Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. apríl 2011 Prenta

Búið að verka í 160 tunnur.

Búið er að verka í um 160 tunnur af grásleppuhrognum á Norðurfirði.
Búið er að verka í um 160 tunnur af grásleppuhrognum á Norðurfirði.
1 af 2
Grásleppumenn sem stunda grásleppuveiðar frá Norðurfirði eru nokkuð sáttir við veiðina undanfarið þrátt fyrir brælur og hvassviðri og storma hefur sjólag verið gott um leið og lægir,því engan norðan garð hefur gert enn sem komið er,aðeins suðvestlægar vindáttir ríkjandi með sínum óstöðuga vindi.

Fjórir bátar gera út á grásleppu frá Norðurfirði en það eru Snorri ST-24 og þrír bátar að vestan þeyr Sörli ÍS-66,Unnur ÍS-300 og Kitti Leifa ÍS-82.

Þeyr róa stíft Súðvíkingarnir á Kitta Leifa ÍS og eru aflahæstir komnir með um 90 tunnur af verkuðum hrognum.

Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir sjá um að verka hrognin af þessum fjórum bátum og eru nú búin að verka yfir hundrað og sextíu tunnur alls.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
Vefumsjón