Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. mars 2011

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2011.

Drangajökull góðviðrisdaginn 19-02-2011,séð frá Litlu-Ávík.
Drangajökull góðviðrisdaginn 19-02-2011,séð frá Litlu-Ávík.
Veðrið í Febrúar 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild og nokkuð úrkomusamur.Engin stórviðri urðu þó,en síðustu daga mánaðar var hvöss Suðvestanátt og oft með stormkviðum.Talsverð hálka myndaðist á vegum og víða á láglendi í þessum umhleypingum,og var oft erfitt fyrir gangandi fólk að fóta sig.

 

Dagar eða vikur.

1:Norðvestan kaldi eða stinningskaldi með snjókomu og síðan éljum um kvöldið,frost -2 til -4 stig.

2:Norðaustan allhvass en stinningskaldi og kaldi um kvöldið,snjókoma síðan él,frost -7 stig uppí +0,4 stig.

3:Suðvestan hvassviðri eða stormur síðan allhvass,él og skafrenningur,frost -0 til -3 stig.

4:Sunnan kaldi,síðan breytileg vindátt seinnipartinn,smá él,frost -0 til -5 stig.

5-6:Suðaustlæg eða breytileg vindátt andvari, kul eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +1 stigi niðrí -5 stig.

7-8:Norðan stinningsgola síðan Austan gola uppí kalda,él þann 7 annars þurrt,hiti +1 stig niðrí -6 stig.

9-17:Austlægar eða breytilegar vindáttir,kul,gola og uppí stinningskalda,él slydda eða rigning,þurrt,10,11 og 12,hiti frá +7 stigum niðrí -3 stig.

18-20:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þurrt þ.18 og 19,lítils háttar slydda þ.20,frost frá -4 stigum uppí +5 stig.

21-24:Norðaustan eða Norðan,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,súld,rigning,slydda,snjókoma eða él.Hiti frá +4 stigum niðrí -2 stig.

25-28:Suðvestan stinningskaldi,allhvass eða hvassviðri með stormkviðum,él,rigning,eða skúrir.Hiti frá - 3 stigum og uppí + 8 stig.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. mars 2011

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa.

Árshátíðin verður laugardagskvöldið 19 mars.
Árshátíðin verður laugardagskvöldið 19 mars.

Árshátíð félags Árneshreppsbúa.
Ársháíðin verður haldin í Ýmishúsinu við Skógarhlíð þann 19.mars næst komandi.

Húsið opnar kl.19.00.

Forsala miða verður í Ýmishúsinu laugardaginn 12.mars milli kl.14.00 og 16.00.

Miðaverð í mat og dansleik: 7500.-

Miðaverð á dansleik 2500.-

Veislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir

Torfi Guðbrandsson mun taka nokkra Elvis slagara.

Hljómsveitin Blek og Byttur mun leika undir dansi.

Jón Kr. Ólafsson mun syngja á miðnætursviði.

Eins og áður verður mikið sungið og jafnframt verður happdrætti.

 

Matseðill:

Forréttur: Rjómalöguð villisveppasúpa með sherrý rjómatoppi.

Aðalréttur: Ofnbakað lambalæri og kalkúnabringa með kartöflugratíni, smjörsteiktu rótargrænmet, fersku salati og rauðvínssósu.

Eftir  matinn verður boðið upp á kaffi og konfekt.

Hér er facebook síða félagsins:

http://www.facebook.com/#!/pages/F%C3%A9lag-%C3%81rneshreppsb%C3%BAa/332432259816

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. febrúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21. til 28.feb.2011.

Tveir teknir fyrir of hraðann akstur í liðinni viku.
Tveir teknir fyrir of hraðann akstur í liðinni viku.
Í  vikunni sem var að líða var umferð með rólegra móti í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum, en þó  voru tveir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, annar í Vestfjarðargöngunum og  hinn á Djúpvegi í nágrenni við Hólmavík.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Þriðjudaginn 22. feb., varð árekstur í Ísafirði á Djúpvegi, þar hafnaði bifreið aftan á annarri bifreið, en ökumaður þeirrar bifreiðar hugðist beygja út  af veginum. Talsvert eignartón varð í þessu óhappi, en ekki slys á fólki.  Sama dag varð bílvelta í Bolungarvík, ekki var um slys á fólki að ræða þar. Þá urðu tvö önnur minniháttar óhöpp, annað á Hólmavík og hitt á Ísafirði, ekki slys á fólki.

Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Skemmtanahald fór vel fram í umdæminu um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. febrúar 2011

Fataviðgerðir-námskeið.

