Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. janúar 2011

Hákarl frá Víganesi.

Nátthagi við Víganes.
Nátthagi við Víganes.
1 af 3
Jón Eiríksson frá Víganesi hefur nú stundað sjóveiðar undanfarin tvö ár og gerir út bátinn Snorra ST-24 og hefur gert út á grásleppu og nú fyrst í sumar einnig á þessar svonefndu Strandveiðar,sem hann stundaði út leyfistímann,lagt var upp á Norðurfirði.

Í mars í vor lagði Jón hákarlalóðir og fékk fljótlega einn mikinn hákarl sem hann gerði að á Gjögurbryggju og setti síðan í kör í stóran gám sem hann er með fyrir neðan hús sitt Nátthaga við Víganes,og verkaði hann þar,Jón veiddi einnig 3 til fjóra hákarla til viðbótar sem hann verkaði sjálfur.

Jón á ekki langt að sækja kunnáttu til þessara verka,faðir hans Eiríkur Lýðsson bóndi og sjómaður var kunnur hákarlaverkandi hér í Árneshreppi,og var Jón oftast á sjó með honum sem ungur maður.

Jón Eiríksson frá Víganesi eins og hann kennir sig alltaf við,nú Nátthaga við Víganes,hefur nú auglýst hér á vefnum þessa frábæru afurð sína sem er Skyr og Glerhákarl,sem þykir mjög vinsæll og ómissandi fyrir þorrablót og svo er hákarlinn talinn mjög hollur og ekta herramannsmatur við hvaða tækifæri sem er.

Um að gera að ná sér í ekta Strandahákarl fyrir þorrablótin í vetur,en þorrinn hefst föstudaginn 21 janúar.Til að panta sér hákarl er síminn 698-4360 og í síma 892-4545.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. janúar 2011

Flogið fyrir hádegið.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu til Gjögurs nú fyrir hádegið.Ekki var flogið í gær vegna Grænlandsflugs hjá flugfélaginu.

Það má segja að flugið í morgun hafi rétt sloppið vegna dimmra élja,og nú eftir hádegi hefur bætt í élin og vindinn og varla ferðafært.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. janúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 3. til 10 jan. 2011.

Þakplötur fuku af fjárhúsum í Odda í Bjarnarfirði 7 janúar.Mynd Árni Baldursson í Odda.
Þakplötur fuku af fjárhúsum í Odda í Bjarnarfirði 7 janúar.Mynd Árni Baldursson í Odda.

Í vikunni sem var að líða var veður rysjótt, færð á vegum á köflum slæm, hálka og snjór. Þó nokkrar aðstoðarbeiðnir bárust lögreglu vegna færðar og voru nokkrir vegfarendur aðstoðaðir bæði af lögreglu og einnig voru björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar. 

Föstudaginn 7. jan.,  var veður mjög leiðinlegt á Ströndum og á bænum Odda í Bjarnarfirði varð foktjón, þegar þakplötur fuku af fjarhúsum.

Þriðjudaginn 4. jan., varð umferðaróhapp í Hrafnseyrarheiðinni, þar hafnaði jeppabifreið út fyrir veg í sneiðingnum að norðan verðu.  Bifreiðin hafnaði langt út fyrir veg og var ástæðan, mikil hálka á veginum. Ökumann sakaði ekki, náði að forða sér út áður en bíllinn fór fram af. Bifreiðin fjarlægð af vettvangi með krana. Í framhaldi af óhappi þessu var veginum lokað.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur tveir í nágreini Ísafjarðar og tveir í nágreni Hólmavíkur. Sá sem hraðast ók, var mældur á 123 km/klst. þar sem leyfilegur hámarshraði er 90 km/klst.  Þá er vert að brýna það fyrir ökumönnum og akstursskilyrði breytast mjög hratt á þessum árstíma og vill lögregla beina því til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna.

Skemmtanahald um helgina gekk vel og án afskipta lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. janúar 2011

Ekkert flogið á Gjögur í dag.

Hörður Guðmundsson ásamt flugmanni í fyrstu ferð þegar Ernir tóku við flugi til Gjögurs.
Hörður Guðmundsson ásamt flugmanni í fyrstu ferð þegar Ernir tóku við flugi til Gjögurs.
Flugfélagið Ernir hafa ákveðið að fljúga ekki á Gjögur í dag þótt áætlunardagur sé.

Flugfélagið þarf að fljúga til Grænlands og þar afleiðandi vantar flugvél í innanlandsflugið.

Fimm farþegar bíða eftir flugi að sunnan,og ekki lítur út með flugveður á morgun samkvæmt veðurspám.

Það er eins og flugfélagið Ernir geti hagað sér eins og þeim dettur í hug með áætlunarflugið til Gjögurs,því þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir fella niður flug til Gjögurs vegna leiguflugs.

Árneshreppsbúum finnst þetta skrýtið þar sem Ernir fá styrk frá því opinbera til flugsins á Gjögur.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. janúar 2011

Líst vel á næsta ferðasumar.

