Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. janúar 2011

Flogið á Gjögur í dag.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu til Gjögurs í dag,enn ekki var hægt að fljúga í gær,en þá var áætlunardagur,vegna hvassviðris.

Póstur og vörur komu að venju með fluginu í dag og farþegar voru að sunnan og suður.

Næsti áætlunarflugdagur er á mánudaginn 17 janúar.

Ágætisveður var eftir hádegið þegar flug var hægur vindur af austnorðaustri,en nú er komin snjómugga.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. janúar 2011

Félagsmálastjóri á Ströndum og Reykhólum.

Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri á Ströndum og Reykhólahreppi. Hildur er með sálfræðimenntun frá Háskólanum í Utrecht í Hollandi og Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur Mastersgráðu í viðskiptastjórnun (MBA próf)  frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hún lokið diplomanámi í stjórnendamarkþjálfun eða Coaching frá Háskólanum í Reykjavík.

Hildur Jakobína hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns Fjölskyldudeildar Félagsþjónustunnar í Kópavogi en áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Hildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum m.a. á vegum Kópavogsbæjar. Hildur Jakobína er einnig stofnandi og ráðgjafi samtakanna ,,Litlir englar" sem eru samtök  fyrir fólk sem misst hefur börn sín í móðurkviði eða rétt eftir fæðingu og þeirra sem binda þurfa endi á meðgöngu vegna alvarlegs litningargalla.

Hildur mun hefja störf á næstunni. Nánari dagsetning verður gefin út síðar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. janúar 2011

Flug athugað á morgun.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir hafa nú ákveðið að athuga með flug til Gjögurs á morgun;að sögn Sveindísar Guðfinnsdóttur flugvallarvarðar á Gjögurflugvelli; ef veður leyfir.

Brottför úr Reykjavík yrði þá um klukkan eitt eftir hádegi á morgun föstudaginn 14 janúar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. janúar 2011

Vestfirðingur ársins 2010.

Benedikt Sigurðsson, Vestfirðingur ársins 2010 ásamt Thelmu Hjaltadóttur blaðamanni Bæjarins besta og bb.is.Mynd bb.is
Benedikt Sigurðsson, Vestfirðingur ársins 2010 ásamt Thelmu Hjaltadóttur blaðamanni Bæjarins besta og bb.is.Mynd bb.is
Bæjarins besta.
Nú er búið að kjósa Vestfirðing ársins 2010 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is varð Benedikt Sigurðsson, 35 ára Bolvíkingur fyrir valinu. Benedikt hefur verið sundþjálfari Sundfélagsins Vestra á Ísafirði undanfarin ár auk þess sem hann hefur komið víða við í tónlistinni. Þá hefur hann unnið mikið sjálfboðastarf til styrktar þeim sem minna mega sín auk þess sem hann hefur látið málefni yngra fólksins og eldri borgara sig varða. Benedikt fékk 25% greiddra atkvæða í kjörinu en rúmlega þrjú hundruð atkvæði bárust. „Því miður er bara til eitt svona eintak. Hann er óþreytandi að leggja góðum málum lið, bæði í gegnum tónlist og íþróttir. Hann er góð fyrirmynd fyrir ungt fólk. Gefur mikið af sér til samfélagsins. Gull af manni. Öll sveitarfélög ættu að eiga eitt stykki Benna Sig.," segir meðal annars í umfjöllun lesenda vefjarins bb.is um Benedikt.
Nánar hér á bb.is 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. janúar 2011

Ekkert flugveður.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Gjögurs vegna veðurs,mjög hvasst er eða um 19 til 20 m/s og vindstrengir miklu meyri,og gengur á með éljum.Það átti að fljúga um klukkan tíu úr Reykjavík í morgun.

Athugað verður með flug næst til Gjögurs á laugardaginn 15 janúar um hádegi.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. janúar 2011

Hákarl frá Víganesi.

Nátthagi við Víganes.
Nátthagi við Víganes.
1 af 3
Jón Eiríksson frá Víganesi hefur nú stundað sjóveiðar undanfarin tvö ár og gerir út bátinn Snorra ST-24 og hefur gert út á grásleppu og nú fyrst í sumar einnig á þessar svonefndu Strandveiðar,sem hann stundaði út leyfistímann,lagt var upp á Norðurfirði.

Í mars í vor lagði Jón hákarlalóðir og fékk fljótlega einn mikinn hákarl sem hann gerði að á Gjögurbryggju og setti síðan í kör í stóran gám sem hann er með fyrir neðan hús sitt Nátthaga við Víganes,og verkaði hann þar,Jón veiddi einnig 3 til fjóra hákarla til viðbótar sem hann verkaði sjálfur.

Jón á ekki langt að sækja kunnáttu til þessara verka,faðir hans Eiríkur Lýðsson bóndi og sjómaður var kunnur hákarlaverkandi hér í Árneshreppi,og var Jón oftast á sjó með honum sem ungur maður.

