Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25. apríl 2011.
Um miðjan dag á páskadag, 24. apríl var tilkynnt um tvö innbrot í Bolungarvík, þar var brotist inn í tvær verslanir, ýmsum söluvarningi stolið á báðum stöðunum, á sama tíma var tilkynnt um rúðubrot í sendiferðabíl sem tilheyrði annarri versluninni sem brotist var inn í.
Annan dag páska 25. apríl var eldur borinn að gamalli jeppabifreið númerslausri, þar sem bifreiðin stóð í Bolungarvík, bifreiðin gerónýt eftir.Þá fyrr um nóttina var kveikt í sinu í Bolungarvík og gekk greiðlega að slökkva þann eld.
Í gær 25. apríl voru fjórar manneskjur handteknar vegna grunsemda lögreglu um aðild að þessum innbrotum og skemmdarverkum sem hér að ofan er greint frá. Allir þessir aðilar hafa viðurkennt aðild sína að þessum málum og að yfirheyrslum loknum var þeim sleppt í gærkveldi. Lögregla fann hluta þýfisins, sem verður skilað til eigenda.Þessir aðilar sem um ræðir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota.
Meira