Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2011

Mokað einu sinni í viku.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Vegagerðin stefnir nú á að moka norður í Árneshrepps einu sinni í viku;að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík!

Stefnt er á að mokað verði á þriðjudögum eða næsta dag á eftir ef veður leyfir ekki mokstur á mokstursdegi.

Nú í dag verður opnað norður,talsvert snjóaði í nótt og fram á morgun og er snjórinn sem féll í nótt lausamjöll,og mun verða svarta skafrenningur þegar eitthvað hreyfir vind.

Í dag ættu nemendur úr Finnbogastaðaskóla og starfsfólk að komast heim aftur,enn þau eru búin að vera viku í gestaheimsókn í Grunnskólanum á Hólmavík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2011

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum.

Menningarráð Vestfjarða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna.
Menningarráð Vestfjarða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna.
Fréttatilkynning:

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Á síðustu þremur árum hefur Menningaráð Vestfjarða úthlutað samtals rúmlega 120 milljónum til vestfirskra menningarverkefna.

Áherslur við fyrri úthlutun 2011.

Hægt er að sækja um stuðning frá Menningarráði Vestfjarða við hverskyns menningarverkefni, svo framarlega að umsókn eða verkefni stangist ekki á við úthlutunarreglur sem samþykktar eru við hverja úthlutun. Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við fyrri úthlutun ársins 2011 verði horft sérstaklega til verkefna sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2011

Bændur láta telja fósturvísa.

Með ómskoðun er hægt að sjá fósturvísa í ám.
Með ómskoðun er hægt að sjá fósturvísa í ám.
1 af 2
Flestir bændur í Árneshreppi létu telja fósturvísa í ám sínum til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt,í vor í sauðburðinum.Við talninguna  er  notuð ómsjá.

Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sá um ómskoðunina eða talninguna.

Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar og var búin að telja fóstur í yfir 40.000 þúsund fjár þegar hann var búin hér í Árneshreppi.

Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta. Augljósustu nýtingamöguleikar tengjast skipulagningu fóðrunar á síðari hluta meðgöngutíma ánna auk þess sem að slík vitneskja á víða að geta skapað mikla möguleika til að skipuleggja alla vinnu á sauðburði.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. mars 2011

Fleiri hákarlar.

Hákarlinn einn af þeim stærri sem Jón hefur fengið.
Hákarlinn einn af þeim stærri sem Jón hefur fengið.
Í gærmorgun þegar fréttamaður Litlahjalla var  að mynda á Gjögri og því svæði var Jón Eiríksson mættur á Gjögurbryggju og búin að hífa einn mikinn hákarl upp með krananum til að skera niður,einn af þeim stærri sem hann hefur fengið. Jón hafði veitt tvo hákarla rétt fyrir Suðvestan ofsaveðrið og hafði tjóðrað þá við kranann á bryggjunni,annars hefðu þeyr jafnvel skolast í burtu því mikinn sjó gekk yfir bryggjuna í veðurhamnum. Áður var Jón búin að fá þrjá hákarla fljótlega eftir að hann lagði hákarlalóðirnar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. mars 2011

Raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Orkuöryggi á Vestfjörðum.
Orkuöryggi á Vestfjörðum.
Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 11. Mars s.l. var gerð eftirfarandi samþykkt varðandi nýútkomna skýrslu starfshóps Iðnaðarráðherra um „Orkuöryggi á Vestfjörðum - Áhrif á samkeppnisstöðu og atvinnuþróun"[1].  Skýrslan var kynnt að hálfu iðnaðarráðherra, orkumálastjóra og fulltrúa Landsnets á opnum fundum á Patreksfirði og Ísafirði þann 7. mars s.l.. 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lýsir ánægju með að skýrsla starfshóps iðnaðarráðherra sé nú loks komin fram og þeim tillögum sem þar eru fram settar. 

Stjórn leggur áherslu á, að nú er viðurkenndur sá vandi sem atvinnulíf og samfélög á Vestfjörðum hafa staðið frammi fyrir um áratuga skeið og þannig skaðað ímynd og samkeppnisstöðu svæðisins. Tekur stjórn undir tillögu starfshópsins að gefin verði afsláttur á kostnaði við flutning raforku á meðan þetta ástand varir. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. mars 2011

Menningararfurinn - Rótað í framtíðinni.

Jón Jónsson menningarfulltrúi.
Jón Jónsson menningarfulltrúi.

