Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011

Snjóaði í fjöll í nótt.

Snjór náði niðurundir láglendi í morgun.
Snjór náði niðurundir láglendi í morgun.
Í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík bæði kl sex og klukkan níu voru gefin upp snjóél,og náði snjór niður í ca 100 metra hæð yfir sjávarmál í fjallinu Örkinni.

Hitinn var á stöðinni kl 06:00 2,2 stig og kl 09:00 2,4 stig og hafði hitinn farið niðrí 1,8 stig um nóttina.

Oft hefur snjóað niðrí byggð um 17 júní hér í Árneshreppi þótt það sé ekki árviss viðburður.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. júní 2011

Með táning í tölvunni - sprellfjörugur gamanleikur í Trékyllisvík.

Úr leikritinu.
Úr leikritinu.
Leikfélag Hólmavíkur sýnir farsann Með táning í tölvunni eftir Ray Cooney í leikstjórn Arnars S. Jónssonar í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík 16. júní kl. 20:00. Um er að ræða lokasýningu leikritsins. Miðapantanir í síma 867-3164.
Í leikritinu segir frá Jóni Gunnari Scheving leigubílstjóra í Reykjavík og fjölskyldum hans. Jón Gunnar hefur lifað tvöföldu lífi árum saman, á tvær konur og börn með báðum. Nú er þessum lífsmáta ógnað, þegar börnin hans kynnast á netinu og áforma að hittast. Inn í fjörið fléttast leigjandinn Steingrímur og aldraður faðir hans og úr verður flækja sem vandséð er hvernig getur raknað úr.
Leikarar eru: Árný Huld Haraldsdóttir, Arnór Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Sara Jóhannsdóttir, Jónas Gylfason, Steinar Ingi Gunnarsson og Jón Jónsson.
Síðasti möguleiki að sjá þennan geggjaða gamanleik!
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. júní 2011

Skákhátíð á Ströndum fer í hönd: Skráið ykkur sem fyrst!

Frá skákhátíðinni í fyrra.Mynd Hrafn.
Frá skákhátíðinni í fyrra.Mynd Hrafn.
Fjöldi keppenda er skráður til leiks á Skákhátíð í Árneshreppi á Ströndum, 17. til 19. júní.

Hátíðin hefst með tvískákmóti í Djúpavík föstudagskvöldið 17. Júní, daginn eftir er komið að atskákmóti í Djúpavík og á sunnudaginn verður að vanda hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði.

Keppendum er í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í einum, tveimur eða þremur viðburðum. Þátttaka er í öllum tilvikum ókeypis.

Verðlaunapottur er 100 þúsund krónur, en fjöldi annarra glæsivinninga er í boði, allt frá bókum og geisladiskum til dýrgripa frá Úsbekistan og Eþíópíu. Síðast en ekki síst geta heppnir keppendur nælt sér í muni úr rekaviði eða hannyrðir heimamanna á Ströndum.

Sérstök athygli keppenda er vakin á tveimur verðlaunaflokkum, þar sem allir eiga jafna möguleika: Verðlaun fyrir best klædda keppandann og háttvísasta keppandann.

Akstur frá Reykjavík til Djúpavíkur tekur um eða innan við fjórar klukkustundir. Best er að aka um Dalina (afleggjari skammt frá Bifröst) og yfir Gilsfjörðinn. Nokkrum kílómetrum frá Reykhólum er vegurinn um Arnkötludal (Þröskuldar) og þaðan er skammt til Hólmavíkur. Vegurinn frá Reykjavík til Hólmavíkur er lagður bundnu slitlagi. Frá Hólmavík er ekið á góðum malarvegi um 60 kílómetra til Djúpavíkur.

Meðal keppenda eru Jóhann Hjartarson stórmeistari, Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands, og meistararnir Róbert Lagerman, Stefán Bergsson, Björn Ívar Karlsson, Guðmundur Gíslason, Sævar Bjarnason, Rúnar Sigurpálsson o.fl.

Nánast öll gisting í Djúpavík er nú fullpöntuð, en þar er hægt að tjalda. Þá er einnig hægt að fá gistingu annarsstaðar í Árneshreppi.

Gistiheimili Norðurfjarðar
Gistihús, uppbúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Verslun á staðnum.
Sími: 554-4089Gistiheimili Norðurfjarðar.  Gisting, uppábúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Verslun og kaffihús á staðnum. Edda, sími 554-4089.

