Gleðileg Jól.
Kæru lesendur nær og fjær.Megi góður Guð gefa ykkur öllum Gleðilega Jólahátíð.
Jólakveðja frá Litlahjalla netfréttamiðli í Árneshreppi í Strandasýslu.
Kæru lesendur nær og fjær.Megi góður Guð gefa ykkur öllum Gleðilega Jólahátíð.
Jólakveðja frá Litlahjalla netfréttamiðli í Árneshreppi í Strandasýslu.
Það má segja að flug og þar með vöruflutningar hafi gengið vel fyrir jól hingað í Árneshrepp fyrir þessi jól,þrátt fyrir rysjótt veður.
Nú er allir komnir til síns heima sem ætla að dvelja hjá sínu fólki í sveitinni,bæði loftleiðis og eða landleiðis.
Síðasta póstdreifing var á bæi eftir flug í dag,og ætti nú allur póstur og pakkar að hafa skilað sér til eiganda fyrir jólin.
Næsta áætlunarflug til Gjögurs er á mánudaginn 27 desember.
Borgarísjakinn er ca 12 km NNA af veðurstöðinni í Litlu-Ávík og um það bil 6 km austur frá Sæluskeri(Selskeri).
Smá íshrafl kom á fjörur í Litlu-Ávík þann 18 desember sem er nú horfið,brotið niður í sjógangi.
Á myndina sem er hér með hefur Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sett inn pílu þar sem borgarísjakinn er.
Hér kemur listi yfir áætlaðar guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli um jólin 2010:
Hólmavíkurkirkja:Aðfangadagur jóla kl.18:00.
Drangsneskapella:Jóladagur kl. 13:30.
Kollafjarðarneskirkja:Jóladagur kl.15:30.
Óspakseyrarkirkja:Jóladagur kl. 17:00.
Árneskirkja:Annar jóladagur kl. 14:00.
Í Árneshreppi er íbúafjöldi 52 og skiptist þannig á milli kynja,karlar 28 og konur 24.Í Kaldrananeshreppi eru íbúar 106,og eru konur 56 og karlar 50.Í Strandabyggð eru íbúar alls 501,og skiptist þannig konur eru 224 og karlar eru 277.Í Bæjarhreppi eru alls 100,konur eru 50 og karlar eru 50,það er því jöfn skipting milli kynja í Bæjarhreppi.
Miðvikudaginn 22 desember er lokað.
Fimmtudaginn 23 er opið 13:00 til 17:00.
Á aðfangadag 24 desember er lokað.
Mánudaginn 27 desember og þriðjudag 28 desember er opið 13:00 til 17:00.
Miðvikudaginn 29 er lokað.
Fimmtudaginn 30 er opið 13:00 til 17:00.
Gamlársdag er lokað.
Á mánudaginn 3 janúar 2011 verður lokað vegna vörutalningar.
Í dag fór flugvél Landhelgisgæslunnar í ískönnunarflug um Vesturmið.Komið var að hafís norður af Vestfjörðum og meginísinn kortlagður með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Megin ísröndin liggur djúpt undan Vestfjörðum en ísdreifar geta verið víða á Vestfjarðamiðum.Nánari upplýsingar um ísröndina má finna hér undir skýrsla Landhelgisgæslunnar.
Myndin sem er hér með er af Hafíssíðu Veðurstofu Íslands.
Mánudaginn 13. des,varð bílvelta á Djúpvegi,Eyrarhlíð,þar valt bifreið,eftir að hafa lent utan í vegriðinu og hafnaði á ljósastaur. Gerðist þetta í framhaldi af framúrakstri sem rekja má til hálku.Ökumaður kenndi sér eymsla í baki og fór í skoðun á sjúkrahúsið á Ísafirði .Bifreiðin óökuhæf,flutt af vettvangi með kranabíl.
Tvö umferðaróhöpp urðu í Vestfjarðargöngunum í vikunni.Fimmtudaginn 16. des,skullu tvær bifreiðar saman í Súgundarfjarðarleggnum.Ekki var slys á fólki.Föstudaginn 17. des ók bifreið utan í vegg ganganna, með þeim afleiðingum að bifreiðin varð óökuhæf og varð flytja hana af vettvangi með kranabíl.Ökumaður fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Sunnudaginn 19. des hafnaði bifreið út fyrir veg á Hnífsdalsvegi,í framhaldi af framúrakstri.Þrjú ungmenni voru í bifreiðinni, eftir óhappið voru þau flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.Bifreiðin óökuhæf.Hálku er kennt um þetta óhapp.Lögregla vill brýna fyrir ökumönnum,sérstaklega ungun ökumönnum að aka varlega,núna þessa dagana eru akstursskilyrði mjög slæm, mjög víða hálka á vegum og erfitt getur verið að meta akstursskilyrði, sem geta breyst með stuttum fyrirvaka .
Einn Ökumaður var kærður fyrir meinta ölvun við akstur á Ísafirði aðfaranótt laugardagsins.Ökumaður þessi var ekki ánægður með afskipti lögreglu og eftir að hann fékk þá þjónustu hjá lögreglu sem honum bar vegna gruns um ölvunaraksturinn og hann búinn ausa úr skálum reiði sinnar yfir lögreglumenn,yfirgaf hann lögreglustöðina.Hann sá sig hins vegar knúinn til að taka ruslagám,á hjólum við Grunnskólann á Ísafirði,rúlla honum út á gatnamót Austurvegar/Hafnarstrætis.Þar sturtaði hann úr gámnum,sem mest var pappírsdrasl,jós því upp í vindinn,sem var allnokkur á þessum tíma,eingöngu til að ruslið dreifðist sem víðast.Umræddur aðili má því einnig búast við kæru vegna þess.Kalla varð út bæjarstarfsmenn til að þrífa miðbæinn eftir atvikið.