Veiði á svæði D mátti byrja í gær.
Til stendur að tveir til þrír bátar komi að vestan og geri út á grásleppu frá Norðurfirði og allavega tveir heimabátar.Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 er tilbúin að leggja grásleppunetin þegar veður leyfir.
Ekkert sjóveður hefur verið og í gær var haugasjór og einnig í dag.
Sauðburður á Góu.
Hún hefur komist í hrút um eða fyrir 20 október en þá voru hrútarnir teknir inn að sögn Gunnars Dalkvist bónda í Bæ.
Heimasæturnar í Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur eru hæstánægðar með sauðburðinn.
Myndir með frétt tók Pálína Hjaltadóttir í Bæ.
PS:
Morgunin 11-03 þegar komið var í húsin daginn eftir var ærin Blaðka orðin tvílembd og komin með gimbur í viðbót.
Flugi afýst á Gjögur.
Miðasala-Árshátíð.
Miðaverð er í mat og á dansleik 7.500 kr.Miðaverð aðeins á dansleik er 2.500 kr.
Ársháíðin verður haldin í Ýmishúsinu við Skógarhlíð þann 19.mars næst komandi.
Húsið opnar kl.19.00.
Veislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir
Torfi Guðbrandsson mun taka nokkra Elvis slagara.
Hljómsveitin Blek og Byttur mun leika undir dansi.
Jón Kr. Ólafsson mun syngja á miðnætursviði.
Eins og venja er verður mikið sungið og jafnframt verður happdrætti.
Sjá nánar frétt á Litlahjalla.is um árshátíðina hér.
Strandagangan á laugardag.
Það má skrá sig í gönguna hér.
Stóriðja á Ströndum-Fyrirlestur.
Fimmtudaginn 10. mars mun Þóra Pétursdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði við Tromsö háskóla halda fyrirlestur í húsi fornleifaverndar Ríkisins. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00.
Stóriðja á Ströndum.
Í erindinu verður sagt frá yfirstandandi doktorsrannsókn á verksmiðjuminjum í Ingólfsfirði og Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum. Á 4. og 5. áratug síðustu aldar risu þar síldarbræðslur, stóriðjur þess tíma, sem möluðu eigendum sínum gull um skamman tíma. Við verksmiðjurnar byggðust upp lítil samfélög, sem þöndust út og drógust saman með dyntum síldarinnar og hurfu loks alveg með hvarfi hennar á 6. og 7 áratugnum. Minjar þessara stóriðjutíma standa þó enn og stinga nokkuð í stúf við umhverfi sitt og almennt yfirbragð þessa afskekkta byggðarlags. Rannsóknin er hluti stærra verkefnis sem hefur að markmiði að skoða nútímaminjar í víðum skilningi, upplýsinga- og menningarlegt gildi þeirra, og afdrif í fræðilegri sem og almennri orðræðu. Ásamt því auka við minningu síldarævintýrisins, og þess óyrta í þeirri sögu, munu verksmiðjuminjarnar því einnig kynda undir kennilegar vangaveltur um nývæðingu, niðurrif, efnismenningu og gildi hennar. Verkefnið er skammt á veg komið og mun erindið aðallega snúa að þeim hugmyndum sem fyrir liggja og kynningu á stöðunum tveimur sem sem rannsóknin beinist að.
Þetta kemur fram á vef Félags íslenskra fornleifafræðinga.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28.feb.til 7 mars.2011.
Lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir upplýsingum eða grunsemdum um fíkniefnameðhöndlun um að koma þeim á framfæri. Það er hægt að gera í síma 450 3730 (upplýsingasími lögreglunnar á Vestfjörðum) eða í síma 800 5005 (talhólf lögreglu og tollgæslu á landsvísu varðandi fíkniefnaupplýsingar). Fullrar nafnleyndar er heitið.
Meira
Opnað í Árneshrepp.
Mokað var aðeins norðan megin frá og þurfti aðeins að moka suður í Veiðileysukleif.
Að sögn snjómokstursmanns var um mjög lítinn snjó að ræða,en þar sem snjór var var hann harður sem klaki,enda oft búið að þiðna og frjósa aftur á víxl.
Síðast var opnað norður þann 17 febrúar,þá var líka um lítinn snjó að ræða.
Hafísinn færist nær.
Hafísinn hefur verið að nálgast hægt og rólega undanfarna daga eftir að hafa verið afar langt frá landi undanfarna mánuði.
Eftir upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands virðist ísspöng vera í um 48 sjómílna fjarlægð NV frá Straumnesi en meginísinn er fjær.
Það verða SV áttir af og til næstu daga og ísinn gæti færst eitthvað nær en verður tæpast til vandræða.
Bakgrunnsmyndin er blanda af MODIS ljós- og hitamynd og sýnir því hitaskilin í hafinu ansi vel.