Gistiheimilið Bergistangi.  Svefnpokagisting í rúmum, eldunaraðstaða. Verslun og kaffihús á staðnum. Margrét, sími 4514003.

Ferðaþjónustan Urðartindur, Norðurfirði. Sumarhúsaleiga, 25m2 smáhýsi fyrir 2-4 hvert og stærra sumarhús fyrir 6-8 manns og svefnpokagistingu.
Sími: 451 4017 - 843 8110Sumarhúsaleiga. 25 fermetra hús fyrir tvo til fjóra. Stærra hús fyrir 6-8 og svefnpokagistingu. Sími 8438110.

Nýir keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í hrafnjokuls@hotmail.com eða chesslion@hotmail.com. Nánari upplýsingar veitir Hrafn í síma 6950205 eða Róbert í 6969658.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. júní 2011

Sauðfjársetrið á Hólmavík opnar.

Sauðfjársetrið.Mynd strandir.is
Sauðfjársetrið.Mynd strandir.is
Sauðfjársetrið á Hólmavík opnar í dag  þann 10. júní. Opnunartíminn verður frá 12:00-18:00 í sumar. Sauðfjársetrið mun að sjálfsögðu standa fyrir mörgum, fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum í sumar eins og áður. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Sigríður G. Jónsdóttir verða að vinna á Sauðfjársetrinu og halda uppi stuðinu. "Það verður RISA kaffihlaðborð þann 17. júní, þjóðhátíðarstemming og gaman, svo verður rosalegt fjör í allt sumar," sagði Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir í samtali við fréttamann strandir.is.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. júní 2011

Vinna við tölvukerfi Veðurstofunnar.

Vefur Veðurstofu Íslands liggur niðri eins og er.Mynd VÍ.
Vefur Veðurstofu Íslands liggur niðri eins og er.Mynd VÍ.
Fréttatilkynning:

Vegna vinnu við tölvukerfi er vefur Veðurstofu Íslands óaðgengilegur.
Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda.

Veðurathugunarmenn urðu að senda veðurlýsingu vegna þessa í gegnum síma og lesa veðrið inn eins og í gamla daga klukkan níu í kvöld.

Þetta er frábær upprifjun að gera þetta svona í gegnum síma,sagði Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík og vefstjóri fréttasíðunnar Litlahjalla,sem er ekkert óvanur þessu ef rafmagnsleysi er eða netsamband er úti.

Vefur Veðurstofu Íslands verður komin inn seint í kvöld eða í nótt að miklum hluta að minnsta kosti.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. júní 2011

Kuldaboli-Snjór og Slydda.

Fjallið Örkin sem er 634 m að hæð.Snjór náði niður að Gíslabala sem er við fjallsrætur Arkarinnar í morgun.
Fjallið Örkin sem er 634 m að hæð.Snjór náði niður að Gíslabala sem er við fjallsrætur Arkarinnar í morgun.
Það hefur verið kalt í veðri sem af er júní hiti frá 0 stigum og rétt komist í 10 stig við bestu skilyrði þegar léttskýjað hefur verið og sólin hefur fengið að njóta sín.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar veðurathugunarmaður fór út fyrir fyrir sex í morgun að lesa af mælum var 2,4 stiga hiti og snjóél að ganga yfir,og snjór náði niður að Gíslabala sem var smá hjáleiga í Litla-Ávíkurlandi sem stendur við fjallsrætur Arkarinnar.Síðan hefur verið slydda með köflum,en virðist vera að snúa sér í éljagang aftur.

Minnstur hiti sem af er júní á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist að morgni 7.júní O,2 stig.


Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestrai:

Vaxandi norðanátt, 10-15 og dálítil rigning eða slydda síðdegis, en snjókoma eða slydda í kvöld. Lægir í fyrramálið, en aftur vaxandi norðaustanátt síðdegis og rigning með köflum. Hiti 1 til 5 stig en 4 til 10 stig á morgun.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. júní 2011

Ferming í Árneskirkju.

Júlíana Lind Guðlaugsdóttir fermist frá Árneskirkju laugardaginn 11 júní.
Júlíana Lind Guðlaugsdóttir fermist frá Árneskirkju laugardaginn 11 júní.
Aðeins eitt barn fermist frá Árneskirkju laugardaginn 11 júní næstkomandi.

