Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. mars 2011

Miðasala-Árshátíð.

Miðasalan verður á milli kl 14:00 og 16:00 í Ýmishúsinu við Skógarhlíð.
Miðasalan verður á milli kl 14:00 og 16:00 í Ýmishúsinu við Skógarhlíð.
Vefurinn Litlihjalli.is vill minna á forsölu miða laugardaginn 12 mars á árshátíð Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík,miðasalan verður á milli kl 14:00 og 16:00 í Ýmishúsinu við Skógarhlíð.

Miðaverð er í mat og á dansleik 7.500 kr.Miðaverð aðeins á dansleik er 2.500 kr.

Ársháíðin verður haldin í Ýmishúsinu við Skógarhlíð þann 19.mars næst komandi.

Húsið opnar kl.19.00.

Veislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir

Torfi Guðbrandsson mun taka nokkra Elvis slagara.

Hljómsveitin Blek og Byttur mun leika undir dansi.

Jón Kr. Ólafsson mun syngja á miðnætursviði.

Eins og venja er verður mikið sungið og jafnframt verður happdrætti.

Sjá nánar frétt á Litlahjalla.is um árshátíðina hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. mars 2011

Strandagangan á laugardag.

Frá Strandagöngunni í fyrra.Mynd Ingimundur Pálsson.
Frá Strandagöngunni í fyrra.Mynd Ingimundur Pálsson.
Sautjánda Strandagangan verður haldin í Selárdal nk. laugardag 12 mars.Nokkuð hefur bæst þar við af snjó undanfarna daga,jafnfallinn snjór komin ofan á gamlan harðan snjó sem var aðeins farinn að láta á sjá eftir umhleypingatíð undanfarnar vikur.  Samkvæmt spánni fyrir næstu daga eru líkur á að meira bæti á snjóinn og stefnir því í fínar aðstæður á laugardaginn.
Það má skrá sig í gönguna hér.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. mars 2011

Stóriðja á Ströndum-Fyrirlestur.

Frá Djúpavík.Mynd Djúpavík.is
Frá Djúpavík.Mynd Djúpavík.is

Fimmtudaginn 10. mars mun Þóra Pétursdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði við Tromsö háskóla halda fyrirlestur í húsi fornleifaverndar Ríkisins. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00.
Stóriðja á Ströndum.

Í erindinu verður sagt frá yfirstandandi doktorsrannsókn á verksmiðjuminjum í Ingólfsfirði og Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum. Á 4. og 5. áratug síðustu aldar risu þar síldarbræðslur, stóriðjur þess tíma, sem möluðu eigendum sínum gull um skamman tíma. Við verksmiðjurnar byggðust upp lítil samfélög, sem þöndust út og drógust saman með dyntum síldarinnar og hurfu loks alveg með hvarfi hennar á 6. og 7 áratugnum. Minjar þessara stóriðjutíma standa þó enn og stinga nokkuð í stúf við umhverfi sitt og almennt yfirbragð þessa afskekkta byggðarlags. Rannsóknin er hluti stærra verkefnis sem hefur að markmiði að skoða nútímaminjar í víðum skilningi, upplýsinga- og menningarlegt gildi þeirra, og afdrif í fræðilegri sem og almennri orðræðu. Ásamt því auka við minningu síldarævintýrisins, og þess óyrta í þeirri sögu, munu verksmiðjuminjarnar því einnig kynda undir kennilegar vangaveltur um nývæðingu, niðurrif, efnismenningu og gildi hennar. Verkefnið er skammt á veg komið og mun erindið aðallega snúa að þeim hugmyndum sem fyrir liggja og kynningu á stöðunum tveimur sem sem rannsóknin beinist að.
Þetta kemur fram á vef Félags íslenskra fornleifafræðinga.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. mars 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28.feb.til 7 mars.2011.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku.
Föstudaginn 4. mars., fann lögreglan á Vestfjörðum tæp 70 grömm af kannabisefnum. Efnið fannst við húsleit sem lögreglan framkvæmdi í húsi einu á Ísafirði. Ungur maður var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Hann hefur viðurkennt að hafa átt efnið og ætlað það til dreifingar á svæðinu.  Manninum var sleppt að yfirheyrslum loknum í gærkveldi, enda telst málið upplýst. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Fíkniefnaleitarhundurinn á Vestfjörðum, Dollar, var notaður við fíkniefnaleitina.

Lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir upplýsingum eða grunsemdum um fíkniefnameðhöndlun um að koma þeim á framfæri.  Það er hægt að gera í síma 450 3730 (upplýsingasími lögreglunnar á Vestfjörðum) eða í síma 800 5005 (talhólf lögreglu og tollgæslu á landsvísu varðandi fíkniefnaupplýsingar). Fullrar nafnleyndar er heitið.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. mars 2011

Opnað í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Vegagerðin létt opna veginn norður í Árneshrepp í morgun.

Mokað var aðeins norðan megin frá og þurfti aðeins að moka suður í Veiðileysukleif.

Að sögn snjómokstursmanns var um mjög lítinn snjó að ræða,en þar sem snjór var var hann harður sem klaki,enda oft búið að þiðna og frjósa aftur á víxl.

Síðast var opnað norður þann 17 febrúar,þá var líka um lítinn snjó að ræða.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. mars 2011

Hafísinn færist nær.

Modis ljós-og hitamynd.JVHÍ.
Modis ljós-og hitamynd.JVHÍ.

Hafísinn hefur verið að nálgast hægt og rólega undanfarna daga eftir að hafa verið afar langt frá landi undanfarna mánuði.

Eftir upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands virðist ísspöng vera í um 48 sjómílna fjarlægð NV frá Straumnesi en meginísinn er fjær.

Það verða SV áttir af og til næstu daga og ísinn gæti færst eitthvað nær en verður tæpast til vandræða.

Bakgrunnsmyndin er blanda af MODIS ljós- og hitamynd og sýnir því hitaskilin í hafinu ansi vel.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. mars 2011

Öskudagsball á Hólmavík 9. mars.

Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta búninginn.
Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta búninginn.

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík heldur upp á gamlar hefðir og býður öllum börnum í nágranna sveitum að taka þátt í Öskudagsballi miðvikudaginn 9. mars, klukkan 17 í Félagsheimilinu á Hólmavík.  Húsið fyllist af kátum krökkum, héðan og þaðan og skemmta sér konunglega. Foreldrar er hvattir til að koma með krakkana sína og fara í þrautakóng og slá köttinn úr tunnunni.  Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta furðufatabúninginn.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. mars 2011

Flogið í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga á Gjögur í dag eftir hádegið.Ekki var hægt að fljúga þangað í gær enn þá var áætlunardagur,vegna hvassviðris og eða suðvestan storms.

Næsti áætlunardagur til Gjögurs er mánudaginn 7 mars.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. mars 2011

Tölvunámskeið fyrir lesblinda á Hólmavík.

Kennt er á tölvu.
Kennt er á tölvu.
Námskeið frá Félagið lesblindra. Námskeið fyrir lesblinda og aðra sem vilja nýta sér tækni við lestur og skrift.
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir nemendum þau verkfæri sem geta nýst lesblindum og öðrum við lestur og skrift með það að markmiði að auka færni. Námskeiðið er sérlega hagnýtt og nýtist jafnt heima sem og í starfi. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlast öryggi og færni í notkun helstu verkfæra (hugbúnaða) sem í boði eru. Má þar nefna hugbúnað sem les af tölvuskjá, fylgiforrit Windows (Office), upplestrarhugbúnaður, tölvupóstur, stafrænar myndavélar, hljóðupptökutæki og talgreinir. Námskeiðið hentar jafnt fyrir byrjendur og lengra komna en leiðbeinandi hefur mikla reynslu af því að vinna með einstaklingum sem hafa litla eða enga reynslu af því að vinna með tölvur.
Allir nemendur fá námsefni sem hjálpar þeim að rifja upp að loknu námskeiði. 

Tími: 10.-12. mars 2011. Kennt kl 18-21 fimmtudag og föstudag og 10-13 laugardag (3 skipti).

Kennari: Snævar Ívarsson

Staður: Grunnskólinn á Hólmavík (tölvustofa)

Fjöldi kennslustunda: 12 kennslustundir

Verð: 21.300.-

Skráningarfrestur er til kl.12:00 þriðjudaginn 8.mars 2011.

Það má skrá sig á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. mars 2011

Flugi aflýst.

Sjórinn er hvítfixandi í rokinu.
Sjórinn er hvítfixandi í rokinu.
Flugi hefur nú verið aflýst til Gjögurs í dag,hvassviðri  eða stormur er af suðvestri vindur er í jafnavind um 18 til 20 m/s og kviður uppí allt að 30 til 33 m/s.

Flugfélagið Ernir athuga með flug til Gjögurs á morgun.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
Vefumsjón