Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2011
Prenta
Mokað einu sinni í viku.
Vegagerðin stefnir nú á að moka norður í Árneshrepps einu sinni í viku;að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík!
Stefnt er á að mokað verði á þriðjudögum eða næsta dag á eftir ef veður leyfir ekki mokstur á mokstursdegi.
Nú í dag verður opnað norður,talsvert snjóaði í nótt og fram á morgun og er snjórinn sem féll í nótt lausamjöll,og mun verða svarta skafrenningur þegar eitthvað hreyfir vind.
Í dag ættu nemendur úr Finnbogastaðaskóla og starfsfólk að komast heim aftur,enn þau eru búin að vera viku í gestaheimsókn í Grunnskólanum á Hólmavík.