Það er Júlíana Lind Guðlaugsdóttir sem fermist,hún er dóttir hjónanna Ragnheiðar Eddu Hafsteinsdóttur og Guðlaugs Ágústsonar á Steinstúni við Norðurfjörð.

Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur fermir og hefst athöfnin klukkan þrjú í Árneskirkju.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. júní 2011

Ljósmyndasýning á Kaffi Norðurfirði.

Frá Norðurfirði.Mynd Arnar B Guðjónsson.
Frá Norðurfirði.Mynd Arnar B Guðjónsson.
1 af 3
Arnar Bergur Guðjónsson Ísfirðingur og áhugaljósmyndari hefur sett upp sýningu með myndum úr Árneshreppi í Kaffi Norðurfirði sumarið 2011.
Arnar Bergur fetar í fótspor Ágústs Atlasonar (2009) og Arnaldar Halldórssonar (2010) sem sýndu myndir sínar þar og vöktu mikla lukku meðal kaffigesta liðin sumur.
Sýningin er öllum opin og prýða myndir þessa efnilega ljósmyndara veggi staðarins út sumarið. Myndirnar verður hægt að kaupa beint á staðnum eða hafa samband við Arnar Berg.
Allir eru velkomnir á Kaffi Norðurfjörð  að skoða sýninguna sem er glæsileg viðbót við útsýnið yfir fjörðinn.
Sjón er sögu ríkari.
Arnar Bergur á Flickr:
http://www.flickr.com/photos/arnarbg/
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. júní 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30. maí til 6. júní 2011.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Í vikunni sem var að líða var umferð með rólegra móti í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs, innanbæjar á Ísafirði. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Þá er ekki úr vegi að geta þess og minna vegfarendur á að þegar þessi tími er kominn þá er víða við þjóðvegina á Vestfjörðum kindur og lömb og hvetur lögregla vegfarendur til að taka tillit til þess.

Fimmtudaginn 2. júní lenti bifhjól út fyrir veg á Barðastrandarvegi við Birkimel, þar missti ökumaður stjórn á hjólinu í lausamöl og hafnaði út fyrir veg. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar og í framhaldi með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ökumaður reyndist, sem betur fer minna slasaður en haldið var í fyrstu.

Laugardaginn 4. júní var tilkynnt um umferðaróhapp á þjóðveginum um Holtavörðuheiði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl til móts við þyrlu LHG, sem flutti viðkomandi til Reykjavíkur til skoðunar.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur um helgina á Patreksfirði.

Hátíðarhöld og skemmtanahald vegna sjómannadagsins fóru vel fram í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Á Patreksfirði byrjuðu hátíðarhöldin á fimmtudag með dagskrá sem stóð fram á sunnudagskvöld. Á sama tíma var haldin íþróttakeppni, svokallaðir Hálandaleikar með fjölda þátttakanda, bæði erlendum og íslenskum. Um þessa helgi var talið að íbúafjöldi hafi að minnsta kosti tvöfaldast og fór hátíðin og skemmtanahald fram með besta móti.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. júní 2011

Hannyrðasýning á munum eftir Pálínu Þórólfsdóttur og nemendum hennar.

Hluti af hannyrðum nemenda.
Hluti af hannyrðum nemenda.
1 af 5
Hannyrðasýning á munum eftir Pálínu Jenný Þórólfsdóttur og nemendum hennar,sem starfaði áður fyrr sem handavinnukennari í Finnbogastaðaskóla á Ströndum var opnuð á Hótel Djúpavík í dag.

Sýningin nær yfir hannyrðir Pálínu og nemenda hennar frá árunum 1966 til 1985.

Nemendur voru á þessu tímabili um fimmtíu talsins,aðallega stúlkur,en þó kom fyrir að drengir sætu í tíma og lærðu að prjóna og sauma út.

Handmenntakennslan fór lengst af fram einu sinni í viku,tvo tíma í senn og fjármagnaði Pálína sjálf öll efniskaup fyrir nemendur sína á kostnaðarverði.

Pálína er ákaflega hlý,einlæg og glaðvær kona.Við nemendur sína var hún ætið þolinmóð og ljúf og lagði mikla áherslu á að nemendur kláruðu verkefni sín,segir í Sýningarskrá.

Pálína Jenný Þórólfsdóttir býr nú á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri níræð að aldri.
Þann 17 febrúar var smá grein hér á vefnum um hina fyrirhuguðu sýningu sem nú er orðin að veruleika.
Greinin er hér.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
  • Mundi í gatinu.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón