Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. maí 2011

Metaðsókn á „Með táninginn í tölvunni“

Úr leikritinu.
Úr leikritinu.

Leikfélag Hólmavíkur leggur upp í leikferð um Vestfirði í næstu viku, með uppsetningu á hinum sprellfjöruga gamanleik „Með táning í tölvunni“ eftir Ray Cooney. Nú er endanlega búið að ákveða hvar og hvenær sýningarnar verða, en þær verða þrjár í ferðinni:Fimmtudaginn 2. Júní í Félagsheimilinu á Patreksfirði, föstudaginn 3. júní í Félagsheimilinu í Bolungarvík og laugardaginn 4.júní í Samkomuhúsinu í Súðavík. Allar sýningarnar hefjast kl 20:00.

Menningarráð Vestfjarða styrkir Leikfélagið vegna leikferðarinnar.

Það er Hólmvíkingurinn Arnar S. Jónsson sem leikstýrir og fara sjö leikarar með hlutverk í sýningunni og eru flestir þeirra að stíga sín fyrstu skref með leikfélaginu. Auk þeirra tekur annar eins fjöldi þátt í verkefnum á bak við tjöldin. Uppsetningin hefur fengið fádæma góða aðsókn hingað til. Fimm sýningar eru að baki á Hólmavík og voru samtals hátt í 450 gestir sem sáu þær, sem samsvarar rúmlega íbúafjölda á staðnum. Leikfélagið hefur gegnum tíðina einkennst af mikililli ferðagleði og hefur í gegnum tíðina sýnt á um það bil 50 stöðum á landinu.

Leikfélagið á 30 ára afmæli á þriðjudaginn og auk þessarar uppfærslu er ætlunin að minnast afmælisins með fjölbreyttum hætti síðar á árinu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. maí 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23. maí 2011.

Vegfarendur lentu í vandræðum á fjallvegum vegna snjóa í liðinni viku.
Vegfarendur lentu í vandræðum á fjallvegum vegna snjóa í liðinni viku.
 

Í liðinni viku var veðurfar og færð á vegum frekar leiðinlegt og lentu þó nokkrir vegfarendur í vandræðum á fjallvegum vegna snjóa og þurfi að aðstoða nokkra ökumenn vegna þess og voru björgunarsveitir á suðurfjörðum og Hólmavík fengnar til aðstoðar.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.  Þann 16. maí var tilkynnt um tvö minniháttar óhöpp á Ísafirði.  18. maí varð umferðaróhapp í Vestfjarðargöngunum, þar var einn ökumaður fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.  20. maí hafnaði bifreið út af veginum í Súgundarfirði, ekki slys á fólki.

Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, annar í Skutulsfirði og hinn í nágrenni við Reykhóla, sá sem hraðast ók, var mældur á 123 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Í vikunni var lögregla við eftirlit með veitinga og gististöðum í umdæminu og var einum veitingastað lokað og einnig einum gististað.Segir í tilkynningu frá lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. maí 2011

Alhvít jörð.

Séð til Norðurfjarðar í morgun.
Séð til Norðurfjarðar í morgun.
1 af 2
Nú er kalt á fróni snjóél eða snjókoma,allt er nú alhvítt  í Árneshreppi.

Í gærkvöldi var Norðaustan allhvass vindur með mjög dimmum éljum þannig að vart sást milli húsa á tímabili.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík kl 09:00 í morgun var komin hiti 0,8 stig og hafði frostið farið niðrí -1,6 stig í nótt.

Alhvít jörð verður að teljast í morgun og snjódýpt 2 cm.

Haugasjór er búin að vera síðustu þrjá daga.

Lambfé er allt á húsum enn,þeir bændur sem voru búnir að láta lambfé út á tún tóku það inn aftur,aðeins geldfé og hrútar eru úti í kuldanum og snjónum.

Sauðburður er nú víðast hvar hálfnaður og vel það þannig að þröngt er í fjárhúsum bænda.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. maí 2011

Styrkir Menningarráðs Vestfjarða vorið 2011.

