Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. júlí 2011 Prenta

Heyskapur hafin hjá flestum.

Rúllað á heimatúninu í Litlu-Ávík í gærkvöld.
Rúllað á heimatúninu í Litlu-Ávík í gærkvöld.
1 af 2
Bændur hófu almennt slátt í nýliðinni viku sumir strax í vikunni aðrir nýbyrjaðir.

Enn aðrir ætla ekki að halda áfram fyrr enn eftir verslunarmannahelgina,sjá hvort grasspretta lagist ekki enn frekar.Ágætis veður hefur verið í liðinni viku til heyskapar sérlega seinnihluta vikunnar,en þokuloft var í byrjun viku með súldarvott á annesjum.

Grasspretta er mjög misjöfn eftir bæjum,á Finnbogastöðum er spretta léleg.

Búið er að slá og rúlla talsvert í Litlu-Ávík og er það betra enn reiknað var með eða svipað og var í fyrra,enn þá var heyskapur þar miklu minni en árið þar áður.

Í dag er miðsumar og heyannir byrja segir almanakið.

Hitinn komst á Veðurstöðinni Litlu-Ávík í 17,8 stig í gær og er það mesti hiti sem mælst hefur sem af er sumri.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Naustvík 10-09-2007.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
Vefumsjón