Jón Eiríksson frá Víganesi eins og hann kennir sig alltaf við,nú Nátthaga við Víganes,hefur nú auglýst hér á vefnum þessa frábæru afurð sína sem er Skyr og Glerhákarl,sem þykir mjög vinsæll og ómissandi fyrir þorrablót og svo er hákarlinn talinn mjög hollur og ekta herramannsmatur við hvaða tækifæri sem er.

Um að gera að ná sér í ekta Strandahákarl fyrir þorrablótin í vetur,en þorrinn hefst föstudaginn 21 janúar.Til að panta sér hákarl er síminn 698-4360 og í síma 892-4545.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. janúar 2011

Flogið fyrir hádegið.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu til Gjögurs nú fyrir hádegið.Ekki var flogið í gær vegna Grænlandsflugs hjá flugfélaginu.

Það má segja að flugið í morgun hafi rétt sloppið vegna dimmra élja,og nú eftir hádegi hefur bætt í élin og vindinn og varla ferðafært.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. janúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 3. til 10 jan. 2011.

Þakplötur fuku af fjárhúsum í Odda í Bjarnarfirði 7 janúar.Mynd Árni Baldursson í Odda.
Þakplötur fuku af fjárhúsum í Odda í Bjarnarfirði 7 janúar.Mynd Árni Baldursson í Odda.

Í vikunni sem var að líða var veður rysjótt, færð á vegum á köflum slæm, hálka og snjór. Þó nokkrar aðstoðarbeiðnir bárust lögreglu vegna færðar og voru nokkrir vegfarendur aðstoðaðir bæði af lögreglu og einnig voru björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar. 

Föstudaginn 7. jan.,  var veður mjög leiðinlegt á Ströndum og á bænum Odda í Bjarnarfirði varð foktjón, þegar þakplötur fuku af fjarhúsum.

Þriðjudaginn 4. jan., varð umferðaróhapp í Hrafnseyrarheiðinni, þar hafnaði jeppabifreið út fyrir veg í sneiðingnum að norðan verðu.  Bifreiðin hafnaði langt út fyrir veg og var ástæðan, mikil hálka á veginum. Ökumann sakaði ekki, náði að forða sér út áður en bíllinn fór fram af. Bifreiðin fjarlægð af vettvangi með krana. Í framhaldi af óhappi þessu var veginum lokað.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur tveir í nágreini Ísafjarðar og tveir í nágreni Hólmavíkur. Sá sem hraðast ók, var mældur á 123 km/klst. þar sem leyfilegur hámarshraði er 90 km/klst.  Þá er vert að brýna það fyrir ökumönnum og akstursskilyrði breytast mjög hratt á þessum árstíma og vill lögregla beina því til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna.

Skemmtanahald um helgina gekk vel og án afskipta lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. janúar 2011

Ekkert flogið á Gjögur í dag.

Hörður Guðmundsson ásamt flugmanni í fyrstu ferð þegar Ernir tóku við flugi til Gjögurs.
Hörður Guðmundsson ásamt flugmanni í fyrstu ferð þegar Ernir tóku við flugi til Gjögurs.
Flugfélagið Ernir hafa ákveðið að fljúga ekki á Gjögur í dag þótt áætlunardagur sé.

Flugfélagið þarf að fljúga til Grænlands og þar afleiðandi vantar flugvél í innanlandsflugið.

Fimm farþegar bíða eftir flugi að sunnan,og ekki lítur út með flugveður á morgun samkvæmt veðurspám.

Það er eins og flugfélagið Ernir geti hagað sér eins og þeim dettur í hug með áætlunarflugið til Gjögurs,því þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir fella niður flug til Gjögurs vegna leiguflugs.

Árneshreppsbúum finnst þetta skrýtið þar sem Ernir fá styrk frá því opinbera til flugsins á Gjögur.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. janúar 2011

Líst vel á næsta ferðasumar.

Frá Reykjarfirði á Ströndum.
Frá Reykjarfirði á Ströndum.
Bæjarins Besta.
Þetta lítur mjög vel út fyrir næsta sumar," segir Reimar Vilmundarson,í viðtali við Bæjarins besta,en hann siglir með ferðamenn á bátnum Sædísi á Hornstrandir hvert sumar. „Bókanir ganga vel og það er gott sem fullbókað í gistinguna í Reykjarfirði á Ströndum. Fólkið er reyndar ekki búið að bóka bátinn en ef það ætlar að heimsækja Reykjarfjörð þá er næsta víst að við flytjum fólkið á milli. Þetta er betri bókun en var í fyrra en þó eigum við von á að umferðin verði álíka mikil og síðasta sumar. Undanfarin ár hefur nefnilega tjaldferðalöngum fækkað mikið og langflestir vilja gista í húsum. Þá hef ég heyrt að það gangi vel að bóka í gistiheimilið á Látravík við Hornbjargsvitann og sömuleiðis í gistinguna í Bolungarvík. Þannig heilt yfir þá lítur þetta vel út," segir Reimar í viðtali við bb.is
Nánara af viðtali við Reimar hér á bb.is

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
Vefumsjón