Námskeið í að gera við föt þann 3 mars.
Námskeið í að gera við föt þann 3 mars.
Námskeið í fataviðgerðum verður haldið í Grunnskólanum á Hólmavík þann þriðja mars.
Þátttkakendur mæta á námskeiðið með föt sem þarf að gera við, til dæmis stytta, laga saumsprettur, falda, víkka eða þrengja, bæta eða jafnvel breyta. Æskilegt er að þeir sem eiga saumavélar komi með þær, en það er þó ekki skilyrði. Önnur áhöld verða á staðnum, en þurfi þátttakendur efni, rennilása eða slíkt verða þeir að koma með það á námskeiðið.
Skráningu líkur í dag 28 febrúar.
Námskeiðið er á vegum Fræðsumiðstöðvar Vestfjarða.
Kristín S Einarsdóttir veitir upplýsingar um námskeiðið í síma 4510080.
Hér má skrá sig á námskeiðið.


 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. febrúar 2011

Farþega og Vöruflutningar á Gjögurflugvöll 2010.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
1 af 2
Mikil fækkun á farþegum og minnkun á flutningi til Gjögurs.

Nú hafa vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöruflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2010.

Innan sviga eru tölur fyrir árið 2009.

Farþegafjöldi var á Gjögurflugvöll árið 2010: 269,farþegar.(439).

Brottfararfarþegar voru 141 farþegi og komufarþegar voru 128.Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2010:22.376 kg.(28.621 kg).Lendingar í áætlunarflugi voru 172.(212).Skráð einkaflug voru 10 ámóti 8 árið 2009.

Lendingar Isavia eða Flugmálastjórnar.FMS voru 4,enn í fyrra voru það 6.Sjúkraflug var ekkert 2010 en 2009 voru tvö sjúkraflug.

 

Þarna sést að farþegafjöldinn er miklu minni fyrir síðastliðið ár enn árið 2009,þarna munar 170 farþegum sem hlýtur að teljast allmikill munur.Enn það verður að hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní-júlí-ágúst og september,þarna mætti halda að væri mesta skýringin,um mesta ferðamannatímann,því ferðamenn gátu ekki notað flugið sem skyldi frá og til Gjögurs eins og árið áður.

Í vöruflutningum og pósti er flutt rúmum sex tonnum minna enn árið 2009,þarna kemur sama niðurstaða hvað þetta hefur haft mikil áhrif að fækka flugferðum til Gjögurs yfir sumarmánuðina.

Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. febrúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21.feb.2011.

Dósasöfnunargám var stolið frá björgunarsveitiini á Drangsnesi.
Dósasöfnunargám var stolið frá björgunarsveitiini á Drangsnesi.
Í vikunni sem var að líða var tíðindalítið í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum.  Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, það óhapp var á Ísafirði. Skemmtanahald fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir á Skutulsfjarðarbraut þar sem þeir voru greinilega í kappakstri og mældust þeir á 128 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst.  Þeir mega búast við ökuleyfissviptingu og sekt í framhaldinu.

14. feb., var tilkynnt um þjófnað á gám í eigu björgunarsveitarinnar á Drangsnesi.  Um er að ræða dósasöfnunargám,  sem staðsettur er við heitu pottana sem eru við þjóðveginn sem liggur í gegnum þéttbýlið á Drangsnes. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á sunnudag þann 13. feb.  Ef einhver hefur upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið þá vinsamlegast hafi þeir samband við lögregluna á Vestfjörðum, upplýsingasími 450-3730.

Í vikunni hefur lögregla haft afskipti af ökumönnum vegna búnaðar ökutækja og mun halda því áfram næstu vikur.
Segir í tikynningu frá lögreglu Vestfjarða.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. febrúar 2011

Arnar sér um Hamingjudaga.

Arnar Snæberg Jónsson.
Arnar Snæberg Jónsson.

Nú hefur verið ákveðið að Arnar Snæberg Jónsson, nýráðinn tómstundafulltrúi Strandabyggðar, taki að sér undirbúning og skipulagningu Hamingjudaga. Eins og verið hefur frá upphafi verður framkvæmdin öll unnin í nánu samráði við Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar.
Krisín Sigurrós Einarsdóttir sá um hamingjudaga í fyrra.
Arnar hefur þegar hafið störf við undirbúninginn og allar hugmyndir íbúa og velunnara hátíðarinnar eru vel þegnar! Netfangið hjá Arnari er tomstundafulltrui@strandabyggd.is og símanúmer 894-1941.
Þetta kemur fram á vef sveitarfélags Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. febrúar 2011

Vegur opnaður.

Veghefill við mokstur við Hrafnshamar í fyrra.
Veghefill við mokstur við Hrafnshamar í fyrra.
1 af 2
Opnað norður í Árneshrepp.

Opnað var norður í Árneshrepp í gær í annað sinn á þessum vetri,síðast var opnað á þriðjudaginn 25 janúar,en,þá lokaðist aftur um eða fyrir mánaðarmót,ekki var um mikinn snjó að ræða þá,og miklu minni í þessum mokstri í gær.Mokstur var aðeins með veghefli sunnanfrá í gær.

