Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. ágúst 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2011.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Veðrið í Júlí 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var fremur svalur fram til tíundu.Norðlægar vindáttir með þokulofti oftast og súld með köflum,hitinn komst þó yfir tíu stig þegar þokunni létti hluta úr dögum.

Þann 11 snérist vindur í SV með þurru og hlýju veðri,síðan breytilegar vindáttir.Þann 15 snérist vindur aftur til Norðlægrar vindáttar og með þokusúld með köflum og kólnaði þá verulega í 3 daga sem vorkuldi í maí væri,og var norðlæg átt fram til 19.Frá 20 voru hafáttir eða breytilegar með þurru og hlýju veðri fram til 26,en úrkoma var 24-25 og 26.Þá snérist til suðlægra vindátta í 3 daga.Mánuðurinn endaði með Norðvestan og þokulofti.

Mánuðurinn var mjög þurr í heild,þótt oft hafi verið rakt í þokuloftinu og lítill þurrkur.

Fjöll talin auð þann 18 eða mánuði seinna en í fyrra.

Bændur byrjuðu ekki almennt slátt fyrr enn eftir 20, sem er vel hálfum mánuði seinna en í venjulegu árferði.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-10:Norðan og NV eða hafáttir,kul,gola eða stinningsgola,súld eða rigning með köflum,oftast þokuloft,þurrt  1,7,9 og 10.Hiti 4 til 13 stig.

11-12.Suðvestan gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 7 til 16 stig.

13-14:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 9 til 16 stig.

15-19:Norðan eða NV andvari en oftast gola,súld með köflum,þokuloft,þurrt þ.18,hiti 4 til 10 stig.

20-26:Hafáttir eða breytilegar vindáttir logn,andvari,kul eða gola,rigning eða súld 24,25 og26 annars þurrt,hiti frá 3 stigum til 18 stig.

27-29:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola síðan kaldi,skúrir eða rigning,þurrt þ.28.Hiti 9 til 16 stig.

30-31:Austan og síðan NV,kul eða gola,stinningsgola,súldarvottur þ.31,þurrt þ.30.Hiti 8 til 16 stig.

 

Úrkoman mældist 14,7 mm.  (í júlí 2010: 63,1 mm).

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 23. 17,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1. 3,0 stig.

Meðalhiti við jörð var + 6,3 stig. (í júlí 2010: +6,29 stig).

Sjóveður:Gott sjóveður allan mánuðinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
Vefumsjón