Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. ágúst 2011
Prenta
Kajakræðararnir farnir yfir Húnaflóa.
Kajakræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad, sem komu að landi í Ávík í Árneshreppi á laugardag héldu ferð sinni áfram um hádegið í dag.Haldið var austur fyrir Reykjaneshyrnu og ætlunin er að róa yfir Húnaflóa og á Skaga í dag.Þeim félögum hefur seinkað talsvert miðað við upphaflega ferðaáætlun,en ætlunin var að vera á Húsavík 27 ágúst,enn ýmsar tafir urðu vegna bilana og veðurs.Félagarnir fá nú ágætis veður yfir flóann,suðlæga golu.
Aðstoðarfólk fylgir ræðurunum á landi á tveim bílum og taka á móti ræðurunum þar sem þeir taka land og aðstoða við að koma bátnum uppá land.Með í þeim hóp er myndatökufólk.