Fyrirlestur um menningararfinn verður í dag fimmtudaginn 17. mars.Þá mun Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða fjalla um hvernig þjóðmenning og saga hefur með fjölbreyttum hætti verið nýtt við atvinnusköpun á Vestfjörðum. Um leið verður skoðað hvaða áhrif slík notkun á menningararfi svæðisins hefur á ímynd þess út á við og sjálfsmynd íbúanna. Skyggnst verður inn í framtíðina og rætt um möguleika á fjölgun skapandi starfa og frekari uppbyggingu á þessu sviði.
Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 og reikna má með að hann taki um eina klukkustund. Fyrirlesturinn verður í gegnum fjarfundabúnað frá Hólmavík og sendur til Ísafjarðar og Patreksfjarðar.

Fyrirlesturinn er í röð erinda undir heitinu Menningararfurinn, sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum og Minjavörð Vestfjarða.
Nánar á vef frmst.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. mars 2011

Myndir af foktjóninu.

Vindmyllan gamla við Kallahús á Gjögri bognaði í óveðrinu.
Vindmyllan gamla við Kallahús á Gjögri bognaði í óveðrinu.
1 af 6
Nokkurt foktjón varð í Suðvestan veðrinu í Árneshreppi á mánudaginn eins og hefur komið fram hér á vefnum.

Myndirnar eru frá Víganesi og Grænhóli og vindmyllunni gömlu sem er við Kallahús á Gjögri,og frá Norðurfirði.

Myndirnar og textinn tala best sínu máli.Þótt sumir hér í sveit keyri blindandi um og sjá ekkert foktjón.

Þetta var ekkert venjulegt veður í þessu Suðvestan ofsaveðri með kviðum yfir 50 m/s.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. mars 2011

Flogið á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Nú rétt fyrir hádegið flaug Flugfélagið Ernir á Gjögur,ekki var hægt að fljúga þangað á mánudaginn vegna veðurs en þá var áætlunardagur,og ekki heldur vegna veðurs í gær.

Síðast var flogið til Gjögurs á föstudaginn 11,en ekki var flugfært á fimmtudaginn 10 sem var áætlunardagur.Næsti flugdagur er á morgun fimmtudag.

Ágætis veður hefur verið það sem af er degi,Suðvestan stinningsgola.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. mars 2011

Foktjón í óveðrinu í gær.

Frá Norðurfirði á góðum degi.
Frá Norðurfirði á góðum degi.
Talsvert foktjón er nú að koma í ljós hér í Árneshreppi.

Á Víganesi splundraðist gömul hlaða sem stóð hlémegin við gömul fjárhús,þessi hús voru ekki í notkun.

Við Nátthaga við Víganes hjá Jóni Eiríkssyni fauk pallhús sem var bundið niður og geymt meðan það var ekki í notkun á bílnum,það hvarf útí buskann.

Á Grænhól fauk járn af hlöðu eða gömlum fjárhúsum,þessi hús voru ekki heldur í notkun.

Á Gjögri fauk geymsluskúr sem stóð fyrir ofan Gjögurbryggju og splundraðist og eitthvað fleira fauk.

Á Norðurfirði fauk ýmislegt,rúða brotnaði í bíl og einnig rúða í íbúðarhúsi og einnig ruslagámar fóru á ferð og kör og ýmislegt.

Þetta var ekkert venjulegt veður í þessu Suðvestan ofsaveður með kviðum yfir 50 m/s.

Vefurinn mun reina að ná einhverjum myndum þegar veður gengur niður og sæmilegt verður að komast um.

Nú er hvöss Suðvestanátt með mjög dimmum éljum og miklum kviðum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. mars 2011

Grunnskólinn á Hólmavík býður Finnbogastaðaskóla í skólaheimsókn.

Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla.
Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla.
Grunnskólinn á Hólmavík bauð nemendum og starfsfólki Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi í skólaheimsókn þessa viku. Í Finnbogastaðaskóla eru fjórir nemendur en skólinn er einn minnsti skóli landsins. Nemendurnir, Þórey Ingvarsdóttir í 1. bekk, Kári Ingvarsson í 4. bekk, Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir í 5. bekk og Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í 8. bekk, munu sitja kennslustundir með nemendum á Hólmavík og fara á dansnámskeið Jóns Péturs í Félagsheimilinu þar. Opnað var norður í Árneshrepp í gær og kom hópurinn í kjölfar moksturstækjanna til Hólmavíkur.Heimsóknin er frábært tækifæri fyrir nemendur bæði í Strandabyggð og Árneshreppi til að kynnast hvert öðru og ólíkum aðstæðum, auk þess sem samskipti milli grunnskóla er mikilvægur liður í  þróun skólastarfs.

Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
Vefumsjón