Frá síðustu úthlutun í Melrakkasetrinu í Súðavík.Mynd Brian Berg.
Frá síðustu úthlutun í Melrakkasetrinu í Súðavík.Mynd Brian Berg.
Stjórn Menningarráðs Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna fyrri úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun hennar um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Samtals bárust 97 umsóknir um stuðning við verkefni að þessu sinni og var úr vöndu að ráða því bæði voru umsóknir óvenju margar og vandaðar. Fjölmörg verkefni voru einnig mjög áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með þeim sem verða að veruleika. Samtals var sótt um rúmlega 75,6 milljónir, en samanlögð kostnaðaráætlun verkefna er tæpar 382 milljónir. Hefði stjórn Menningarráðsins gjarnan viljað hafa meira fjármagn til ráðstöfunar að þessu sinni, bæði til að styrkja fleiri góð verkefni og einnig til að upphæðir til einstakra verkefna gætu verið hærri. Menningarráð Vestfjarða samþykkti að veita styrki til 34 verkefna við fyrri úthlutun 2011, samtals að upphæð

14.650.000.-

Í stjórn Menningarráðsins við vinnuna að úthlutunarferlinu sátu Leifur Ragnar Jónsson formaður, Gerður Eðvarsdóttir varaformaður, Jóna Benediktsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir.

Sú breyting er gerð á framkvæmd úthlutunar að þessu sinni að niðurstaða Menningarráðsins er kynnt með fréttatilkynningu, en ekki verður um sérstaka úthlutunarathöfn að ræða eins og verið hefur undanfarin ár. Er það gert í sparnaðarskyni. Að venju eru ekki gefnar upplýsingar um þau verkefni sem fá ekki styrk. Menningarráðið þakkar kærlega fyrir allar þær umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfarnaðar í verkefnum sínum. Aftur verður auglýst eftir umsóknum um styrki í haust.

Framlög Menningarráðs Vestfjarða við fyrri úthlutun ársins 2011:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. maí 2011

Sauðburður.

Mislita lambið er undan þrílembu.
Mislita lambið er undan þrílembu.
1 af 4
Nú er lítið skrifað á vef Litlahjalla vegna sauðburðar sem er nú í fullum gangi.Eins er fréttamaður veikur,með flensu,þótt unnið sé í fjárhúsunum meðan hægt er að standa í lappirnar.

Slæmt veður hefur verið kalt og úrkomusamt og enn á veður eftir að versna jafnvel að frysta og snjóa.

Ekkert fé er komið út hér í Litlu-Ávík enn sem betur fer.

Átta þrílembur af 12 eru bornar í Litlu-Ávík ,samkvæmt fósturtalningu í vetur.Búið er að venja lömb undir einlembur.

Hér koma myndir af fallegum lömbum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. maí 2011

Bifreiðaskoðun á Hólmavík 23 til 27 maí.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja verður á Hólmavík 23 til 27 maí.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja verður á Hólmavík 23 til 27 maí.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 23 maí til föstudagsins 27 maí.
Samkvæmt auglýsingu frá Frumherja er færanlega skoðunarstöðin nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.
Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet),hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi.
Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem fyrirhuguð er 13 og 14 september með endastafi 8,9,eða 0.
Frumherji hf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina í Búðardal þar er skoðað 10 sinnum á ári 2 daga í senn,tímapantanir eru í síma:570-9090.
Sími í færanlegu skoðunarstöð Frumherja er 8924507.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. maí 2011

Skákhátíð á Ströndum 4. árið í röð - Jóhann Hjartarson freistar þess að verja titilinn!

Frá skákhátðinni í fyrra.
Frá skákhátðinni í fyrra.
Skákhátíð í Árneshreppi á Ströndum verður haldin fjórða árið í röð, 17. til 19. júní. Þetta er veisla sem snýst ekki bara um skák heldur skemmtilegt fólk úr öllum áttum í landsins fegurstu sveit! Hátíðin hefst föstudagskvöldið 17. júní og daginn eftir verður atskákmót í gömlu síldarverksmiðjunni þar sem teflt er um titil Djúpavíkurmeistara. Sunnudaginn 19. júní verður svo að venju hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði.
Jóhann Hjartarson verður meðal keppenda á hátíðinni núna, og freistar þess að verja titil sinn sem Djúpavíkurmeistari.
Mótið er öllum opið, börnum og fullorðnum, og eru veitt verðlaun í fjölmörgum flokkum. Meðal verðlauna verða peningar, nýjar bækur, geisladiskar, fatnaður og síðast en ekki síst munir af Ströndum, en þar eru handverkssnillingar á hverjum bæ.
Þá verða líka veitt verðlaun í aukaflokkum, til dæmis fyrir best klædda keppandann og háttvísasta keppandann.
Skákhátíðin á Ströndum er búin að vinna sér fastan sess í skáklífinu, enda Árneshreppur ólýsanlega fögur sveit sem býður upp á perlur við hvert fótmál. Þá er göldrótt stemmning á skákstað í gömlu síldarverksmiðjunni.
Hátíðin er tileinkuð Jóni Sigurðssyni frá Hrafnseyri, en hinn 17. júní eru 200 ár frá fæðingu frelsishetjunnar.

