Félagsþjónustan kynnt í Árneshreppi.
Eftir kynninguna gefst íbúum tækifæri á að koma á framfæri hugmyndum sínum,vangaveltum og spurningum.
Póstur og vörur komu með vélinni að venju,enda var orðið mjólkurlaust eftir páskahelgina í útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði og skortur orðin á öðrum nauðsynjum.Enda var mikið af fólki í sveitinni yfir páskahátíðina.
Viku póstur kom með vélinni í dag en enginn póstur kom þegar flogið var síðast á annan í páskum.
Fjórir bátar gera út á grásleppu frá Norðurfirði en það eru Snorri ST-24 og þrír bátar að vestan þeyr Sörli ÍS-66,Unnur ÍS-300 og Kitti Leifa ÍS-82.
Þeyr róa stíft Súðvíkingarnir á Kitta Leifa ÍS og eru aflahæstir komnir með um 90 tunnur af verkuðum hrognum.
Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir sjá um að verka hrognin af þessum fjórum bátum og eru nú búin að verka yfir hundrað og sextíu tunnur alls.
Nú næstkomandi fimmtudag 28.apríl kl 17:00 -18.00 verður fyrirlestur um Menningararfinn-Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld.
Þar mun Torfi Tulinius fjalla um helstu þætti þeirrar hatrömmu baráttu sem geisaði milli valdamanna á Vestfjörðum á fyrra hluta 13. aldar og hvernig hún leiddi til þess að höfðingjar af öðrum svæðum náðu undirtökum þar.
Nánar á vef frmst.
Um miðjan dag á páskadag, 24. apríl var tilkynnt um tvö innbrot í Bolungarvík, þar var brotist inn í tvær verslanir, ýmsum söluvarningi stolið á báðum stöðunum, á sama tíma var tilkynnt um rúðubrot í sendiferðabíl sem tilheyrði annarri versluninni sem brotist var inn í.
Annan dag páska 25. apríl var eldur borinn að gamalli jeppabifreið númerslausri, þar sem bifreiðin stóð í Bolungarvík, bifreiðin gerónýt eftir.Þá fyrr um nóttina var kveikt í sinu í Bolungarvík og gekk greiðlega að slökkva þann eld.
Í gær 25. apríl voru fjórar manneskjur handteknar vegna grunsemda lögreglu um aðild að þessum innbrotum og skemmdarverkum sem hér að ofan er greint frá. Allir þessir aðilar hafa viðurkennt aðild sína að þessum málum og að yfirheyrslum loknum var þeim sleppt í gærkveldi. Lögregla fann hluta þýfisins, sem verður skilað til eigenda.Þessir aðilar sem um ræðir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota.
Kynning verður á Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla. Þjónustan er mikilvægur liður í áframhaldandi þróun og uppbyggingu á svæðinu.
Félagsmálastjóri, Hildur Jakobína Gísladóttir, mun halda kynningu á Félagsþjónustunni í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 26.apríl n.k. kl. 18:00 og eru allir íbúar hvattir til að mæta.
Málaflokkar sem kynntir verða:Barnavernd.Félagsleg ráðgjöf.Fjárhagsaðstoð.Heimaþjónusta.Málefni aldraðra.Málefni fatlaðra
Eftir kynninguna gefst íbúum tækifæri á að koma á framfæri hugmyndum sínum, vangaveltum og spurningum.
Kynning þessi verður haldin í öllum þeim fjórum sveitarfélögum sem hafa sameinast um Félagsþjónustuna en það eru Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Reykhólahreppur.
Sjá nánar á vef Landhelgisgæslunnar undir fyrirsögninni:Bátur hætt komin norður af Ströndum.