Norðurfjarðarhöfn 1968.
Hafnarreglugerð fyrir Norðurfjarðarhöfn: Í fyrsta kafla segir:Takmörkun hafnarinnar-Norðurfjarðarhöfn tekur yfir Norðurfjörð innan línu sem hugsast dregin úr Bergistanga norðanmegin fjarðarins í Urðarnes sunnan megin fjarðarins.
Í öðrum kafla segir um stjórn hafnarinnar:
Gjöld þau, sem ákveðin eru í reglugerð þessari, skulu renna í hafnarsjóð Norðurfjarðarhafnar og skal honum varið til greiðslu kostnaðar við rekstur hafnarinnar, til þess að gera umbætur á höfninni, til byggingar mannvirkja, er höfninni tilheyra. Hafnarnefnd Norðurfjarðarhafnar skipa þrír menn, sem hreppsnefnd Árneshrepps kýs til fjögurra ára í senn. Hafnarnefnd hefur á hendi innheimtu hafnargjalda og reikningsskil fyrir hafnarsjóð. Kosning í hafnarnefnd skal jafnan fylgja hreppsnefndarkosningum.Hafnarnefnd skal sjá um, að reglugerð þessari sé hlýtt og stjórna hafnarsjóðnum með eftirliti hreppsnefndar.Hreppsnefnd veitir fé úr sjóðnum til umræddra framkvæmda eftir tillögum hafnarnefndar, og ber ábyrgð á sjóðnum sem öðrum eignum hreppsins.Reikningur hafnarsjóðs skal fylgja sveitarsjóðsreikningum og endurskoðast og úrskurðast ásamt þeim.
Í fjórða kafla um lestargjöld segir:
Meira