Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. apríl 2011

Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld-fyrirlestur.

Torfi H Tulinus.
Torfi H Tulinus.
Í vetur hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum, Minjavörð Vestfjarða og fleiri aðila, gengst fyrir röð fyrirlestra undir yfirskriftinni Menningararfurinn. Fyrirlestrarnir hafa verið í gegnum fjarfundabúnað og hægt að sækja þá á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytt og fróðleg, til dæmis Vatnsfjörður, mannabein og mannamein, Þjóðfræðistofa og þjóðmenning og saga í atvinnusköpun.

Nú næstkomandi fimmtudag 28.apríl kl 17:00 -18.00 verður fyrirlestur um Menningararfinn-Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld.
Þar mun Torfi Tulinius fjalla um helstu þætti þeirrar hatrömmu baráttu sem geisaði milli valdamanna á Vestfjörðum á fyrra hluta 13. aldar og hvernig hún leiddi til þess að höfðingjar af öðrum svæðum náðu undirtökum þar.
Nánar á vef frmst.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. apríl 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25. apríl 2011.

28 ökumenn voru stöðvaðir í nágrenni við Hólmavík.
28 ökumenn voru stöðvaðir í nágrenni við Hólmavík.
Í liðinni viku og um páskahelgina var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum,mest á norðursvæði Vestfjarða,Ísafirði og þar um slóðir.Á öðrum stöðum á Vestfjörðum var frekar rólegt.  Talið er að íbúafjöldi í Ísafjarðarbæ hafi tvöfaldast,þangað hafi komið um þrjú þúsund gestir vegna rokkhátíðarinnar „Aldrei fór ég suður" og skíðavikunnar sem haldin var  um páskahelgina.  Skemmtanahaldið gekk nokkuð vel fyrir sig,lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum aðilum og má segja að fyrripartur helgarinnar hafi gengið vel fyrir sig en þegar fór að líða á komu upp nokkur tilvik. m.a. laugardaginn 23. apríl var kveikt í sinu á Seljalandsdal á Ísafirði,greiðlega gekk að slökkva þar.

Um miðjan dag á  páskadag, 24. apríl var tilkynnt um tvö innbrot í Bolungarvík, þar var brotist inn í tvær verslanir, ýmsum söluvarningi stolið á báðum stöðunum, á sama tíma var tilkynnt um rúðubrot í sendiferðabíl sem tilheyrði annarri versluninni sem brotist var inn í.

Annan dag páska 25. apríl var eldur borinn að gamalli jeppabifreið númerslausri, þar sem bifreiðin stóð í Bolungarvík, bifreiðin gerónýt eftir.Þá fyrr um nóttina var kveikt í sinu í Bolungarvík og gekk greiðlega að slökkva þann eld.

Í gær 25. apríl voru fjórar manneskjur handteknar vegna grunsemda lögreglu um aðild að þessum innbrotum og skemmdarverkum sem hér að ofan er greint frá.  Allir þessir aðilar hafa viðurkennt aðild sína  að þessum málum og að yfirheyrslum loknum var þeim sleppt í gærkveldi.  Lögregla fann hluta þýfisins, sem verður skilað til eigenda.Þessir aðilar sem um ræðir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. apríl 2011

Kynning á Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla í dag.

HildurJakobina Gisladottir felagsmalastjori.
HildurJakobina Gisladottir felagsmalastjori.

Kynning verður á Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla. Þjónustan er mikilvægur liður í áframhaldandi þróun og uppbyggingu á svæðinu.

Félagsmálastjóri, Hildur Jakobína Gísladóttir, mun halda kynningu á Félagsþjónustunni í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 26.apríl n.k. kl. 18:00 og eru allir íbúar hvattir til að mæta.

Málaflokkar sem kynntir verða:Barnavernd.Félagsleg ráðgjöf.Fjárhagsaðstoð.Heimaþjónusta.Málefni aldraðra.Málefni fatlaðra

Eftir kynninguna gefst íbúum tækifæri á að koma á framfæri hugmyndum sínum, vangaveltum og spurningum.

Kynning þessi verður haldin í öllum þeim fjórum sveitarfélögum sem hafa sameinast um Félagsþjónustuna en það eru  Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Reykhólahreppur.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. apríl 2011

Páskabingó.

Gleðilega Páska.
Gleðilega Páska.
 Hið árlega páskabingó foreldrafélags Finnbogastaðaskóla verður haldið í félagsheimilinu í Árnesi laugardaginn 23.apríl kl. 14:00.
 Foreldrafélag Finnbogastaðaskóla vonast til að sjá sem flesta á laugardaginn!
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. apríl 2011

Maður slasaðist um borð í bát.

