Fjöldi gesta í vöffluveislu 1. apríl.
Frá þessu er sagt á vef sveitarfélags Strandabyggðar.
Verið er að endurnýja bindingar á staurum,en þær tærast með tímanum.
Unnið var í fyrra við þetta á syðrihluta heiðarinnar enn nú nyrðrihluta Trékyllisheiðar.
Vegna þessa rafmagnleysis verður útibú Sparisjóðs Strandamanna á Norðurfirði lokað í dag. En þetta er sá tími dagsins sem hann er opinn venjulega á milli eitt og fjögur.
Í liðinni viku gekk umferð í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum nokkuð vel og án óhappa, ekkert umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, þó voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tveir á Ísafirði og einn í nágrenni við Hólmavík, sá sem hraðast ók, var mældur á 111 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Skemmtanahald gekk nokkuð vel fyrir sig um liðna helgi, eitthvað var um pústra milli manna og ein líkamsárást var tilkynnt til lögreglu.
Nú eykst umferð reiðhjólamanna með hækkandi sól, því vill lögregla koma á framfæri ábendingum til foreldra og forráðamann barna og unglinga um gildi þess að nota reiðhjólahjálma, en eitthvað ber á því að hjálmanotkun sé ábótavant.
Segir í tilkynningu frá lögreglu.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum eða Suðlægum fram til 8.mánaðar,síðan Norðan og NA fram til 11.með nokkru frosti.
Síðan gerði Suðvestanáttir aftur fram til 18.Síðan voru Suðvestanáttir eða Austlægar vindáttir á víxl,síðustu daga mánaðar var hægviðri með breytilegum vindáttum.Mánuðurinn var mjög kaldur í heild.Þann 3. gerði Suðvestan hvassviðri og eða storm með miklum kviðum uppí 31 m/s.Þann 6 gerði einnig Suðvestan hvassviðri og eða storm og rok með kviðum allt uppí 30 m/s.Norðan hvassviðri var þann 10.með mjög dimmum éljum.
Þann 14 gerði Suðvestan storm,rok og ofsaveður kviður fór allt uppí 46 m/s og á Gjögurflugvelli mældist kviða í 51m/s.
Tjón varð í Suðvestan veðrinu þann 14,gömul hlaða fauk við Víganes og á Grænhóli fauk járn af hlöðu og gafl.Á Gjögri kengbognaði gömul vindmilla.Foktjón varð einnig á Norðurfirði,þar sem rúður brotnuðu og gámar fuku á geymslusvæði við bryggjuna þar.Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) í kviðum þann 14 mars.
Dagar eða vikur.
Hafnarreglugerð fyrir Norðurfjarðarhöfn: Í fyrsta kafla segir:Takmörkun hafnarinnar-Norðurfjarðarhöfn tekur yfir Norðurfjörð innan línu sem hugsast dregin úr Bergistanga norðanmegin fjarðarins í Urðarnes sunnan megin fjarðarins.
Í öðrum kafla segir um stjórn hafnarinnar:
Gjöld þau, sem ákveðin eru í reglugerð þessari, skulu renna í hafnarsjóð Norðurfjarðarhafnar og skal honum varið til greiðslu kostnaðar við rekstur hafnarinnar, til þess að gera umbætur á höfninni, til byggingar mannvirkja, er höfninni tilheyra. Hafnarnefnd Norðurfjarðarhafnar skipa þrír menn, sem hreppsnefnd Árneshrepps kýs til fjögurra ára í senn. Hafnarnefnd hefur á hendi innheimtu hafnargjalda og reikningsskil fyrir hafnarsjóð. Kosning í hafnarnefnd skal jafnan fylgja hreppsnefndarkosningum.Hafnarnefnd skal sjá um, að reglugerð þessari sé hlýtt og stjórna hafnarsjóðnum með eftirliti hreppsnefndar.Hreppsnefnd veitir fé úr sjóðnum til umræddra framkvæmda eftir tillögum hafnarnefndar, og ber ábyrgð á sjóðnum sem öðrum eignum hreppsins.Reikningur hafnarsjóðs skal fylgja sveitarsjóðsreikningum og endurskoðast og úrskurðast ásamt þeim.
Í fjórða kafla um lestargjöld segir:
Í vikunni sem var að líða var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Mánudaginn 21. mars valt bíll í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði. Um minni háttar meiðsl var að ræða. Bifreiðin var óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.
Miðvikudaginn 23. mars ók bíll á ljósastaur í Bæjarbrekkunni á Ísafirði, farþegi kenndi sér eymsla og fór á sjúkrahúsið til skoðunar.
Föstudaginn 25. mars var ekið utan í hjólreiðamann á Mánagötu á Ísafirði. Um minni háttar meiðsl var að ræða.
Þrír voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni í nágrenni við Hólmavík, sá sem hraðast ók þar var mældur á 114 km/klst, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Að öðru leiti gekk umferð vel í umdæminu í liðinni viku.
Sunnudaginn 27. mars var kveikt í strætisvagnaskýli við Hreggnasa í Ísafjarðarbæ. Ekki var um miklar skemmdir að ræða og telst málið upplýst, um var að ræða unga dregni sem þar voru að verki. Skemmdir voru unnar í anddyri á húsi við Aðalstræti á Ísafirði um helgina, ekki er vitað hver/hverjir þar voru að verki.
Lögregla vill koma því á framfæri að undanfarið hefur borið á því að ungir ökumenn hafa verið með glannaakstur á hafnarsvæðinu á Ísafirði. Vart þarf að fjölyrða um það hvað gæti komið þar fyrir og vill lögregla biðja foreldra og forráðamenn ungra ökumanna að brýna fyrir börnum sínum, sem komin eru með ökuréttindi, hættuna sem af þessu getur stafað.
Segir í frétt frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Þegar þyrla gæslunnar fór í ísflug á miðvikudaginn 23. mars var ísröndin næst landi á þessum stöðum:56 sml frá Látrabjargi, 38 sml frá Barða, 38 sml frá Kögri og 50 sml frá Hornbjargi.
Samkvæmt ljósmyndinni sem var tekin klukkan 13:22 í dag er greinilegt að ísinn hefur færst nær.
Skip og bátar sem eru á þessum svæðum eru beðnir að láta hafísdeild Veðurstofu Íslands vita um hafís eða jaka.
Hann er sá fyrsti sem leggur grásleppunet sem gerir út frá Norðurfirði.
Ekki er vitað annað enn að báturinn frá Súðavík sem ætlar að gera einnig út frá Norðurfirði komi í dag,og mun því fara að leggja netin einnig.
Ægir Hrannar Thorarensen á bátnum Unnari ÍS-300,kemur um mánaðarmótin.
Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 segist leggja um helgina eða eftir helgina ef veður verður þá gott áfram.
Ágætis veður er í dag og gott í sjóinn og,lítur sæmilega út með veður næstu daga.