Dagskrá er svohljóðandi:
Föstudagur 17. júní klukkan 20: Tvískákmót í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. (Tveir saman í liði.)
Laugardagur 18. júní klukkan 13: 9 umferða atskákmót í Djúpavík. Teflt um meistaratitil Djúpavíkur.
Sunnudagur 19. júní klukkan 13: Hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði. Keppt um meistaratitil Norðurfjarðar.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Hrafn í hrafnjokuls@hotmail.com eða Róbert í chesslion@hotmail.com.
Fjölmargir gististaðir eru í Árneshreppi.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. maí 2011

Áburður fluttur til bænda.

Verið að taka áburðarsekki af bílnum í Litlu-Ávík í dag.
Verið að taka áburðarsekki af bílnum í Litlu-Ávík í dag.
1 af 2
Þá er Kaupfélag Steingrímsfarðar farið að láta flytja áburðinn norður í Árneshrepp til bænda þar.

Björn Sverrisson er að flytja áburðinn norður nú um helgina á bíl með aftanívagn og kemur áburðinum í þrem ferðum.

Langt er síðan áburðaskip kom með áburðinn til Hólmavíkur,en nú þykir ekki hentugt lengur að skip komi á Norðurfjörð með áburð sem á að fara til bænda í Árneshreppi.

Stutt er síðan að Vegagerðin aflétti þungatakmörkunum  á veg 643 Strandaveg norður í Árneshrepp.

Áburður kom talsvert fyrr í fyrra til bænda eða á tímabilinu 10 til 13, en þá voru vegir fyrr þurrir,og þungatakmörkunum aflétt sennilega fyrr þótt fréttamaður muni það ekki eða haft tíma til að athuga það.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. maí 2011

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf. var haldinn á Ísafirði 9. maí 2011.

Hagnaður varð hjá OV.
Hagnaður varð hjá OV.
Orkubú Vestfjarða aflar sér raforku á samkeppnismarkaði og dreifir henni um eitt erfiðasta dreifisvæði landsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er raforkuverð á Vestfjörðum, verðið að meðtöldum flutnings og dreifingarkostnaði, eitt hið lægsta í landinu.

Engu að síður er orkukostnaður heimila og fyrirtækja er hærri á Vestfjörðum en víðast annars staðar á landinu,  þrátt fyrir lágt rafmagnsverð, og er ástæðan sú að Vestfirðingar hafa ekki aðgang að ódýrari orkugjöfum en rafmagni til húshitunar. Það er mikilvægt að þessi búsetumismunun verði jöfnuð og meira fé renni til niðurgreiðslna á húshitunarkostnaði þar sem ekki er að finna ódýra orkugjafa til húshitunar.

Það er talsvert kostnaðarsamara að dreifa raforkunni í dreifbýli heldur en þéttbýli og greiða íbúar í dreifbýli töluvert hærra verð fyrir dreifingu raforkunnar þrátt fyrir niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Það er réttlætismál að þessar niðurgreiðslur verði auknar þannig að raforkuverð verði það sama í þéttbýli og dreifbýli.

 

Árið 2010 varð hagnaður af venjubundnum rekstri Orkubús Vestfjarða sjötta árið í röð. Afkoma Orkubús Vestfjarða varð heldur lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði að upphæð 300,5 Mkr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 240,4 Mkr., en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2009 er hagnaður ársins um 208,3 Mkr..  Afskriftir námu alls 222,3 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2008 voru alls 5.637 Mkr. og heildarskuldir alls 742 Mkr. Eigið fé nam því alls 4.895 Mkr. sem er um 86,8 % af heildarfjármagni.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. maí 2011

Vortónleikar.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 15. maí kl. 16:00

Stjórnandi er Krisztina Szklenár og undileikari á píanó er Kitty Kovács.
Allir hjartanlega velkomnir.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Náð í einn flotann.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
Vefumsjón