða, viðurkenninguna að þessu sinni.

Í rökstuðningi kom fram að um nokkurs konar bjartsýnisverðlaun væri að ræða og að Jón hafi með störfum sínum vakið jákvæða athygli á sinni heimabyggð og verið ötull talsmaður ferðaþjónustu og menningar á Vestfjörðum. Þá sé hann virkur í félagsstarfi og menningarlífi og að auki frumkvöðull í uppbyggingu ferðaþjónustu, menningarstofnana og fræðastarfs á svæðinu.

Jón Jónsson hefur frá hausti 2007 starfað fyrir Menningarráð Vestfjarða sem menningarfulltrúi. Hann situr jafnframt í sveitarstjórn Strandabyggðar frá 2010 og í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Jón stofnaði héraðsfréttavefinn strandir.is árið 2004 og hefur verið ritstjóri hans síðan.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
Vefumsjón