Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2011 Prenta

Óvíst hvenær bjarndýrið kom.

Ratsjármynd frá 14.4. síðastliðnum. Þá var hafísspöng úti fyrir Vestfjörðum sem gæti hafa borið birni í átt að Hornströndum.Mynd jardvis.hí.is
Ratsjármynd frá 14.4. síðastliðnum. Þá var hafísspöng úti fyrir Vestfjörðum sem gæti hafa borið birni í átt að Hornströndum.Mynd jardvis.hí.is

Hafísjaðarinn hefur ekki verið mjög nærri landinu að undanförnu. Því getur allt eins verið að hvítabjörninn sem sást í Hælavík í morgun hafi ekki verið nýkominn, að mati Ingibjargar Jónsdóttur landfræðings hjá Jarðvísindastofnun. Einnig er mögulegt að bjarndýrið hafi synt langa leið til Íslands en hvítabirnir eru mjög vel syndir.

Sérfræðingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, Siglingastofnunar og Hafrannsóknastofnunar eru nú að skoða hvernig aðstæður hafa verið í hafinu norðan við Ísland að undanförnu til að leita skýringa á komu hvítabjarnarins til Hornstranda.

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun HÍ, sagði við vef mbl.is,að hún ásamt Héðni Valdimarssyni hjá Hafrannsóknastofnuninni og Eysteini Má Sigurðssyni hjá Siglingastofnun hafa verið að rekja sig aftur í tímann hvað varðar legu ísjaðarsins og mögulegt rek hafíss norðan landsins.
Nánar hér á www.mbl.is
 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
  • Ragna-Badda og Bía.
Vefumsjón