Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. desember 2010

Gleðilegt ár.

Megi nýja árið færa okkur öllum farsæld og gleði.
Megi nýja árið færa okkur öllum farsæld og gleði.
Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin.
Megi nýja árið færa ykkur gleði og góða tíma.
Góður Guð veri með okkur öllum og leiði okkur farsællega gegnum árið 2011.

 

Þetta Ár er frá oss farið,

fæst ei aftur liðin tíð.

Hvernig höfum vér því varið ?

Vægi' oss Drottins náðin blíð.

Ævin líður árum með,

ei vér getum fyrir séð,

hvort vér önnur árslok sjáum.

Að oss því í tíma gáum.
(Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi.)

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. desember 2010

Áramótaveður.

Mynd tekin af Ingibjörgu Jónsdóttur í ísflugi í desember.Strandafjöll.
Mynd tekin af Ingibjörgu Jónsdóttur í ísflugi í desember.Strandafjöll.
Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands er nú ekkert svo slæm fyrir okkar svæði hér á Ströndum fyrir kvöldið í kvöld,jafnvel léttskýjað í kvöld með hægum vindi,því ætti að viðra sæmilega til að skjóta upp flugeldum og ættu þeyr að sjást víða að.Annars er veðurspáin hér fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:.

Norðaustan 5-10 og stöku él, en hægari austlæg átt og léttskýjað í kvöld. Frost 0 til 6 stig. Sunnan 5-10 síðdegis á morgun og dálítil slydda eða snjókoma og hiti kringum frostmark.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga.Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, 5-10 og rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla NA-til. Hiti 0 til 6 stig, svalast NA-til.

Á mánudag:
Heldur vaxandi norðlæg átt og kólnandi veður, 10-15 m/s um kvöldið. Snjókoma eða él, en þurrt að kalla syðra.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt og kalt í veðri. Dálítil él norðaustantil, en þurrt og bjart að mestu sunnan- og vestanlands.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. desember 2010

Allur afli grásleppubáta að landi.

Frá undirritun reglugerðar sem skyldar grásleppusjómenn til að koma með allan afla að landi.
Frá undirritun reglugerðar sem skyldar grásleppusjómenn til að koma með allan afla að landi.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skrifaði í gær undir reglugerð sem skyldar grásleppusjómenn til að koma með allan afla að landi. Breyting þessi er unnin í samvinnu við Landsamband smábátaeigenda og er meðal annars tengd árangri sem náðst hefur í markaðsstarfi með hrognkelsahvelju til matvæla og annarar framleiðslu.

Grásleppa er sem kunnugt er veidd vegna hrogna en afar lítil nýting hefur verið á öðrum hlutum fisksins sem er kallaður hvelja en inniheldur í raun haus, hvelju, innyfli og vöðva. Í reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða frá 2003 er heimilt að varpa fyrir borð verðlausum fiski og þeim aukaafurðum sem ekki verða nýtt með arðbærum hætti. Frá því eru þó þær undantekningar að alltaf skal koma með þorsk- og ufsahrogn að landi og sömuleiðis allan afskurð sem fellur til við snyrtingu á þorsk- ufsa- og ýsuflökum. Með reglugerð þeirri sem skrifað er undir í dag bætist við í þá upptalningu yfir það sem alltaf skal koma að landi, svohljóðandi setning:

„Ennfremur skal við hrognkelsaveiðar koma með öll hrognkelsi að landi."

Breytingin tekur gildi 1. janúar 2012 og þannig gefst ein grásleppuvertíð til aðlögunar. Innan við 10% af grásleppuafla berst nú þegar að landi í tengslum við það markaðsstarf sem þegar er í gangi. Þess eru dæmi að einstakar útgerðir hafi greitt olíukostnað við veiðarnar með aflaverðmæti hveljunnar. Grásleppusjómanna bíður nú mikið verkefni að gera yfir 4000 tonn af fiski sem áður var hent að markaðsvöru. Jón Bjarnason sagðist við undirritun reglugerðarinnar hafa fulla trú á að það tækist. Hér væri um að ræða mikilvægt skref í siðlegri og bættri umgengni þjóðarinnar um auðlind hafsins.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2010

Borgarisjakinn Jóli er horfinn.

Borgarísjakinn Jóli útaf Reyjanesströnd í gær.
Borgarísjakinn Jóli útaf Reyjanesströnd í gær.
Borgarísjakinn Jóli er nú horfinn,sást hvorki frá Reykjanesi hné Gjögurflugvelli eftir hádegið.

Það var mikil ferð á honum í gær og er hann sennilega komin langt inn í Húnaflóa.

Síðast  sást til hans útaf Reykjanesströndinni í gær og var þá um 8 km austur af Hyrnunni.

Skip tilkynnti um jakann til Veðurstofu Íslands eftir miðnætti í nótt og var hann þá á stað  66°00.5N 020°54.7V.og  rak hann í SA-átt á um það bil 0.5 sml á klukkustund.Og eru það síðustu upplýsingar um borgarísjakann Jóla.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2010

Stofna nýtt félag,Kollsá.

