Jólaveður og Hvít jól.
Lesendur munið eftir að fylgjast með veðurspám sem eru hér til vinstri á vefnum undir Veðurspá,beint frá Veðurstofu Íslands.
Annars er framtíðar spáin hér frá Veðurstofu Íslands.
Strandir og Norðurland vestra:
Auslæg átt 5 til 10 og bjartviðri.Frost 4 til 12 stig,kaldast í innsveitum,en dregur úr frosti á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag (jóladagur):
Austan 8-15 m/s og snjókoma sunnan- og suðaustanlands, en annars bjart veður. Gengur í austan 15-20 með slyddu eða rigningu sunnanlands síðdegis, en mun hægari og þurrt fyrir norðan. Hvassviðri á öllu landinu um kvöldið með talsverðri rigningu sunnanlands, en snjókomu norðantil. Hlánar sunnanlands, en minnkandi frost norðantil.
Á sunnudag (annar í jólum):
Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt með talsverðri rigningu suðaustanlands, en rigningu eða slyddu annars staðar. Hægari og minnkandi úrkoma síðdegis. Hiti 2 til 7 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Sunnanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig, en frystir fyrir austan.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir sunnanátt með vætu og hlýnandi veðri.