Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. apríl 2011 Prenta

Félagsþjónustan kynnt í Árneshreppi.

Kynningin verður á Kaffi Norðurfirði.
Kynningin verður á Kaffi Norðurfirði.
1 af 2
Eins og kunnugt er tók sameiginleg Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla til starfa um áramót og nær yfir fjögur sveitarfélög. Þjónustan er mikilvægur liður í áframhaldandi þróun og uppbyggingu á svæðinu.Félagsmálastjóri, Hildur Jakobína Gísladóttir, mun halda kynningu á Félagsþjónustunni á Kaffi Norðurfirði mánudaginn 2 maí kl 17:00 og eru allir íbúar hvattir til að mæta. Málaflokkar sem kynntir verða eru barnavernd, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, heimaþjónusta og málefni aldraða og fatlaðra.
 Eftir kynninguna gefst íbúum tækifæri á að koma á framfæri hugmyndum sínum,vangaveltum og spurningum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júní »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
Vefumsjón