Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. febrúar 2011 Prenta

Vantar ýsukvóta.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.

Sjómenn við Steingrímsfjörð á Ströndum segjast ekki getað róið lengur vegna skorts á ýsukvóta og skora á sjávarútvegsráðherra að bæta við kvótann og liðka fyrir framsali þegar í stað.

Þeir benda á að mikil ýsugengd hafi verið í Húnaflóa undanfarin ár, nokkuð sem ekki þekktist á viðmiðunarárum kvótans. Þar af leiðandi sé ýsukvóti bátanna í engu samræmi við ýsugengd á fiskislóð þeirra.

Nú er svo komið að ekki er hægt að róa vegna skorts á ýsukvóta. Leiguverð á ýsukvóta hefur hækkað verulega og framboð á leigukvóta er lítið sem ekkert,segir í ályktuninni.

Fram kemur að við Steingrímsfjörð starfi ríflega 20 útgerðir, tvö fyrirtæki í vinnslu á bolfisk og fiskmarkaður. Þessi fyrirtæki séu grunnstoðir byggðarlagsins.
Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta.

Athugasemdir

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Úr sal.Gestir.
  • Björn-Kristján-Guðmundur og Ágúst.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
Vefumsjón