Flogið á Gjögur.
Síðast var flogið til Gjögurs á föstudaginn 11,en ekki var flugfært á fimmtudaginn 10 sem var áætlunardagur.Næsti flugdagur er á morgun fimmtudag.
Ágætis veður hefur verið það sem af er degi,Suðvestan stinningsgola.
Síðast var flogið til Gjögurs á föstudaginn 11,en ekki var flugfært á fimmtudaginn 10 sem var áætlunardagur.Næsti flugdagur er á morgun fimmtudag.
Ágætis veður hefur verið það sem af er degi,Suðvestan stinningsgola.
Á Víganesi splundraðist gömul hlaða sem stóð hlémegin við gömul fjárhús,þessi hús voru ekki í notkun.
Við Nátthaga við Víganes hjá Jóni Eiríkssyni fauk pallhús sem var bundið niður og geymt meðan það var ekki í notkun á bílnum,það hvarf útí buskann.
Á Grænhól fauk járn af hlöðu eða gömlum fjárhúsum,þessi hús voru ekki heldur í notkun.
Á Gjögri fauk geymsluskúr sem stóð fyrir ofan Gjögurbryggju og splundraðist og eitthvað fleira fauk.
Á Norðurfirði fauk ýmislegt,rúða brotnaði í bíl og einnig rúða í íbúðarhúsi og einnig ruslagámar fóru á ferð og kör og ýmislegt.
Þetta var ekkert venjulegt veður í þessu Suðvestan ofsaveður með kviðum yfir 50 m/s.
Vefurinn mun reina að ná einhverjum myndum þegar veður gengur niður og sæmilegt verður að komast um.
Nú er hvöss Suðvestanátt með mjög dimmum éljum og miklum kviðum.
Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.
Úrslit má sjá á vef Skíðafélags Strandamanna.
Lemjandi rigning er með þessu ofsaveðri þótt úrkoman skili sér illa í úrkomumælinn.
Vindur hefur verið á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í morgun frá 24 til 29 m/s í jafnavind,kl 06:00 var 29 m/s og kl 09:00 var vindur 24 m/s og líka á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli,þar mældist mesta kvið kl 04:00 í nótt eða 52 m/s.
Í Litlu-Ávík hefur mælst mesta kviða 41 og 46 m/s.Þetta er versta Suðvestan veðrið sem hefur komið hér um slóðir í vetur.
Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hafði litla sem enga svefnnótt í nótt,fyrir rokinu og stormkviðum.
Spáð er áframhaldandi Suðvestan stormi í kvöld og fram á dag á morgun,þótt eittvað dragi úr ofsanum.
Það eru þeyr Kristján Andri Guðjónsson á bátnum Sörla ÍS-66 og Ægir Hrannar Thorarensen á bátnum Unnari ÍS-300,og einnig kemur bátur frá Súðavík.
Einnig gerir Jón Eiríksson bátinn Snorra ST-24 út á grásleppu frá Norðurfirði.
Kristján Andri og Ægir segjast ekki byrja fyrr enn undir mánaðarmótin mars apríl ef veður leyfir þá enda eru alltaf miklar umhleypingar í veðri og virðist vera svo áfram.
Leyfisdagar eru nú 50 í stað 62 í fyrra og hefur fækkað um tólf daga.
Vegurinn verður einnig hreinsaður á morgun ef þurfa þykir.
Síðast var opnað laugardaginn 5 mars fyrir um viku síðan,enn sú færð spilltist fljótt.
Þetta er annar veturinn sem hún hefur dvalist í Árneshreppi,hún hefur aðstöðu í sama húsi og Kaffi Norðurfjörður er í,en þar er sveitarfélagið Árneshreppur með tvö herbergi til útleigu ásamt eldunaraðstöðu og snyrtingu.
Vígdís hefur síðan aðstöðu í veitingasalnum,en Kaffi Norðurfjörður er lokaður yfir veturinn.
Vígdís segist líka vel að vera í fámenninu í sveitinni og geta farið út að ganga þegar hún vill og hlaða batteríin í hreina loftinu.Vígdís vill alls ekki gefa upp hvað hin nýja bók heitir né um hvað hún fjalli,en hún segir þó að hún gerist ekki í Árneshreppi.Ennfremur vonast hún að hin nýja bók komi út fyrir næstu jól!
Eins og kunnugt er hefur Vígdís Grímsdóttir fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín,og bækur hennar þýddar á önnur tungumál.Hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1989 fyrir Ég heiti Ísbjörg,ég er ljón, 1996 fyrir Z, og 2007 fyrir Söguna um Bíbí Ólafsdóttur. Verðlaun hlaut hún árið 1994 fyrir Grandaveg 7.
Til stendur að tveir til þrír bátar komi að vestan og geri út á grásleppu frá Norðurfirði og allavega tveir heimabátar.Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 er tilbúin að leggja grásleppunetin þegar veður leyfir.
Ekkert sjóveður hefur verið og í gær var haugasjór og einnig í dag.