Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Dagskrá vegna aðalfundarins hefst að venju kvöldið áður. Þá verða umræður um þá vinnu sem er framundan í verkefnum sem koma fram í Stefnumótunarskýrslu samtakanna. Þær umræður hefjast kl. 20:00. Eftir aðalfundinn á laugardagsmorgun kl. 11:00 verður kynning á Vatnavinaverkefninu. Eftir hádegi munu ferðaþjónustuaðilar á suðurfjörðum Vestfjarða kynna þá þjónustu sem er þar í boði. Farið verður í stutta kynnisferð seinnipart laugardags og endað með hátíðarkvöldverði á laugardagskvöld.
Meira