Frá Reykjarfirði á Ströndum.
Frá Reykjarfirði á Ströndum.
Bæjarins Besta.
Þetta lítur mjög vel út fyrir næsta sumar," segir Reimar Vilmundarson,í viðtali við Bæjarins besta,en hann siglir með ferðamenn á bátnum Sædísi á Hornstrandir hvert sumar. „Bókanir ganga vel og það er gott sem fullbókað í gistinguna í Reykjarfirði á Ströndum. Fólkið er reyndar ekki búið að bóka bátinn en ef það ætlar að heimsækja Reykjarfjörð þá er næsta víst að við flytjum fólkið á milli. Þetta er betri bókun en var í fyrra en þó eigum við von á að umferðin verði álíka mikil og síðasta sumar. Undanfarin ár hefur nefnilega tjaldferðalöngum fækkað mikið og langflestir vilja gista í húsum. Þá hef ég heyrt að það gangi vel að bóka í gistiheimilið á Látravík við Hornbjargsvitann og sömuleiðis í gistinguna í Bolungarvík. Þannig heilt yfir þá lítur þetta vel út," segir Reimar í viðtali við bb.is
Nánara af viðtali við Reimar hér á bb.is

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. janúar 2011

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna.

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður 15 janúar.
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður 15 janúar.
1 af 2
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið laugardagskvöldið 15 janúar í Versölum Hallveigastíg 1 Reykjavík.

Húsið opnar kl 19:00,og borðhald hefst stundvíslega kl 20:00.

Matseðillinn er nú ekki af verra taginu,að sjálfsögðu
hefðbundinnþorramatur,svo sem,
hrútspungar,hákarl,lundabaggar,bringukollar,hangikjöt,harðfiskur,síld,svið,lifrarpylsa,blóðmör,
pottréttir,saltkjöt og annað sem tilheyrir þorramat.

Veislustjóri verður Karl E Loftsson.

Til skemmtunar verður á meðan að á borðhaldi stendur,verður töframaðurinn John Tómasson,söngvarinn Páll Rósinkrans,einnig mun Viggó Brynjólfsson frá Broddadalsá leika á harmonikku.

Að loknu borðhaldi mun hljómsveitin Grænir vinir leika gömlu og nýju danslögin.

Miðaverð er kr.6500-.Miðasalan verður á morgun mánudaginn 10 janúar í Versölum Hallveigastíg 1 á milli klukkan 17:00 og 19:00.

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. janúar 2011

Flogið var á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur um hádegið í dag,ekki var hægt að fljúga á fimmtudag sem var áætlunardagur,hné í gær vegna veðurs.Farþegar voru með á báðum leiðum.

Einnig kom pósturinn að venju og vörur í Kaupfélagið á Norðurfirði,þar á meðal mjólk,en mjólkurlaust var orðið.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. janúar 2011

Rafmagn komið.

Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Rafmagn kom uppúr kl ellefu aftur á hluta Árneshrepps,að Melum í Trékyllisvík og til Norðurfjarðar og Krossnes nokkru seinna.

Rafmagnslaust er búið að vera síðan um kl sex í morgun.

Rafmagn komst á aftur um og fyrir hálfníu á Drangsnesi keyrt er með díselvélum ásamt Þverárvirkjun,og má búast við rafmagnstruflunum fram eftir degi.

Hér í Árneshreppi er nú farið að draga úr vindi og vindur komin niðrí um 18 m/s í jafnavind frost er um 3 stig.Nú er búin að vera frostrigning síðan í morgun og allt ísað.

Ekki lítur út fyrir að Flugfélagið Ernir geti flogið á Gjögur í dag vegna veðursins,enn ekki var flogið í gær af sömu ástæðu.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. janúar 2011

Rafmagn farið.

Rafstöð er keyrð í rafmagnsleysi.
Rafstöð er keyrð í rafmagnsleysi.
Um klukkan 05:50 fór rafmagn af hér í Árneshreppi og víðar.

Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík var úti að lesa af hitamælum og taka veðrið og var á leið inn þegar rafmagnið fór.Haft var samband við bilanir hjá Orkubúi Vestfjarða og fengust þær upplýsingar að víða væri rafmagnslaust,þannig að það virðist ekki slitið norður í Árneshrepp.

Nú er svarta þreifandi bylur og ekkert skyggni vindhraði 20 til 25 m/s og frostið er komið niður í 5 stig,og hefur dregið mikið úr því í nótt en það fór í 11 stig í gær.

Nú er keyrð díselvél á veðurstöðinni til að hafa tölvu og vindmæla í gangi og halda hita á húsinu.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. janúar 2011

Mikil vindkæling er núna.

Vindkælitafla.Mynd Veðurstofa Íslands.
Vindkælitafla.Mynd Veðurstofa Íslands.

Spáð er hvassviðri í kvöld og horfur fyrir allt landið hljóma á þessa leið: Norðaustan og síðan norðan 15-23 með éljagangi, einkum norðan og austan til. Norðan 18-28 seint í kvöld og snjókoma um norðanvert landið. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins.Þegar saman fer hvassviðri og frost getur vindkæling orðið veruleg.
Vindkælitaflan sem er hér með er af vef Veðurstofu Íslands,til að lesa af töflunni þarf að miða saman lofthitadálk og vindhraðalínu.
Nokkurt efni er um vindkælingu á vef Veðurstofu Íslands.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
Vefumsjón