Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. janúar 2011

Nytjar á sel til matar á Íslandi fyrr og nú.

Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði.Myndin er af Facebook síðu Péturs.
Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði.Myndin er af Facebook síðu Péturs.

Fimmtudaginn 27. janúar n.k. verður haldinn opinn fræðslufundur á vegum félagsins Matur-saga-menning. Fundurinn er sá þriðji í röð fræðslufunda á vegum félagsins þennan vetur og fjalla þeir allir um nytjar á villtum dýrum úr íslenskri náttúru, bæði fyrr og nú.

Að þessu sinni verður fjallað um hvernig íslendingar nytjuðu seli til matar, en við Ísland kæpa tvær tegundir sela, landselur og útselur, auk þess sem hánorrænu tegundirnar vöðuselur, kampselur, blöðruselur og hringanóri hafa hér viðkomu í mismiklum mæli.

Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði, formaður samtaka selabænda og Guðmundur Ragnarsson veitingamaður munu flytja erindi um á hvern hátt íslendingar nýttu seli til matar og hvernig hægt er að nýta selaafurðir á nýstárlegan hátt. Pétur er þekktur fyrir kunnáttu sína á hlunnindanytjum og Guðmundur Ragnarsson er matreiðslumeistari og fyrrverandi landsliðskokkur og býr yfir sérfræðiþekkingu á nýtingu íslenskra villtra dýra úr náttúru Íslands.

Fundurinn verður haldinn í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121 RVK, 4. hæð, kl. 20 til 22. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Þetta má sjá á vefnum matarsetur.is

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. janúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17. til 24. jan. 2011.

Fimm umferðaróhöpp urðu í síðustu viku.
Fimm umferðaróhöpp urðu í síðustu viku.

Í vikunni sem var að líða gekk umferð nokkuð vel fyrir sig í umdæminu og án teljandi afskipta lögreglu, þó var tilkynnt um fimm umferðaróhöpp. Miðvikudaginn 19. jan.var tilkynnt um óhapp á bifreiðastæði Menntaskólans á Ísafirði, þar var ekið utan í bifreið og tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi, minniháttar  tjón í því tilfelli. Fimmtudaginn 20. jan. urðu tvö umferðaróhöpp, fyrra óhappið varð á gatnamótum Aðalstrætis og Skipagötu á ísafirði, þar lentu tvær bifreiðar saman, um minniháttar tjón var að ræða í því tilfelli, sama dag lenti bifreið útaf veginum á Ennishálsi á Ströndum, þar var einnig um minniháttar tjón að ræða og bifreiðin ökuhæf á eftir. Föstudaginn 21. jan. var ekið utan í ljósastaur við Holtabraut á Ísafirði, ekki vitað um tjónvald í því tilfelli. Þann sama dag var ekið á ljósastaur á Strandgötu á Patreksfirði, í því tilfelli var ökutækið óökuhæft og flutt af vettvangi með krana. Í öllum þessum tilfellum sluppu ökumenn og farþegar án meiðsla.

Lögregla óskar eftir upplýsingum ef einhver hefur upplýsingar um þau óhöpp þar sem tjónvaldar létu sig hverfa af vettvangi.  Sími lögreglu er 450-3730

Skemmtanahald í umdæminu fór vel fram og án verulegra afskipta lögreglu, en Þorrablót voru haldin víða í umdæminu á laugardagskvöldinu.
Segir í tilkynningu frá lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. janúar 2011

Óvenju há sjávarstaða.

Óvenju há sjávarstaða verður á fullu tungli í janúar-febrúar og mars.
Óvenju há sjávarstaða verður á fullu tungli í janúar-febrúar og mars.

Á vef Landhelgisgæslunnar er vakin athygli á óvenju hárri sjávarstöðu dagana eftir fullt tungl í janúar,fullt tungl í janúar var þann 19, í febrúar þann 18 og í mars þann 19.2011. Flóðspá fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir óvenju hárri sjávarstöðu á fullu tungli í janúar, febrúar og mars.Ástæða er til að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi þessa daga og jafnframt dagana fyrir og eftir fullt tungl.

Breytingar á veðri valda mismun á útreiknuðum og raunverulegum sjávarföllum því töflur yfir sjávarföll eru reiknaðar út miðað við „venjuleg" veðurskilyrði og meðalloftþyngd sem er við sjávarmál 1013 hPa (millibör). Falli loftvog t.d. um 10 hPa má búast við hækkun sjávaryfirborðs um 0,1 m og öfugt.
Nánar má sjá um sjávarstöðuna á vef Landhelgisgæslunnar.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. janúar 2011

Valið stendur um fjóra um Strandamann ársins 2010?

Frá Norðurfirði.Mynd Ágúst G Atlason.
Frá Norðurfirði.Mynd Ágúst G Atlason.
Að venju taka Strandamenn sér allan janúarmánuð til að velja Strandamann ársins,enda er sjálfsagt að taka góða stund í að velta vöngum yfir því sem vel er gert í samfélaginu. Eftir spennandi og skemmtilega undankeppni þar sem lesendur vefjarins strandir.is tilnefndu fjölmarga Strandamenn ársins 2010. Þá er valið á milli þeirra þriggja sem fengu flestar tilnefningar, en stundum eru þrír reyndar fjórir. Svo er nú, því tveir einstaklingar fengu jafn margar tilnefningar. Valið stendur því á milli fjögurra Strandamanna sem eru eftirtaldir í stafrófsröð: Arinbjörn Bernharðsson, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Ingvar Þór Pétursson og Jón Hallfreður Halldórsson.

Nánar á  www.strandir.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. janúar 2011

Snjómokstur og slæm færð.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Nú er verið að moka veginn frá Norðurfirði til Gjögurs og ruðningum mokað útaf eftir síðasta snjómokstur á mánudag,en þá var mikið að moka þótt seint hafi verið mokað eða um og eftir að flogið var á Gjögur,það er eins og megi ekki moka nema að öruggt að flug verði, og þurftu menn að þvælast í djúpum og blautum snjó og jeppar drógu kviðinn,en það snjóaði mikið á sunnudag og mánudag.Nú er mjög hált eftir að frysti aftur eftir bleytuna í gær.

Föstudaginn 14 var mokað til Djúpavíkur norðan megin frá,þann dag komust Eva og Ásbjörn í Djúpavík norður að sækja póstinn enn síðast gátu þau sótt póst mánudaginn 3 janúar,en sá mokstur spilltist fljótt.Hvort mokað verður þangað aftur á morgun er ekki vitað,enn nú gengur á með mjög dimmum éljum.Samkvæmt veðurspá Veðurstofu mun hlýna verulega á morgun og yfir helgina og spáð er hláku áfram fram í næstu viku.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. janúar 2011

Vill dragnótabann úti fyrir Ströndum.

Kortið sýnir svæðið fyrir Hornströndum sem fyrirhugað er að loka.Kortið er af vef Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytisis.
Kortið sýnir svæðið fyrir Hornströndum sem fyrirhugað er að loka.Kortið er af vef Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytisis.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram tillögu um að takmarka dragnótaveiðar á grunnslóð úti fyrir Norðurströndum og Hornströndum milli Hornbjargs og Gjögurs. Tillaga þar um kemur fram í drögum að reglugerð sem hefur verið send út til kynningar. Umsagnarfrestur er til 7. febrúar næstkomandi.

Drög að reglugerð um bann við dragnótaveiðum út af Ströndum má sjá nánar hér á vef Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytis.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. janúar 2011

120 ára afmæli Sparisjóðs Strandamanna.

Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík.
Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík.

Fréttatikynning:
Miðvikudaginn 19. janúar 2011 eru liðin 120 ár frá stofnun Sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellshreppa, en stofnfundurinn var haldinn að Heydalsá 19. janúar árið 1891.

