Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. apríl 2011

Guðsþjónusta á skírdagskvöld.

Árneskirkja.
Árneskirkja.
Messað verður  í Árneskirkju á skírdagskvöld, fimmtudaginn 21. apríl kl. 20:00.

Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur predikar.

Allt fer þetta eftir hvernig færðin  verður norður frá Hólmavík þennan dag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. apríl 2011

Með táning í tölvunni.

Úr leikritinu.Mynd Kristín S Einarsdóttir.
Úr leikritinu.Mynd Kristín S Einarsdóttir.
Fréttatilkynning frá leikfélagi Hólmavíkur.

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Með táning í tölvunni á miðvikudaginn kemur, þann 20. apríl kl 20 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Höfundur verksins er Ray Cooney en leikstjóri er Arnar S. Jónsson. Um er að ræða nútímalegt verk sem hefur allt til að bera sem prýðir góðan gamanleik. Sjö leikarar fara með hlutverk og eru nokkrir þeirra að stíga í fyrsta sinn á svið með leikfélagi Hólmavíkur. Auk leikaranna tekur fjöldi fólks þátt í undirbúningi á bak við tjöldin. Áformað er að þrjá sýningar verði á Hólmavík í páskavikunni og jafnvel ein til viðbótar í maí, ef næg aðsókn fæst. Síðan stendur til að fara í sýningarferð um Vestfirði um sjómannadagshelgina. Leikfélagið fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir og má því búast við fleiri uppákomum áður en árið er á enda.

Þess má geta að Café Riis á Hólmavík ætlar að vera með opið í pizzur kl 17:30-20 á frumsýningardaginn svo það er tilvalið að fá sér pizzu áður en haldið er á leiksýningu. Þá er upplagt fyrir þá sem leggja leið sína á Aldrei fór ég suður á Ísafirði að byrja ferðina á Hólmavík og sjá leiksýningu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. apríl 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11. til 18. apríl 2011.

Umferð var róleg í liðinni viku að sögn lögreglu.
Umferð var róleg í liðinni viku að sögn lögreglu.

Í vikunni sem var að líða var umferð róleg, einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð, hann var mældur á 102 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, bæði á Holtavörðuheiði,  ekki var um slys að ræða í þessi skipti, en eitthvert eignartjón. Umferð um Holtavörðuheiðina gekk brösuglega í vikunni, vegna veðurs og færðar og eitthvað um að ökumenn lentu þar í vandræðum.

Í komandi viku, páskavikunni má gera ráð fyrir að umferð aukist verulega um Djúpveg og vill lögregla koma því á framfæri að vegfarendur kynni sér ástand vega og veðurspá áður en lagt er í langferð. lögregla verður með öflugt eftirlit um páskahelgina á þjóðvegum umdæmisins sem og þar sem fólks mun safnast saman, en gera má ráð fyrir að talsvert margt fólk muni leggja leið sína til Ísafjarðar um komandi helgi, bæði vegna skíðavikunnar og einnig tónleikana sem haldnir verða á Ísafirði.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. apríl 2011

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugi hefur verið aflýst til Gjögurs í dag vegna dimmviðris.

Snjókoma er og lítil sem engin skýjahæð og skyggni lítið sem ekkert.

Flugfélagið Ernir munu athuga með flug til Gjögurs á morgun.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. apríl 2011

Snjóaði mikið í nótt.Snjómokstur.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Það byrjaði að snjóa í gærkvöldi og það snjóaði fram á morgun,úrkoman eftir nóttina mældist 17,0 mm eftir nóttina á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Snjódýpt er þar 13 cm og það jafnfallinn blautur snjór,hitastig í nótt hefur verið um núll stig.

Nú er Vegagerðin á Hólmavík að láta moka frá Hólmavík til Djúpavíkur og til Gjögurs,einnig er verið að moka frá Gjögri til Norðurfjarðar hér innansveitar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. apríl 2011

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Í dag, fimmtudaginn 14.apríl, verður vorhátíð Finnbogastaðaskóla haldin hátíðleg í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Góður matur og fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti. Verð er 2200 krónur á mann en frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og gera sér glaðan dag með nemendum og starfsfólki skólans.

Vorhátíðin hefst klukkan 18:00.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. apríl 2011

Rafmagn tekið af í dag.

Viðgerðum líkur í dag á Trékyllisheiði.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Viðgerðum líkur í dag á Trékyllisheiði.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Í dag mun Orkubú Vestfjarða á Hólmavík taka rafmagn af í Árneshreppi frá kl 13:30 til 16:30 ca vegna viðhaldsvinnu á Trékyllisheiði í dag.

Í dag verður unnið norðast á Trékyllisheiðinni og skipt um línu þar sem línan liggur fram af brúninni af heiðinni niðrí Kjós og spenna þar og stög og ýmislegt.

Þetta verður í síðasta sinn sem viðhaldsvinna verður nú um tíma.Enn í sumar stendur til viðhaldsvinna verði einhver í Árneshreppi það verður sagt frá því þegar þar að kemur,en það verður ekki á næstunni.

 Rafmagnleysið í dag hefur ekki áhrif á Sparisjóðs Strandamanna á Norðurfirði í dag vegna þess að sparisjóðurinn er lokaður á miðvikudögum.Og Kaupfélagið einnig.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. apríl 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4.til 11. apríl 2011.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.

Í vikunni sem var að líða voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu.

Miðvikudaginn 6. apríl varð útafakstur á Holtavörðuheiðinni, um að ræða minniháttar óhapp og ekki slys á fólki.   Fimmtudaginn 7. apríl varð óhapp í Vestfjarðargöngunum með þeim hætti að ekið var utan í vinnulyftu Vegagerðarinnar þar sem unnið var við viðgerð á ljósum. Ekki urðu miklar skemmdir og ekki slys á fólki. Föstudaginn 8. apríl varð bílvelta á Súðavíkurhlíð, þar hafnaði bifreið utan í vegriði með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, um minniháttar meiðsl að ræða. Sunndaginn 10. apríl hafnaði bifreið út fyrir veg á veginum um Þröskulda, um minniháttar óhapp var að ræða og ekki slys á fólki.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. apríl 2011

Þak fauk af í heilu lagi.

Þakið liggur langt fyrir ofan húsið.
Þakið liggur langt fyrir ofan húsið.
1 af 3
Í Sunnan ofsaveðrinu í gærkvöld fauk þak af sumarhúsi í heilu lagi,einnig fauk hluti af hliðunum og húsið færðist til á sökklunum.

Húsið lét Kristján Andri Guðjónsson byggja í haust í Steinstúnslandi rétt fyrir ofan svonefnt Sýki í Norðurfirði.Ekki var búið að innrétta húsið enn það stóð til í sumar.

Húsið er mjög illa farið eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Þetta var ofsaveður í Sunnanáttinni í gærkvöldi vindur frá 30 m/s uppí 50 m/s í kviðum.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 10. apríl 2011

Rafmagnstruflanir í kvöld.

Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Rafmagnstruflanir hafa verið víða á Vestfjörðum í kvöld.Á vef Orkubús Vestfjarða segir að Kl. 19:23 leysti Vesturlína Landsnets út í Glerárskógum, innsetning tókst en línan leysti út aftur, innsetnigng tókst að nýju en búast má við truflunum á Vestfjörðum fram eftir kvöldi.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
Vefumsjón