TF-Gná.Mynd LHG.is
TF-Gná.Mynd LHG.is
Maður slasaðist  um borð í bátnum Flugöldunni ST-54 sem lá inni á Djúpavík sem fór á móts við Kópsnesið sem var vélarvana út af Ströndum,einnig fóru bátar frá Norðurfirði til móts við hinn vélarvana bát.Maðurinn sem slasaðist um borð í Flugöldunni þegar hnútur kom á bátinn.Var siglt með manninn til Norðurfjarðar og keyrt þaðan með hann útá Gjögurflugvöll þar sem þyrla beið með lækni.Þyrlan fór síðan með manninn á Heilsugæsluna á Hólmavík.Maðurinn sem er úr Árneshreppi mun hafa nefbrotnað.

Sjá nánar á vef Landhelgisgæslunnar undir fyrirsögninni:Bátur hætt komin norður af Ströndum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. apríl 2011

Flogið í morgun.

Flugvél Ernis á Gjögri.
Flugvél Ernis á Gjögri.
Flugfélagið Ernir flugu til Gjögurs í morgun enn ekki var hægt að fljúga vegna veðurs í gær.

Næsti flugdagur er á fimmtudaginn 21 apríl sem er skírdagur og sumardagurinn fyrsti.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. apríl 2011

Guðsþjónusta á skírdagskvöld.

Árneskirkja.
Árneskirkja.
Messað verður  í Árneskirkju á skírdagskvöld, fimmtudaginn 21. apríl kl. 20:00.

Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur predikar.

Allt fer þetta eftir hvernig færðin  verður norður frá Hólmavík þennan dag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. apríl 2011

Með táning í tölvunni.

Úr leikritinu.Mynd Kristín S Einarsdóttir.
Úr leikritinu.Mynd Kristín S Einarsdóttir.
Fréttatilkynning frá leikfélagi Hólmavíkur.

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Með táning í tölvunni á miðvikudaginn kemur, þann 20. apríl kl 20 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Höfundur verksins er Ray Cooney en leikstjóri er Arnar S. Jónsson. Um er að ræða nútímalegt verk sem hefur allt til að bera sem prýðir góðan gamanleik. Sjö leikarar fara með hlutverk og eru nokkrir þeirra að stíga í fyrsta sinn á svið með leikfélagi Hólmavíkur. Auk leikaranna tekur fjöldi fólks þátt í undirbúningi á bak við tjöldin. Áformað er að þrjá sýningar verði á Hólmavík í páskavikunni og jafnvel ein til viðbótar í maí, ef næg aðsókn fæst. Síðan stendur til að fara í sýningarferð um Vestfirði um sjómannadagshelgina. Leikfélagið fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir og má því búast við fleiri uppákomum áður en árið er á enda.

Þess má geta að Café Riis á Hólmavík ætlar að vera með opið í pizzur kl 17:30-20 á frumsýningardaginn svo það er tilvalið að fá sér pizzu áður en haldið er á leiksýningu. Þá er upplagt fyrir þá sem leggja leið sína á Aldrei fór ég suður á Ísafirði að byrja ferðina á Hólmavík og sjá leiksýningu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. apríl 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11. til 18. apríl 2011.

Umferð var róleg í liðinni viku að sögn lögreglu.
Umferð var róleg í liðinni viku að sögn lögreglu.

Í vikunni sem var að líða var umferð róleg, einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð, hann var mældur á 102 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, bæði á Holtavörðuheiði,  ekki var um slys að ræða í þessi skipti, en eitthvert eignartjón. Umferð um Holtavörðuheiðina gekk brösuglega í vikunni, vegna veðurs og færðar og eitthvað um að ökumenn lentu þar í vandræðum.

Í komandi viku, páskavikunni má gera ráð fyrir að umferð aukist verulega um Djúpveg og vill lögregla koma því á framfæri að vegfarendur kynni sér ástand vega og veðurspá áður en lagt er í langferð. lögregla verður með öflugt eftirlit um páskahelgina á þjóðvegum umdæmisins sem og þar sem fólks mun safnast saman, en gera má ráð fyrir að talsvert margt fólk muni leggja leið sína til Ísafjarðar um komandi helgi, bæði vegna skíðavikunnar og einnig tónleikana sem haldnir verða á Ísafirði.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. apríl 2011

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugi hefur verið aflýst til Gjögurs í dag vegna dimmviðris.

Snjókoma er og lítil sem engin skýjahæð og skyggni lítið sem ekkert.

Flugfélagið Ernir munu athuga með flug til Gjögurs á morgun.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
Vefumsjón