Myndin er af vefnum freydís.is
Myndin er af vefnum freydís.is
Nú hafa þeir félagarnir, Reimar Vilmundarson og Sigurður Hjartarson stofnað félagið Kollsá ehf.  Markmið þessa félags er að efla ferðaþjónustuna við djúp, hafa þeir fest kaup á  bát frá Stykkishólmi sem ætlunin er að nota til þess. Ætlunin er að geta boðið upp á ýmsar ferðir til dæmis hvalaskoðun, sjóstöng auk annara ferða. Einnig vilja  þeir bæta  þjónustu við sumarbústaðaeigendur á svæðinu en eftirspurn eftir bát sem getur sinnt þeim hefur aukist mikið, í þessum bát verður væntanlega gott pláss fyrir 12-15 farþega og einnig gott farangursrými. Fyrirhugað er að koma bátnum í breytingar á Siglufjörð eftir áramót þar sem honum verður breytt lítilega til hagræðis fyrir farþega hvort sem verður í sjóstöng eða til ferðalaga.
Áætlað er að báturinn verði tilbúinn til ferða á vormánuðum.
Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um ferðir þessa báts á komandi sumri er bent á að hafa samband við annaðhvort Sigurð Hjartarson sjá heimasíðu www.bjarnarnes.is eða Reimar Vilmundarson www.freydis.is
Frekari fréttir af framgangi breytinga á þessum bát og í hvaða verkefni hann fer í koma fram á heimasíðum þeyrra við fyrsta tækifæri. 
Þetta kemur fram á vefsíðunni freydís.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. desember 2010

Jóli komin austur fyrir Reykjaneshyrnu.

Jóli í dag ca 8 km A af Reykjaneshyrnu.
Jóli í dag ca 8 km A af Reykjaneshyrnu.
1 af 2
Borgaísjakinn Jóli er nú á fleygiferð í vestanáttinni,var í gær um það bil 15 km NNA af Reykjaneshyrnu,enn var í dag kl:14:30 komin ca átta kílómetra austur fyrir Reykjaneshyrnuna,og virðist reka nokkuð hratt í ASA inn flóann.

Athugað verður með borgarísjakann Jóla á morgun ef veður og skyggni leifa.

Tvær myndir eru hér með fyrri myndin tekin í dag við eyðibýlið Reykjanes og seinni myndin í gær af Lambanestanganum við Litlu-Ávík.Þetta eru frekar slæmar myndir en fjarlægðin er líka nokkur.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. desember 2010

Árneshreppur fær 15 tonn.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneytið hefur úthlutað byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2010 til 2011.

Úthlutun til sveitarfélaga á Ströndum er eftirfarandi:

Árneshreppur fær úthlutað 15 tonnum.Kaldrananeshreppur fær úthlutað 85 tonnum og Strandabyggð fær úthlutað 100 tonnum.
Úthlutun byggðakvóta má sjá á vef Landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneytis.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. desember 2010

Ný velferðarnefnd.

Frá Árneshreppi,Árnesey og séð til Norðurfjarðar.
Frá Árneshreppi,Árnesey og séð til Norðurfjarðar.
Bæjarins besta.
Ný velferðarnefnd Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps hittist á sínum fyrsta formlega fundi 4. janúar. Sveitarfélögin samþykktu í nóvember að stofna sameiginlega félagsmálanefnd og stofna formlega félagsþjónustu. Í nýju nefndinni verða fimm fulltrúar, tveir fulltrúar frá Strandabyggð og einn fulltrúi frá hinum sveitarfélögunum. Velferðarnefndin hittist á sínum fyrsta óformlega fundi á skrifstofu Strandabyggðar 3. desember þar sem farið var yfir erindisbréf og samning um nefndina og sameiginlega félagsþjónustu.
Frá þessu er sagt á www.bb.is


Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. desember 2010

Borgarísjakinn Jóli hefur færst austar.

Borgarísjakinn Jóli sem sést hefur frá Litlu-Ávík.
Borgarísjakinn Jóli sem sést hefur frá Litlu-Ávík.
1 af 2
Í dag fór Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður að athuga betur með borgarísjakann sem sést hefur frá Litlu-Ávík,raunar úr eldhúsglugganum enn sást ekki þaðan um hádegið.

Farið var út á Lambanestanga og aðeins uppí Reykjaneshyrnu með sjónauka.

Borgarísjakinn er núna um það bil 15 km NNA af Reykjaneshyrnu og hefur færst austar,íshrafl er í kringum jakann sem gæti verið hættulegt skipum og bátum.

Jón hefur gefið þessum borgarísjaka nafnið Jóli,enda sást hann fyrst þann 22 desember,og búin að vera yfir jólin.

Mjög sjaldgæft er að borgarís sé á Húnaflóa í desember en aftur á móti algengt í ágúst og september.
Fyrri myndin er af borgarísjakanum þann 22 desember,en síðari myndin er kort frá Landhelgisgæslu Íslands sem þar var útbúið í ísflugi í dag.Kortið er af hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. desember 2010

Strandamaður ársins 2010 valinn.

Sigurður Atlason var kosin Strandamaður ársins í fyrra.
Sigurður Atlason var kosin Strandamaður ársins í fyrra.

Vefurinn strandir.is hefur nú ákveðið að standa fyrir kosningu á Strandamanni ársins sjöunda árið í röð. Tilgangurinn með því er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu og þá sem standa sig með prýði. Hægt verður að senda inn tilnefningar fram að miðnætti á þrettándanum, fimmtudaginn 6. janúar. Allir Strandamenn nær og fjær eru hvattir til að taka þátt, en í síðari umferð verður valið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá.

Þeir sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera valdir Strandamenn ársins af samferðamönnum sínum eru:

2004  Sverrir Guðbrandsson  eldri á Hólmavík
2005  Guðbrandur Einarsson  frá Broddanesi
2006  Sandra Dögg Guðmundsdóttir á Drangsnesi
2007  Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi 
2008  Ingibjörg Sigvaldadóttir  frá Svanshóli
2009  Sigurður Atlason á Hólmavík. 
Undir þessum tengli er hægt að kjósa Strandamann ársins 2010.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Seljanes-06-08-2008.
Vefumsjón