Af þessu tilefni er öllum þeim sem leggja leið sína í höfuðstöðvar sparisjóðsins á Hólmavík á afmælisdaginn boðið að þiggja léttar veitingar.

Einnig verður boðið upp á léttar veitingar í afgreiðslu sparisjóðsins á Norðurfirði fimmtudaginn 20. jan. en lokað er þar á miðvikudögum.

Verið öll velkomin.

Sparisjóður Strandamanna.

 

 

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. janúar 2011

Lítil úrkoma árið 2010.

Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Mæld úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2010 er sú minnsta síðan mælingar hófust þar 1995,eða 633,5 millimetrar.

Eins og sjá má á yfirliti yfir árið 2010 fór úrkoma í einum mánuði aldrei yfir hundrað millimetra en árið 2009 sem er innan sviga voru fimm mánuðir með úrkomu yfir hundrað millimetra,það er janúar,apríl,ágúst,nóvember og desember.

Er þetta því í fyrsta sinn sem úrkoman er fyrir neðan sjöhundruð millimetra á ársgrundvelli.

Úrkoman árið 2010 var 361,1 millimetri minni en árið 2009. 

Árið-2010.            Árið-2009.           

Janúar:      26,4 mm.  (121,6)

Febrúar:     39,2--.        (  53,0)

Mars:          41,4--.         ( 84,2)

Apríl:           43,6--.       (121,2)

Maí:             46,3--.       (  48,1)

Júní:            13,3--.       ( 11,8 )

Júlí:              63,1--.       ( 49,0 )

Ágúst:          88,3--.       (131,1)

September:43,6--.       (  57,8)

Október:      97,2--.      (  94,5)

Nóvember: 68,8--.      (111,6)

Desember: 62,3--.      (110,7)

Alls 2010: 633,5 mm.Alls:994,6 mm.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. janúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 17. jan. 2011.

Færð var erfið í liðinni viku,þrjú umferðaróhöpp.
Færð var erfið í liðinni viku,þrjú umferðaróhöpp.

Í vikunni sem var að líða var færð á vegum í umdæminu misjöfn og voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Mánudaginn 10. jan., var ekið á ljósastaur á Engjavegi á Ísafirði, tjónvaldur ókunnur.

þriðjudaginn 11. jan.,  hafnaði bifreið út af Djúpvegi við Arnarnes, ekki slys á fólki og litlar skemmdir á ökutæki.Miðvikudaginn 12. jan., hafnaði einnig bifreið út af Djúpvegi skammt frá Súðavík, þar voru heldur ekki slys á fólki og einnig litlar skemmdir.Í öllum þessum tilfellum má væntanlega rekja ástæður þessara óhappa  til akstursskilyrða, snjókomu og lélegs skyggnis. Þá sinnti lögregla nokkrum aðstoðarbeiðnum ökumanna vegna veðurs og ófærðar.

Skemmtanahald fór nokkuð vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í fréttatilkynningu frá lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. janúar 2011

Fyrsti saumaklúbburinn í vetur.

Konur og börn í saumaklúbbnum í gærkvöldi.
Konur og börn í saumaklúbbnum í gærkvöldi.
Í gærkvöldi var fyrsti saumaklúbbur vetrarins haldinn í Árneshreppi.

Nú riðu þau á vaðið eins og í fyrra Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga við Norðurfjörð.

Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin.

Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu.

Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og hafa vakið talsverða umfjöllun fjölmiðla á landsvísu.

Allir sem geta komist að heiman taka þátt ungir sem aldnir.

Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og færð.

Þetta er eitt af því fáa sem gert er hér í þessari fámennu sveit til að koma saman.

Alltaf eru veisluborð hjá þeim konum sem halda saumaklúbbana í lok samkomunnar.

Í færra lagi var í klúbbnum í gærkvöld,eða tíu karlar sjö konur og fjögur börn.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
Vefumsjón