Kristján Guðmundsson á Hólmavík kom á jeppa vel útbúnum á þriðjudaginn var með lækninn áður en mokað var,enn hann kemur að vitja hreppsbúa einu sinni í mánuði ef fólk hefur pantað tíma og oftar ef þörf krefur.

Kristján komst nokkuð vandræðalaust norður þótt ófærð væri og hliðarhallar þar sem skaflar voru á vegum á stöku stað.

Hvað fært verður lengi er útilokað að segja um,því slydda var í byggð í gær og hvað þá uppá Veiðileysuhálsi?
Sveitarfélagið Árneshreppur bað um þennan mokstur í gær,og skiptist því kostnaður jafnt á milli Vegagerðar og sveitarfélagsins.
Engir ákveðnir mokstursdagar eru framundan enn sem komið er hjá Vegagerðinni.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. febrúar 2011

Stefnt að handavinnusýningu eftir Pálínu frá Finnbogastöðum.

Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
Nokkrar konur hafa tekið sig saman um að halda sýningu í sumar á handavinnu frú Pálínu Jennýjar Þórólfsdóttur frá Finnbogastöðum hér í sveit.

Hugmundina átti sú ötula kona Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir og fékk síðan til liðs við sig dóttur Pálínu Guðbjörgu Þorsteinsdóttur í Bæ og Evu Sigurbjörnsdóttur í Djúpavík,þar sem hugmyndin er að sýningin verði haldin í sumar.

Tilefni að sýningunni er að Pálína varð níræð á árinu og er mikil hagleikskona og kenndi við Finnbogataðaskóla nemendum þar til fjölda ára.

Pálína er fædd í Litlu-Ávík 17 febrúar árið 1921 er því níræð í dag.Móðir hennar Jóhanna Guðbjörg Jónsdóttir fædd 2 mars 1899 dáin 5.október 1928,var því aðeins 29 ára að aldri þegar hún lést frá sex ungum börnum sínum.Pálína var því aðeins sjö ára þegar móðir hennar féll frá,og var börnum á þeim tímum komið fyrir á ýmsum bæjum í sveitinni.Pálínu var komið fyrir á Finnbogastöðum þar sem endaði með því að hún giftist Þorsteini Guðmundsyni bóndasyni þar og síðan bjuggu þau þar og tóku við búinu,þau eignuðust tvö börn Guðmund sem býr á Finnbogastöðum og Guðbjörgu sem býr í Bæ.Faðir Pálínu var Þórólfur Jónsson fæddur 11 september 1890 og lést 21 apríl 1964.

Pálína Jenný býr nú á Akureyri á dvalarheimilinu Hlíð þar í bæ.

Nú er farið þess á leit við fyrrum nemendur Pálínu við Finnbogastaðaskóla bæði stelpur og stráka að lána handverk á hina fyrirhuguðu sýningu í vor.

Þeir sem vilja lána handvinnu eða handverk eru beðnir að hafa samband við eftirfarandi konur:

Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttur í símum. 555 4256-691 1403.

Evu Sigurbjörnsdóttur í símum. 451 4037-847 2819.

Guðbjörgu Þorsteinsdóttur í síma. 451 4012.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. febrúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7. til 14. feb.2011.

Fjórir teknir fyrir of hraðann akstur í liðinni viku í nágrenni við Hólmavík.
Fjórir teknir fyrir of hraðann akstur í liðinni viku í nágrenni við Hólmavík.
Í liðinni viku voru  þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Í þessum tilfellum var um minniháttar óhöpp að ræða og ekki slys á fólki.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur allir í nágrenni við Hólmavík á Djúpvegi og sá sem hraðast ók var mældur á 128 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Þriðjudaginn 8 feb.,var haldin almannavarnaræfing í Bolungarvíkurgöngunum og var þeim lokað í rúman klukkutíma frá kl. 19:00 til kl. 20:00.  Að sögn þeirra sem þátt tóku í æfingunni, þótti hún takast vel.

Fimmtudaginn 10 feb., var tilkynnt um eld í íbúð við Hlíðarveg á Ísafirði, slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn.  Sem betur fer reyndist ekki um eld að ræða, heldur hafði gleymst pottur á eldavél.

Föstudaginn 11. feb., gekk hvassviðri yfir Vestfirði og losnuðu þakplötur á nokkrum húsum, á Ísafirði og Patreksfirði og voru björgunarsveitarmenn kallaði til aðstoðar. Ekki var um mikið tjón að ræða í þessum tilfellum.

Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipa lögreglu.
Segir í frétt frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Svalahurð,18-11-08.
  • Veggir feldir.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
Vefumsjón