Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. júlí 2011
Prenta
Fréttatilkynning frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Að morgni sunnudagsins 24. júlí s.l. kom upp eldur í íbúð í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Eldurinn var minni háttar og skemmdir litlar. Við rannsókn þess máls kom í ljós að um gáleysislega meðferð elds var að ræða og telst málið að fullu upplýst.
Klukkan 04:40 aðfaranótt mánudagsins 25. júlí var tilkynnt um eld í einbýlishúsi á Patreksfirði. Mjög mikla skemmdir urðu þar og má telja húsið ónýtt eftir brunann. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum hefur unnið að rannsókn þess eldsvoða. Upptök eldsins þar eru af mannavöldum og liggja játningar fyrir þar um. Við rannsókn málsins hafa 4 aðilar notið réttarstöðu sakbornings. Málið telst að fullu upplýst.Segir í fréttatilkynningu.