28 ökumenn voru stöðvaðir í nágrenni við Hólmavík.
Í liðinni viku og um páskahelgina var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum,mest á norðursvæði Vestfjarða,Ísafirði og þar um slóðir.Á öðrum stöðum á Vestfjörðum var frekar rólegt. Talið er að íbúafjöldi í Ísafjarðarbæ hafi tvöfaldast,þangað hafi komið um þrjú þúsund gestir vegna rokkhátíðarinnar „Aldrei fór ég suður" og skíðavikunnar sem haldin var um páskahelgina. Skemmtanahaldið gekk nokkuð vel fyrir sig,lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum aðilum og má segja að fyrripartur helgarinnar hafi gengið vel fyrir sig en þegar fór að líða á komu upp nokkur tilvik. m.a. laugardaginn 23. apríl var kveikt í sinu á Seljalandsdal á Ísafirði,greiðlega gekk að slökkva þar.
Um miðjan dag á páskadag, 24. apríl var tilkynnt um tvö innbrot í Bolungarvík, þar var brotist inn í tvær verslanir, ýmsum söluvarningi stolið á báðum stöðunum, á sama tíma var tilkynnt um rúðubrot í sendiferðabíl sem tilheyrði annarri versluninni sem brotist var inn í.
Annan dag páska 25. apríl var eldur borinn að gamalli jeppabifreið númerslausri, þar sem bifreiðin stóð í Bolungarvík, bifreiðin gerónýt eftir.Þá fyrr um nóttina var kveikt í sinu í Bolungarvík og gekk greiðlega að slökkva þann eld.
Í gær 25. apríl voru fjórar manneskjur handteknar vegna grunsemda lögreglu um aðild að þessum innbrotum og skemmdarverkum sem hér að ofan er greint frá. Allir þessir aðilar hafa viðurkennt aðild sína að þessum málum og að yfirheyrslum loknum var þeim sleppt í gærkveldi. Lögregla fann hluta þýfisins, sem verður skilað til eigenda.Þessir aðilar sem um ræðir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota.
Meira