Opið norður í Árneshrepp.
Hefill mokaði að sunnanverðu til Djúpavíkur,ekki var um mikinn snjó að ræða.
´'Að sögn Jóns Harðar Elíssonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík er lítið sem ekkert um vatnsskemmdir á leiðinni norður og innansveitar í Árneshreppi;enda rigndi lítið þar miðað við á Hólmavíkursvæðinu,þótt snjó hafi tekið fljótt upp í hitanum og hvassviðrinu.
Nú er orðið fært norður í Árneshrepp,hálkublettir eru víða og eða yfirborðs aurbleyta.