Strandagangan á laugardag.
Það má skrá sig í gönguna hér.
Fimmtudaginn 10. mars mun Þóra Pétursdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði við Tromsö háskóla halda fyrirlestur í húsi fornleifaverndar Ríkisins. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00.
Stóriðja á Ströndum.
Í erindinu verður sagt frá yfirstandandi doktorsrannsókn á verksmiðjuminjum í Ingólfsfirði og Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum. Á 4. og 5. áratug síðustu aldar risu þar síldarbræðslur, stóriðjur þess tíma, sem möluðu eigendum sínum gull um skamman tíma. Við verksmiðjurnar byggðust upp lítil samfélög, sem þöndust út og drógust saman með dyntum síldarinnar og hurfu loks alveg með hvarfi hennar á 6. og 7 áratugnum. Minjar þessara stóriðjutíma standa þó enn og stinga nokkuð í stúf við umhverfi sitt og almennt yfirbragð þessa afskekkta byggðarlags. Rannsóknin er hluti stærra verkefnis sem hefur að markmiði að skoða nútímaminjar í víðum skilningi, upplýsinga- og menningarlegt gildi þeirra, og afdrif í fræðilegri sem og almennri orðræðu. Ásamt því auka við minningu síldarævintýrisins, og þess óyrta í þeirri sögu, munu verksmiðjuminjarnar því einnig kynda undir kennilegar vangaveltur um nývæðingu, niðurrif, efnismenningu og gildi hennar. Verkefnið er skammt á veg komið og mun erindið aðallega snúa að þeim hugmyndum sem fyrir liggja og kynningu á stöðunum tveimur sem sem rannsóknin beinist að.
Þetta kemur fram á vef Félags íslenskra fornleifafræðinga.
Lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir upplýsingum eða grunsemdum um fíkniefnameðhöndlun um að koma þeim á framfæri. Það er hægt að gera í síma 450 3730 (upplýsingasími lögreglunnar á Vestfjörðum) eða í síma 800 5005 (talhólf lögreglu og tollgæslu á landsvísu varðandi fíkniefnaupplýsingar). Fullrar nafnleyndar er heitið.
Mokað var aðeins norðan megin frá og þurfti aðeins að moka suður í Veiðileysukleif.
Að sögn snjómokstursmanns var um mjög lítinn snjó að ræða,en þar sem snjór var var hann harður sem klaki,enda oft búið að þiðna og frjósa aftur á víxl.
Síðast var opnað norður þann 17 febrúar,þá var líka um lítinn snjó að ræða.
Hafísinn hefur verið að nálgast hægt og rólega undanfarna daga eftir að hafa verið afar langt frá landi undanfarna mánuði.
Eftir upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands virðist ísspöng vera í um 48 sjómílna fjarlægð NV frá Straumnesi en meginísinn er fjær.
Það verða SV áttir af og til næstu daga og ísinn gæti færst eitthvað nær en verður tæpast til vandræða.
Bakgrunnsmyndin er blanda af MODIS ljós- og hitamynd og sýnir því hitaskilin í hafinu ansi vel.
Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík heldur upp á gamlar hefðir og býður öllum börnum í nágranna sveitum að taka þátt í Öskudagsballi miðvikudaginn 9. mars, klukkan 17 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Húsið fyllist af kátum krökkum, héðan og þaðan og skemmta sér konunglega. Foreldrar er hvattir til að koma með krakkana sína og fara í þrautakóng og slá köttinn úr tunnunni. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta furðufatabúninginn.
Tími: 10.-12. mars 2011. Kennt kl 18-21 fimmtudag og föstudag og 10-13 laugardag (3 skipti).
Kennari: Snævar Ívarsson
Staður: Grunnskólinn á Hólmavík (tölvustofa)
Fjöldi kennslustunda: 12 kennslustundir
Verð: 21.300.-
Skráningarfrestur er til kl.12:00 þriðjudaginn 8.mars 2011.
Það má skrá sig á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.Á vef Hagstofu Íslands má sjá ýmislegt um fjölda starfsmanna í skólum landsins og nemendur.